Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

94. fundur 07. nóvember 2001 kl. 18:00 - 20:15

94. fundur atvinnumálanefndar  var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18,  miðvikudaginn 7. nóvember 2001 og hófst hann kl. 18:00.

Mættir voru: Guðni Tryggvason, formaður,
Þórður Þ. Þórðarson,
Elínbjörg Magnúsdóttir,
Ástríður Andrésdóttir.
 

Auk þeirra Magnús Magnússon, markaðsfulltrúi og Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð. Guðmundur Páll Jónsson sat fundinn meðan dagskrárliður 1 var ræddur.

Fyrir tekið:

1. Samþykkt bæjarráðs varðandi skipulagðar ferðir ferðamanna til Akraness.  Viðræður við formann bæjarráðs, Guðmund Pál Jónsson. Guðmundur Páll kynnti hvar málið stendur. Viðræður hafa staðið yfir við ferðaskrifstofu um að koma á daglegum skipulögðum ferðum til Akraness frá og með næsta sumri. Tilraunaferðir eru fyrirhugaðar í vetur.
Markaðsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu á grundvelli umræðna á fundinum.

2. Útgáfa kynningarblaðs í síðari hluta nóvember.
Lögð fram drög að efnistökum fyrir næsta tölublað ?Skaginn skorar? sem gefið verður út þann 27. nóvember n.k. Nokkrar tillögur bættust í safn tillagna um efni næsta blaðs.
 
3. Kynningarmál - markaðssetning safnasvæðis á Akranesi.
Markaðsfulltrúi kynnti stöðu þess máls.
 
4. Önnur mál.
Málefni Sementsverksmiðjunnar h.f.
Atvinnumálanefnd óskar eftir því við bæjarráð að teknar verði upp viðræður við Iðnaðarráðuneytið um framtíð verksmiðjunnar.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00