Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

87. fundur 14. júní 2001 kl. 17:00 - 19:00

87. fundur atvinnumálanefndar var haldinn fimmtudaginn 14. júní 2001
í sal íþróttahússins að Jaðarsbökkum og hófst hann kl. 17:00.

Mættir voru  Guðni Tryggvason,
Elínbjörg Magnúsdóttir,
Ástríður Andrésdóttir,
Varamaður: Sævar Haukdal.

Auk þeirra Rakel Óskarsdóttir sem einnig ritaði fundargerð og Jón Pálmi Pálsson sem stjórnaði fundinum.

Fundur þessi var haldinn í tilefni útgáfu stefnumótunarskýrslu atvinnumálanefndar og Iðntæknistofnunar Íslands.  Þeir aðilar sem tóku þátt í vinnslu skýrslunnar fengu fundarboð sem og hann auglýstur í bæjarfjölmiðlum.

Jón Pálmi Pálsson tók fyrstur til máls og setti fundinn.

Formaður atvinnumálanefndar hélt stutt erindi um aðdraganda og undirbúning skýrslunnar og tilkynnti fundarmönnum að ákveðið hafi verið að halda opið málþing í byrjun september.  Formaður greindi einnig frá því að búið sé að fá landsþekkta aðila úr atvinnulífinu til að vera frummælendur á málþinginu.

Björn S. Lárusson, sem jafnframt var verkefnastjóri skýrslunnar, fræddi fundarmenn um framgang verkefnisins. Fjallaði hann í stuttu máli um hópaskiptinguna og hvernig hóparnir unnu að settu markmiði.  Að því loknu greindi hann frá rauða þráði skýrslunnar í hverjum flokki fyrir sig.

Karl Friðriksson, ráðgjafi Iðntæknistofnunar Íslands, tók til máls og greindi stuttlega frá niðurstöðu skýrslunnar og hvernig framtíðarsýn Akurnesinga lítur út með tilliti til skýrslunnar.  Þar á eftir greindi Karl frá nokkrum leiðum til að ná árangri að settum markmiðum og að lokum hvernig væri heppilegt að fylgja eftir skýrslu atvinnumálanefndar og Iðntæknistofnunar Íslands.

Að þessum erindum loknum var orðið gefið frjálst og ræddu fundarmenn um innihald skýrslunnar yfir léttum veitingum.


Fleira ekki gert og fundi slitið um 18:30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00