Fara í efni  

Æskulýðs- og félagsmálaráð (2000-2002)

584. fundur 22. ágúst 2000 kl. 08:00 - 09:10
584. fundur æskulýðs- og félagsmálaráðs haldinn á félagsmáladeild
Stillholti 16-18, þriðjud. 22. ágúst 2000 og hófst hann kl. 8:00.

Mættir voru: Inga Sigurðardóttir
Tryggvi Bjarnason,
Oddný Valgeirsdóttir
Pétur Svanbergsson
varamaður: Sigurveig Stefánsdóttir

Auk þeirra félagsmálastjóri, Sólveig Reynisdóttir og félagsráðgjafi, Sveinborg Kristjánsdóttir sem ritaði fundargerð. Trúnaðarbók ritar Oddný Valgeirsdóttir.

Fundur settur af formanni.

Fyrir tekið:

1. Framfærsla
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

2. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

3. Vímuvarnarmál
Kynntur fundur sem framkvæmdanefnd um forvarnir í fíkniefnamálum mun halda 23. ágúst n.k. um ástand unglingamála á Akranesi /foreldrarölt.

4. Kvikmyndaskoðun.
Æskulýðs- og félagsmálaráð ákveður að skrifa bréf til sýslumannsins á Akranesi, vegna ætlaðra brota framkvæmdastjóra Bíóhallarinnar við að framfylgja aldursmörkum á kvikmyndasýningum.

5. Framfærslustyrkir og Barnavernd
Kynnt staðan á framfærslunni 21. ágúst 2000, staðan er kr. 4.610.929,-. Staðan á barnaverndinni 21. ágúst er kr. 1.983.844,-.

6. Tilnefning í starfshóp Menntasmiðju kvenna á Akranesi.
Æskulýðs- og félagsmálaráð tilnefnir Heiðrúnu Janusardóttur í starfshóp menntasmiðju kvenna á Akranesi í stað Ingu Sigurðardóttur.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 09:10
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00