Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

67. fundur 03. ágúst 2004 kl. 16:00 - 18:00

67. og 68.  fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness var haldinn í fundarsal að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 3. ágúst 2004 kl. 16:00.

 

Vegna fjölda mála á fundinum var gert fundarhlé.


Mættir á fundi:               Magnús Guðmundsson,  formaður

                                    Edda Agnarsdóttir

                                    Lárus Ársælsson

                                    Eydís Aðalbjörnsdóttir

                                    Reynir Leósson

 

Auk þeirra voru mætt:    Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs og Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð.


 

1.

Aðalskipulagsbreyting, breyting v. Garðalundar

 

Mál nr. SU040068

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Breyting á aðalskipulagi vegna breytinga á deiliskipulagi Garðalundar.

Tillaga frá Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt lögð fram.

Samþykkt að auglýsa framkomna tillögu að breyttu aðalskipulagi samhliða tillögu að breyttu deiliskipulagi Garðalundar skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

2.

Aðalskipulagsbreyting, breyting v. Flatahverfis klasa 5 og 6

 

Mál nr. SU040059

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Gera þarf aðalskipulagsbreytingu vegna nýrra deiliskipulagstillagna í  klasa 5 og 6 í Flatahverfi.

Tillaga frá Magnúsi H. Ólafssyni lögð fram.

Samþykkt að auglýsa framkomna tillögu að breyttu aðalskipulagi samhliða nýrri deiliskipulagstillögu arkitektanna Hjördísar og Dennis fyrir klasa 5 og 6. Farið verði  skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.(sjá einnig lið nr. 5 í þessari fundargerð).

 

3.

Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU040063

 

440403-3010 Skagatorg ehf, Stillholti 18, 300 Akranesi

Fyrirspurn Björns S. Lárussonar f.h. Skagatorgs ehf. dags. 26.07.2004 um álit nefndarinnar á breytingum á nýsamþykktu deiliskipulagi Miðbæjarreits.

Á fundinum var lögð fram tillaga að breytingu á nýsamþykktu deiliskipulagi á Miðbæjarreit. 

Um er að ræða í aðalatriðum stækkun á byggingarreit ca. 10 metra til austurs og ca. 8 metra til norðurs fyrir verslunarmiðstöð. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í tillögur um breytingar. Lögð er áhersla á að byggingar verði ekki nær lóðarmörkum að norðanverðu en stysta fjarlægð er á gildandi deiliskipulagi.  Einnig er gerð athugasemd við fjölda bílastæða sem sýndur er á uppdrætti og gerð krafa um að aðkoma að verslunum að sunnanverðu verði yfirbyggð. Allar breytingar á skipulaginu verði á kostnað umsækjanda.

Sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að fylgja málinu eftir.

 

4.

Akratorgsreitur - Suðurgata 47, 51 og 57, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU030042

 

440203-3450 Akratorg ehf, Suðurgötu 57, 300 Akranesi

Framkomnar athugasemdir við Akratorgsreit - Suðurgötu 47,51 og 57.

Bréf Þórarins Helgasonar Suðurgötu 45,  dags. 2. júlí 2004 með athugasemdum í 5 liðum.

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 23. mars 2004 þar sem koma fram athugasemdir við breytingu á lóð nr. 47.

Vegna athugasemda í 5 liðum frá Þórarni Helgasyni og Margréti Báru Jósefsdóttur vill skipulags- og umhverfisnefnd vekja athygli á að fjarlægð milli húsa mun verða u.þ.b. 11 metrar. Um aðra þætti athugasemdanna gilda almenn lög og reglur sem ekki eru á valdsviði nefndarinnar.

 

Í bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 19. apríl 2004 var sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að gera umsækjendum grein fyrir þeim kostnaði sem af breytingunni gæti fylgt vegna athugasemda um færslu á rafstrengjum sem bárust frá Orkuveitu Reykjavikur 23.03.2004.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að fylgja eftir frágangi skipulagstillögu þar sem gerð verði grein fyrir samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur um færslu á háspennustrengjum. Að þvi uppfylltu leggur nefndin til að tillagan verði send bæjarstjórn til samþykktar með framangreindum breytingum.

  

5.

Flatahverfi - klasi 5 og 6, deiliskipulag

 

Mál nr. SU030022

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Endanlegar teikningar og greinargerð frá Arkitektunum Hjördísi og Dennis lagðar fram til samþykktar.

Lagðar fram endanlegar teikningar og greinargerð um nýja byggingarklasa nr. 5 og 6 í Flatahverfi. Samþykkt að auglýsa framkomna deiliskipulagstillögu arkitektanna Hjördísar og Dennis fyrir klasa 5 og 6. Farið verði samkv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 (sjá einnig lið nr. 2 í þessari fundargerð).

  

6.

Klasi 1-2 - Eyrarflöt 11, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU040056

 

410169-4019 Trésmiðjan Akur ehf, Smiðjuvöllum 9, 300 Akranesi

Grenndarkynning á breytingu lóðar nr. 11 við Eyrarflöt hefur farið fram,  ein athugasemd barst, frá Ármanni Gunnarssyni Eyrarflöt 13 (Steinsstöðum).

Athugasemd frá Ármanni Gunnarssyni varðar ekki kynnta breytingu á deiliskipulagi og getur skipulags- og umhverfisnefnd því ekki tekið tillit til hennar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tillaga um deiliskipulagsbreytingu verði send bæjarstjórn til samþykktar.

 

7.

Gangbrautarljós við Kirkjubraut, staðsetning og hönnun

 

Mál nr. SU040060

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Verkefnisstjóri tækni- og umhverfissviðs óskar eftir að nefndin taki til skoðunar staðsetningu gangbrautarljósa sem fyrirhugað er að setja upp við Kirkjubraut.

Komið hefur fram ábending frá sérfræðingi að fyrirhuguð staðsetning handstýrðra gönguljósa sé óheppileg þ.e. að ljósin séu of nálægt gatnamótum. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að uppsetningu  gönguljósa verði frestað á meðan athugun á umferðarskipulagi á gatnamótum Skagabrautar og Kirkjubrautar fer fram.  

  

8.

Grenjar,Vesturgata - Vesturgata 53, breytt notkun á húsnæði

 

Mál nr. SU040062

 

040146-2299 Daníel Daníelsson, Furugrund 29, 300 Akranesi

Umsókn Runólfs Sigurðssonar dags. 30.06.2004  f.h. Daníels Daníelssonar þar sem farið er fram á að breyta notkun húss úr skemmtistað í íbúðarhús.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna.

 

9.

Ásahverfi - Ásabraut 2-10, deiliskipulagsbreyting á Ásabraut

 

Mál nr. SU040047

 

151231-4039 Janus Bragi Sigurbjörnsson, Ásabraut 10, 300 Akranesi

120548-8169 Þuríður Óskarsdóttir, Ásabraut 8, 300 Akranesi

071132-2699 Sólberg Björnsson, Ásabraut 6, 300 Akranesi

110629-7619 Ásmundur Jónsson, Ásabraut 4, 300 Akranesi

071027-2449 Björn Jónsson, Ásabraut 2, 300 Akranesi

Deiliskipulagsbreytingin hefur verið grenndarkynnt og viðkomandi aðilar samþykktu breytinguna.

Aðrar athugasemdir sem gerðar voru af Skipulagsstofnun hafa verið settar inn á uppdráttinn.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda með þeim breytingum sem Skipulagsstofnun hefur óskað eftir að verði gerðar.

 

10.

Aðalskipulag Akraness, stefnumótun og vinna

 

Mál nr. SU030074

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf Agnesar Stefánsdóttur deildarstjóra f.h. Fornleifaverndar ríkisins dags. 2. júlí 2004 þar sem stofnunin óskar eftir að fá skipulagið til umsagnar þegar það er lengra á veg komið og drög að greinargerð liggur fyrir.

Erindi Fornleifaverndar ríkisins lagt fram og vísað í vinnu ráðgjafanna Gylfa og félaga við endurskoðun á aðalskipulagi Akraneskaupstaðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að fá stöðuskýrslu frá Gylfa og félögum fyrir næst fund nefndarinnar. Forstöðumanni tækni- og umhverfissviðs falið að fylgja málinu eftir.

 

11.

Viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi, ábendingar

 

Mál nr. SU040065

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Ábendingar vegna fallegra garða sem óskað var eftir með auglýsingum og á heimasíðu Akraneskaupstaðar.

Nefndin var sammála um  að veita eftirtöldum aðilum viðurkenningu fyrir snyrtilega og vel hirta  garða:

Jörundarholt 117, Lerkigrund 2,4 og 6,  Stekkjarholt 8-10.

 

12.

Skólabraut - Fjarlægja hraðahindrun, umsögn

 

Mál nr. SU040066

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 8. júlí 2004 þar sem óskað er umsagnar nefndarinnar á ósk Steingríms Guðjónssonar kt.100656-2569, Skólabraut 33, um að fjarlægja hraðahindrun af Skólabraut vegna óþæginda af hraðakstri þungflutningabifreiða.

Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á ósk bréfritara um að fjarlægja hraðahindrun á Skólabraut. Tekið skal fram að á Skólabraut er umferð þungaflutningabifreiða bönnuð.

 

13.

Aðalskipulag Hvalfjarðar-strandarhrepps, kynning á bréfi Skipulagsstofnunar

 

Mál nr. SU040067

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 8. júlí 2004 þar sem bæjarráð vísar erindi Skipulagsstofnunnar varðandi aðalskipulag Hvalfjarðarstrandahrepps til kynningar í nefndinni.

Lagt fram.

 

14.

Borgir - Þjóðvegur 17, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU040061

 

040754-7419 Hjörleifur Jónsson, Jörundarholt 26, 300 Akranesi

Erindi Hjörleifs Jónssonar dags. 10.07.2004 þar sem farið er fram á breytingu á deiliskipulagi sem felst í stækkun byggingarreitar þannig að hús rúmist innan hans.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stækkun byggingarreits og leggur til að deiliskipulagsbreytingin verði grenndarkynnt  aðliggjandi landeigendum skv. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Breytingarnar verði á kostnað umsækjanda.

 

15.

Jaðarsbakkar, undirskriftalistar - bifreiðastæði fyrir stóra bíla

 

Mál nr. SU040064

 

110454-7599 Valdís Ragnheiður Jakobsdóttir, Garðabraut 22, 300 Akranesi

Bréf Valdísar Jakobsdóttur og annara íbúa við Jaðarsbraut 35,37 og 39 dags. 20 júlí 2004, þar sem þeir láta í ljós óánægju sína með að stórum flutningabifreiðum sé lagt innst á Jaðarsbrautina.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir áhyggjur íbúanna vegna flutningabifreiða á bifreiðastæði við Jaðarsbakka.

Samskonar kvörtun hefur borist frá Ingunni Ríkarðsdóttur vegna bifreiðastæða við Jörundarholt.

Forstöðumanni tækni- og umhverfissviðs falið að leggja fram tillögur um lausn þessa máls. Einnig eru það tilmæli nefndarinnar til ráðgjafa um endurskoðun aðalskipulags kaupstaðarins að lausn verði fundin á þessu vandamáli á Akranesi.

 

16.

Brautir  - Vallarbraut, deiliskipulag, lóðir undir raðhús

 

Mál nr. SU040057

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Endanlegar teikningar og greinargerð frá Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt lagðar fram til samþykktar.

Lögð voru fram drög að deiliskipulagsuppdrætti. Sviðsstjóra falið að koma fram athugasemdum sem fram komu á fundinum.

 

17.

Akratorgsreitur - Hvítanesreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU030044

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Tryggvi Bjarnason lögfræðingur mætir á fundinn og kynnir greinargerð sína, vegna athugasemda sem borist hafa.

Tryggvi Bjarnason gerði grein fyrir greinargerð sinni. Þar kemur meðal annars fram að aðalskipulag bæjarins 1992-2012 er mjög almennt orðað og setur ekki fyrirmæli um nýtingarhlutfall á ?Akratorgsreit?, eða fyrirmæli varðandi gatnakerfi, sem eru bindandi við gerð deiliskipulagsins og því fer fyrirliggjandi tillaga ekki í bága við aðalskipulag bæjarins. Til þess að koma til móts við athugasemdir íbúa á svæðinu óskar skipulags- og umhverfisnefnd eftir því að tækni- og umhverfissvið láti fara fram úttekt á umferð og skuggavarpi vegna fyrirliggjandi tillögu og að haldinn verði fundur með hagsmunaaðilum í framhaldi af því. Þessari vinnu þarf að ljúka sem allra fyrst en stefnt er að því að það verði eigi síðar en 1. september 2004.

Afgreiðslu tillögunnar frestað þar til umferðarúttekt og athugun á skuggavarpi liggur fyrir.

Lárus Ársælsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

 

18.

Kirkjugarðsskipulag, deiliskipulag

 

Mál nr. SU030054

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Tillaga Guðlaugar Ernu Jónsdóttur arkitekts ásamt greinargerð lögð fram til samþykktar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að breytingin verði send bæjarstjórn til samþykkt  með smávægilegum breytingum sem ræddar voru á fundinum.

 

19.

Aðalvatnsæð Akraness, framkvæmdarleyfi

 

Mál nr. SU040069

 

551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Umsókn Gissurar Ágústssonar  dags. 28. júlí 2004 f.h. Orkuveitu Reykjavíkur um framkvæmdarleyfi vegna endurnýjunnar á aðalvatnsæð frá geislahúsi að vatnsveitumannvirkjum við Akrafjall.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita Orkuveitu Reykjavíkur famkvæmdarleyfi í landi Akraneskaupstaðar vegna endurnýjunar á aðalvatnsæð.

 

20.

Smiðjuvellir - Esjubraut 47, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU040052

 

090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi

Umsókn Runólfs Sigurðssonar tæknifræðings, dags. 27.júlí 2004 þar sem hann fer fram á að gera breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla vegna fyrirhugaðrar byggingar við verslun Húsasmiðjunnar á lóð Esjubrautar 47 sem tilheyrir deiliskipulagi við Smiðjuvelli.

Fyrirspurnin er gerð í samráði við Pípulagningaþjónustuna ehf.

Nefndin telur að gera þurfi grein fyrir því á uppdrætti að nýbygging verði lagerhúsnæði.

Einnig þarf að gera grein fyrir lausn á fjölda bílastæða. Afgreiðslu frestað.

 

21.

Flatahverfi klasi 1 og 2, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU040012

 

Deiliskipulagstillaga Magnúsar H. Ólafssonar v. Eyrarflatar 2 lögð fram skv. síðustu bókun.

Afgreiðslu frestað þar sem gögn bárust ekki.

 

22.

Aðalskipulagsbreyting, breyting v. Vallarbrautar

 

Mál nr. SU040071

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagðar breytingar á aðalskipulagi vegna endurskoðunar deiliskipulags af Vallarbraut. Nefndin leggur til að tillagan verði auglýst samhliða auglýsingu á breyttu  deiliskipulagi samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 (sjá einnig lið nr. 16 í þessari fundargerð).

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20.35.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00