Fara í efni  

Bæjarstjórn

1157. fundur 11. desember 2012 kl. 17:00 - 19:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
 • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
 • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
 • Hrönn Ríkharðsdóttir aðalmaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Einar Benediktsson aðalmaður
 • Jón Pálmi Pálsson bæjarstjóri
 • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Sveinn Kristinsson, stýrði fundi og bauð hann fundarmenn velkomna til fundarins.

Forseti óskaði eftir að taka með afbrigðum á dagskrá fundarins annars vegar tillögu um ráðningu í starf bæjarstjóra og hins vegar ákvörðun um einfalda ábyrgð Akraneskaupstaðar vegna lántöku Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 110.000.000 kr.
Samþykkt 9:0.

1.Starf bæjarstjóra.

1212083

Tillaga um ráðningu í starf bæjarstjóra á Akranesi.

Til máls tók Sveinn Kristinsson og lagði hann fram eftirfarandi tillögu:

,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ganga til samninga við Regínu Ásvaldsdóttur, kt. 300660-3989, um starf bæjarstjóra Akraneskaupstaðar. Bæjarstjórn felur forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs að annast samningagerð fyrir hönd kaupstaðarins og verði samningurinn síðan lagður fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu."

Sveinn Kristinsson (sign)

Samþykkt 9:0.

2.Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili - Ábyrgð á láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

1212068

Einföld ábyrgð Akraneskaupstaðar vegna lántöku Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 110.000.000 kr.

Til máls tóku: Bæjarstjóri, ÞÞÓ, SK.

Eftirfarandi samþykkt var gerð:

,,Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 110.000.000 kr. til , í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Höfða. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna byggingu nýrrar hjúkrunarálmu og breytingu á tvíbýlum í einbýli sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda félagsins að eignarhald að félaginu megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Akraneskaupstaður selji eignarhlut í Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili til annarra opinberra aðila, skuldbindur Akraneskaupstaður sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Jóni Pálma Pálssyni, bæjarstjóra, kt. 270754-3929, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Akraneskaupstaðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn."

3.Fjárhagsáætlun 2013

1205099

Bréf bæjarráðs dags. 9.12.2012 þar sem fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2013 er vísað til síðari umræða, ásamt breytingatillögu bæjarráðs dags. 5.12.2012.

A - hluti
Aðalsjóður
Eignasjóður
Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.
Gáma
Byggðasafnið Görðum

B - hluti
Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
Háhiti
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili 2013
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili 2014-2016

Til máls tóku: JPP, EB, JPP, HR, GPJ, DJ, GS, EB, SK, JPP

Fyrir liggur breytingartillaga við fjárhagsáætlun, þannig að rekstrarafkoma samstæðu fyrir 5.040 þús. kr. í rekstrarafgang og handbært fé í árslok 451,1 m. kr.

Breytingartillagan samþykkt 9:0.

Áætlunin í heild sinni borin upp. Samþykkt 9:0.

4.Fjárhagsáætlun til 3 ára - 2014-2016

1201106

Bréf bæjarráðs dags. 9.12.2012 þar sem fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar til 3 ára er vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn ásamt tillögu að breytingum dags. 5.12.2012.

Til máls tóku: JPP, EB, JPP, HR, GPJ, DJ, GS, EB, SK, JPP

Fyrir liggur breytingartillaga við fjárhagsáætlun þannig að rekstrarafkoma samstæðu verður 411,3 m. kr. í rekstrarafgang og handbært fé í árslok 915,4 m. kr.

Breytingartillagan samþykkt 9:0.

Áætlunin í heild sinni borin upp. Samþykkt 9:0.

Samþykkt 9:0.

5.Launakostnaður vegna tilsjónar 2013

1211102

Tillaga tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:
Bæjarstjórn samþykkir að fela fjölskylduráði að leggja tillögu fyrir bæjarráð, að samræmingu launakjara til starfsmanna kaupstaðarins sem starfa við tilsjón, heimaþjónustu fatlaðra, heimilisþjónustu og annarra sambærilegra starfa. Tillagan verði lögð fyrir bæjarráð eigi síðar en 1. febrúar 2013.

Samþykkt 9:0.

6.Tekjutenging afslátta af þjónustugjöldum 2013

1211103

Tillaga tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:
Bæjarstjórn samþykkir að tekin verði upp tekjutenging við afsláttarkjör ýmissa gjaldskráa (þjónustugjalda) sem kaupstaðurinn innheimtir. Í því skyni að undirbúa slíkt fyrirkomulag, gjaldskrár, afslætti og tekjutengingu, samþykkir bæjarstjórn að skipa sérstakan starfshóp sem hefur það hlutverk að undirbúa tillögu að breytingu á núverandi fyrirkomulagi. Skipaður verði fjögurra manna starfshópur á vegum bæjarráðs til að vinna að málinu. Bæjarráð geri starfshópnum erindisbréf og skipi jafnframt formann starfshópsins. Stefnt skal að skilum verkefnisins eigi síðar en 1. maí 2013.

Samþykkt 9:0.

7.Styrkur til FVA - tækjakaup 2013

1211104

Tillaga tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita fjárhæð kr. 2.452.000 til Fjölbrautaskóla Vesturlands til eflingar rafiðnaðardeildar skólans vegna endurnýjunar tækjabúnaðar.

Samþykkt 9:0.

8.Búnaðar- og áhaldakaup 2013 - ráðstöfun fjármuna

1211105

Tillaga tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir sjóði vegna endurnýjunar tækja og áhalda og húsbúnaðar hjá stofnunum bæjarins. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr. 21.300.000 sem stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu til í gegnum þá stofu sem stofnunin tilheyrir og til bæjarráðs sem annast úthlutun fjármuna.

Samþykkt 9:0.

9.Langtímaveikindi starfsmanna 2013 - ráðstöfun fjármuna

1211106

Tillaga tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir í fjárhagsáætlun kr. 16.163.000 vegna langtímaveikinda starfsmanna. Stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu í gegnum þá stofu sem stofnunin tilheyrir og til bæjarráðs sem annast úthlutun fjármuna.

Samþykkt 9:0.

10.Félagsleg úrræði 2013 - framlag

1211107

Tillaga tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir fjármunum vegna Endurhæfingarhússins "Hvers" að fjárhæð kr. 9.550.000, til Skagastaða 1.399.000 til atvinnumála fatlaðs fólks að fjárhæð kr. 3.188.000 og til Búkollu að fjárhæð kr. 1.126.000.-
Fjölskyldustofu- og ráði er falið að leggja fyrir bæjarráð og stjórn, greinargerð um starfsemina á árinu 2012 og áætlanir og horfur fyrir árið 2013, þar með möguleikum á að afla verkefnunum stuðnings frá sjóðum og samstarfsaðilum sem staðið hafa að verkefnunum ásamt Akraneskaupstað. Greinargerðin liggi fyrir svo fljótt sem verða má, en eigi síðar en 1. febrúar 2013.

Samþykkt 9:0.

11.Átak í atvinnumálum 2013 - framlag

1211108

Tillaga tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa kr. 15.192.000 til verkefna vegna atvinnuátaks fyrir atvinnulaust fólk. Bæjarstjórn felur starfsmanna- og gæðastjóra að leggja fyrir bæjarráð tillögur um nánari útfærslu í samráði við Framkvæmdastofu um ráðstöfun fjárins og verkefnaval, lögð verði áhersla á að verkefnavali sem snýr að hirðu og útliti bæjarins, verði beint á þann tíma sem vinnuskólinn og unglingavinna kaupstaðarins er ekki til staðar.

Samþykkt 9:0.

12.Hátíðahöld 2013 - framlag

1211109

Tillaga tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa kr. 12.842.000.- til hátíðarhalda og viðburða. Stjórn Akranesstofu er falið að leggja tillögur fyrir bæjarráð um ráðstöfun fjárins eigi síðar en 1. febrúar 2013.

Samþykkt 9:0.

13.Stjórnmálasamtök á Akranesi - 2013

1211110

Tillaga tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir með vísan til 5. gr. laga nr. 162/2006, að gera ráð fyrir framlagi í fjárhagsáætlun ársins 2013 til starfsemi stjórnmálaflokka á Akranesi að fjárhæð kr. 1.000.000.-

Samþykkt 9:0.

14.Viðhaldsframkvæmdir 2013 - framlag

1211111

Tillaga tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa sérstöku framlagi í fjárhagsáætlun 2013 að fjárhæð 70 m.kr til átaks við viðhald gatna, gangstétta og opinna svæða. Framkvæmdaráði er falið að leggja fyrir bæjarráð og stjórn tillögu að verkefnum og framkvæmd þeirra fyrir 1. febrúar 2013.

Samþykkt 9:0.

15.Viðhald fasteigna 2013 - framlag

1211112

Tillaga tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir fjárveitingu að fjárhæð 88,2 m.kr til almenns viðhalds og húsumsjónar í Eignasjóði og Fasteignafélagi Akraneskaupstaðar slf á árinu 2013. Horft verði sérstaklega til úrræða vegna aðgengis fatlaðra í samræmi við ábendingar í skýrslu byggingar- og skipulagsfulltrúa sem nýlega er komin út. Framkvæmdaráði falið að leggja tillögu fyrir bæjarráð og stjórn eigi síðar en 1. febrúar 2013 um nánari skiptingu verkefna.

Samþykkt 9:0.

16.Fab-Lab 2013

1211113

Tillaga tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela bæjarstjóra og formanni verkefnastjórnar að skoða og eftir atvikum taka upp viðræður við Fjölbrautaskóla Vesturlands og Nýsköpunarmiðstöð um að Fjölbrautaskólinn taki við rekstri smiðjunnar þannig að hún verði rekin undir merkjum skólans sem námsúrræði í nýsköpun og framkvöðlastarfsemi.

Samþykkt 9:0.

17.Skólamál 2013

1211114

Tillaga tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir 30 m.kr. eignfærðri fjárfestingu hjá Eignasjóði þannig að hægt sé að leysa húsnæðisþörf grunnskólans vegna fjölgunar nemenda. Skipaður verði fjögurra manna starfshópur á vegum Framkvæmda- og Fjölskylduráðs til að kanna þörf á aukningu skólahúsnæðis til lengri tíma, leiðir til úrbóta til lengri og skemmri tíma. Bæjarráð geri starfshópnum erindisbréf og skipi jafnframt formann starfshópsins. Stefnt skuli að skilum tillagna eigi síðar en 1. mars 2013.

Samþykkt 9:0.

18.Rekstur tjaldsvæðis og salerna 2013

1211115

Tillaga tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir að umsjón með rekstri tjaldsvæða og salerna á opnum svæðum hjá Akraneskaupstað verði hjá Framkvæmdastofu. Nauðsynlegar breytingar þar að lútandi verði gerðar við endurskoðun bæjarmálasamþykktar og erindisbréfa Framkvæmda- og Akranesstofu. Bæjarstjórn samþykkir einnig að rekstur þess verði boðinn út á árinu 2013, og felur Framkvæmdaráði að undirbúa og auglýsa útboð á þeim rekstrarþáttum eigi síðar en 1. febrúar 2013.

Samþykkt 9:0.

19.Samningar við félagasamtök 2013

1211116

Tillaga tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir rekstrarframlagi undir íþróttamálum í aðalsjóði að fjárhæð 11,0 m.kr vegna rekstrarsamninga við félagasamtök vegna verkefna á þeirra vegum og eignfærðri fjárfestingu að fjárhæð 8 m.kr vegna samninga við Golfklúbbinn Leyni vegna byggingar vélageymslu. Framkvæmdaráði falið að ganga til samninga við viðkomandi félagasamtök og leggja tillögu að samningum fyrir bæjarráð og stjórn til umfjöllunar og afgreiðslu.

Samþykkt 9:0.

20.Átak vegna atvinnuleysis 2013

1211117

Tillaga tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir fjárveitingu að fjárhæð 6 m.kr. til að mæta kostnaði vegna aðstoðar við að leysa atvinnumál einstaklinga sem hafa verið atvinnulausir um langt skeið. Gert verði ráð fyrir fjármunum til verkefnisins undir útgöldum til félagsmála í fjárhagsáætlun. Starfsmanna- og gæðastjóra falið að leggja fyrir bæjarráð eigi síðar en 15. janúar tillögur um útfærslu og fyrirkomulag samninga hvað þetta mál varðar í samvinnu við starfsmenn Fjölskyldustofu.

Samþykkt 9:0.

21.Endurskoðun á yfirtöku málefna fatlaðra 2013

1211118

Tillaga tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:
Á árinu 2014 mun fara fram endurskoðun ríkis og sveitarfélaga á fjármálalegum hluta yfirtöku sveitarfélaga á málefnum fatlaðra. Í ljósi þess samþykkir bæjarstjórn Akraness að skipa starfshóp sem annist úttekt á yfirtöku Akraness á málefnum fatlaðra og þjónustu við þá og rekstrarumfangs kaupstaðarins í málaflokknum. Skoðuð verði sérstaklega sú þjónusta sem nú er veitt með hliðsjón af þeim fjármunum sem málaflokknum fylgdi. Skipaður verði þriggja manna starfshópur á vegum bæjarráðs til að vinna að málinu. Bæjarráð geri starfshópnum erindisbréf og skipi jafnframt formann starfshópsins. Stefnt skal að skilum verkefnisins eigi síðar en 1. maí 2013.

Samþykkt 9:0.

22.IPA styrkir 2013

1211119

Tillaga tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir fjárveitingu að fjárhæð 1,0 m.kr. til að mæta kostnaði við styrkjaumsókn vegna nýsköpunar- og atvinnuuppbyggingar á Akranesi. Umsjón málsins verður í höndum atvinnumálanefndar og verkefnastjóra í atvinnumálum.

Samþykkt 9:0.

23.Aðstöðusköpun í tengslum við Fjöliðjuna 2013

1211120

Tillaga tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela Framkvæmdastofu að skoða möguleika á byggingu gróðurhúss á lóð Fjöliðjunnar. Niðurstaða könnunar liggi fyrir eigi síðar en 15. febrúar og verði kynnt Framkvæmdaráði til nánari ákvörðunar.

Samþykkt 9:0.

24.Nýting Suðurgötu 57 - 2013

1211121

Tillaga tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipaður verði sérstakur starfshópur á vegum Framkvæmdastofu sem taki til sérstakrar skoðunar nýtingu og uppbyggingu á húsnæðinu Suðurgötu 57 til framtíðar litið. Haft verði í huga sérstaða hússins með hliðsjón af skipulagi Akratorgs og gamla miðbæjarins og framtíðarmöguleikum svæðisins.
Skipaður verði fjögurra manna starfshópur á vegum Framkvæmdaráðs sem geri starfshópnum erindisbréf og skipi jafnframt formann starfshópsins. Stefnt skuli að skilum tillagna eigi síðar en 1. ágúst 2013.

Samþykkt 9:0.

25.Höfði - fjárhagsáætlun 2013

1210117

Fjárhagsáætlun Höfða fyrir árið 2013, lögð fram til síðari umræðu.

Samþykkt 9:0.

26.Höfði - fjárhagsáætlun til þriggja ára, 2014 - 2016.

1210123

Fjárhagsáætlun Höfða til þriggja ára 2014-2016, lögð fram til síðari umræðu.

Samþykkt 9:0.

27.Viðauki við fjárhagsáætlun 2012

1209058

Bréf bæjarráðs dags. 9.12.2012 þar sem viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2012 er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Samþykkt 9:0.

28.Gjaldskrár Akraneskaupstaðar 2013

1211034

Bréf bæjarráðs dags. 9.12.2012 þar sem afgreiðslu um breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

Samþykkt 9:0.

29.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.

1206088

Bréf bæjarráðs dags. 9.12.2012 þar sem afgreiðslu um breytingu á samþykktum um stjórn Akraneskaupstaðar er vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Til máls tóku: JPP, HR, EB, bæjarstjóri, ÞÞÓ, GPJ

Samþykkt 9:0 að vísa breytingu á samþykktunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

30.Breyting á skipuriti Akraneskaupstaðar.

1206088

Tillögu starfshóps um breytingu á skipuriti Akraneskaupstaðar er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn skv. fundargerð starfshóps frá frá 22. nóvember 2012 og lokuðum fundi bæjarstjórnar frá 27. nóvember 2012.

Til máls tóku: JPP, HR, EB, DJ, bæjarstjóri, ÞÞÓ, GPJ

Dagný Jónsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

,,Lagt er til að stöðugildi starfsmanna- og gæðastjóra verði lagt niður og verkefnin falin forstöðumönnum stofnana og bæjarskrifstofu. Það er sem sagt lagt til að meðferð starfsmannamála fari í fyrra horf.

Frá upphafi kjörtímabils lagði ég áherslu á að hingað yrði ráðinn starfsmannastjóri. Í eins stóru sveitarfélagi og við búum í er ekki vanþörf á þeirri sérþekkingu sem starfsmannastjórar búa yfir og er þeirra hlutverk afar mikilvægt. Ég hef sjálf mikla reynslu af því hvernig starf starfsmannastjóra nýtist í ríkisgeiranum. Hjá ríkinu hafa mannauðsmál fengið verulega aukið vægi, enda ekki vanþörf á. Viðhorf forstöðumanna til þeirra og nýting þekkingarinnar hefur breyst og aukist til muna. Ríkið er á hraðri og góðri leið og hafa sveitarfélögin einnig verið að taka sig á.
Ég tel þörf á starfsmannastjóra hjá Akraneskaupstað til að stuðla að faglegri og gegnsærri stjórnsýslu. Þess má geta að u.þ.b. 60% af tekjum sveitarfélaga fara í laun starfsmanna og um síðustu áramót voru hjá Akraneskaupstað 723 starfsmenn í 473 ársverkum. Málefni starfsmanna ættu því að fá mun meira vægi, ekki minna. Starfsmannastjóri gegnir því mikilvæga hlutverki að veita forstöðumönnum stofnana bæjarins ráðgjöf á sviði starfsmannamála, það sama gildir fyrir starfsmennina sjálfa. Starfsmannastjóri á að tryggja faglega ráðningu allra starfsmanna bæjarins og aðstoða við það ferli. Það á að spara og auðvelda bæjarfélaginu að einhver hafi það hlutverk að sjá til þess að réttur einstaklingur sé á réttum stað/í réttu starfi, hafi yfirsýn, taki fyrirbyggjandi á málum og stoppi í tæka tíð ? áður en mál verða stærri og erfiðari fyrir alla en þau þurfa að vera. Starfsmannavelta, ráðningar og utanaðkomandi ráðgjöf sérfræðinga og lögfræðinga er mjög dýr.
Til upplýsinga þá eru starfsmannastjórar m.a. að störfum í Skagafirði, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Mosfellsbæ, á Seltjarnarnesi og eflaust á fleiri stöðum. Eins og stendur til hjá okkur þá hafa þau stöðugildi verið lögð niður í Árborg og á Ísafirði, sem samkvæmt mínum heimildum gaf ekki góða raun. Starfsmannastjórar hafa þekkinguna og þjálfunina til að taka á þessum erfiðu málum og þeirri þekkingu er ekki vel fyrir komið með því að dreifa henni á óljósa staði í skipuritinu.
Það sem mér finnst einnig afar slæmt er að það liggur ekkert fyrir sem styður þá ákvörðun að leggja niður stöðugildið. Engin kostnaðargreining, engin verkefnaúttekt, eða nokkuð gert til að taka út árangur af stöðugildinu frá því að því var komið á laggirnar. Ég hef kallað eftir þeim gögnum og/eða rökum, en þau eru víst ekki til.
Ég óttast einnig að m.v. hrókeringar í ráðningarmálum og skipuritsbreytingum þessa árs, að hæfir einstaklingar muna veigra sér við að sækja um störf hjá bænum, sérstaklega á bæjarskrifstofunni."

Tillaga starfshópsins til bæjarstjórnar hvað skipurit varðar er eftirfarandi:

1. Akranesstofa verði lögð niður sem formleg stofa í skipuriti Akraneskaupstaðar. Skipuð verði menningarmálanefnd sem annist þann málaflokk sem áður var falin stjórn Akranesstofu.
Skipuð verði sérstök stjórn yfir Byggðasafn Akraness og nágrennis sem hafi yfirstjórn á rekstri þeirrar stofnunar.

2. Störf verkefnastjóra Akranesstofu og verkefnastjóra í atvinnumálum verði lögð niður. Skilgreint verði nýtt starfheiti þar sem þessi tvö störf verði sameinuð í eitt stöðugildi og starfið auglýst laust til umsóknar.

3. Starf starfsmanna- og gæðastjóra verði lagt niður og verkefnin falin forstöðumönnum stofnana og bæjarskrifstofu.

4. Fjármálalegt eftirlit í rekstri Akraneskaupstaðar verði eflt, m.a. með skýrri aðkomu stjórnenda fjármála að rekstri stofa.

5. Skipulags- og umhverfisstofa verði sameinuð starfsemi Framkvæmdastofu.

6. Fjölskyldustofa verði deildarskipt, þannig að þar verði tvær deildir, annars vegar deild fyrir fræðslu- og æskulýðsmál og hins vegar deild fyrir félagsmál, öldrunarmál og málefni fatlaðra.

7. Lögð verði niður stjórn Tónlistarskólans.

8. Starfsemi þjónustu- og upplýsingadeildar verði færð undir stjórnsýslu- og fjármál í skipuriti.

9. Að frá 1. janúar 2013 hafi hver flokkur (framboð) í bæjarstjórn Akraness heimild til að skipa áhreyrnarfulltrúa í þær fastanefndir kaupstaðarins sem viðkomandi á ekki fyrir kjörinn fulltrúa í, sbr 50. gr. sveitarstjórnarlaga. Fastanefndir Akraneskaupstaðar verði skilgreindar sem eftirfarandi nefndir/ráð: Bæjarráð, fjölskylduráð, framkvæmdaráð. Tryggt verði að minnihluti í bæjarstjórn Akraness eigi fulltrúa í stjórn Byggðasafns Akraness og nágrennis og stjórn Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis svo og öðrum samstarfsnefndum sem Akraneskaupstaður tilnefnir fleiri en einn fulltrúa í. (ákvæðum þessa efnis og útfærslu verði bætt í bæjarmálasamþykkt þegar hún verður fullfrágengin).

3. tl. tillögunnar borin upp til samþykktar.

Samþ. 8:0.

Með voru: SK, GPJ, EB, GS, EBen., IV, ÞÞÓ, HR

DJ tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu á grundvelli hæfis sveitarstjórnarlaga.

Tillagan í heild sinni borin upp.

Samþykkt 9:0.

31.Ýmis starfsmannamál - starfsmannastefna.

1110136

Bréf bæjarráðs dags. 29.11.2012 þar sem samþykkt bæjarráðs á tillögu Gunnars Sigurðssonar um að bæjarstjóri gefi bæjarstjórn mánaðarlega, munnlega skýrslu um verkefni, fundi og önnur störf er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

Samþykkt 9:0

32.Skaginn hf. - samkomulag v. gatnagerðargjalda o.fl.

1210196

Bréf bæjarráðs dags. 29. nóvember 2012, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að samningur við Skagann hf., Þorgeir og Ellert hf. og Grenjar ehf. verði staðfestur.

Til máls tók: EB

Einar Brandsson víkur af fundi kl. 18:55 við afgreiðslu þessa töluliðar á grundvelli hæfis sveitarstjórnarlaga.

Samningurinn samþykktur 8:0.

Fleiri ekki í sal.

Einar Brandsson kom til fundar að nýju að lokinni afgreiðslu kl. 18:58.

33.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2012

1211042

Tillaga vegna bæjarstjórnarfundar unga fólksins frá 20. nóvember 2012.

Til máls tók bæjarstjóri, ÞÞÓ.

Bæjarstjórn Akraness þakkar kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn unga fólksins fyrir fund þeirra sem fór fram þann 20. nóvember sl.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að vísa framkomnum tillögum bæjarstjórnar unga fólksins, sem eru allrar athygli verðar, til efnislegrar umfjöllunar og úrvinnslu stjórnar Akranesstofu, fjölskylduráðs og framkvæmdaráðs.

Samþykkt 9:0.

34.Bæjarstjórnarfundur

1211080

Næsti fundur bæjarstjórnar Akraness.

Til máls tók SK og lagði hann til að síðari fundur bæjarstjórnar í desember sem vera ætti 25. desember nk. verði felldur niður og næsti reglulegi fundur verði 8. janúar 2013.

Samþykkt 9:0.

35.Bæjarstjórn - 1155

1211009

Fundargerð bæjarstjórnar frá 13. nóvember 2012.

Til máls tóku GS, GPJ

Gunnar Sigurðsson spurðist fyrir um starfslokasamning fráfarandi bæjarstjóra og gildistíma hans.

Samþykkt 9:0 að breyting á starfslokasamningnum fari til formlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Fundargerðin staðfest 9:0.

36.Bæjarstjórn - 1156

1211017

Fundargerð bæjarstjórnar frá 27. nóvember 2012.

Fundargerðin staðfest 9:0.

37.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2012

1211042

Fundargerð bæjarstjórnar unga fólksins frá 20. nóvember 2012.

Fundargerðin staðfest 9:0.

38.Bæjarráð - 3172

1211010

Fundargerð bæjarráðs frá 15. nóvember 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

38.1.Skaginn hf. - gatnagerðargjöld

1210196

38.2.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2012.

1205132

38.3.Framkvæmdastofa - fjárhagsáætlun 2013

1209119

38.4.Fjárhagsaðstoð - fjölskylduráð

902228

38.5.Húsaleigubætur - fjölskylduráð

1210192

38.6.Tryggingar fyrir Akraneskaupstað og Höfða

1209051

38.7.Bíóhöllin - sjóður v/sýningarbúnaðar

1202076

38.8.Jólaskreytingar 2012 - framlag

1112150

38.9.Krókatún 1 - veðleyfi

1210199

38.10.Stjórnsýslukæra v/girðingar á Botnsheiði frá landi Brekku

1211053

38.11.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2012/2013

1209178

38.12.Securstore - flutningur á miðlægum búnaði (tölvuhýsing)

1207096

38.13.Sóknaráætlun landshlutasamtaka

1210067

38.14.Þróunar- og nýsköpunarfélag Hvalfjarðarsveitar, Akraness og Faxaflóahafna.

1205062

38.15.Starf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu og Skipulags- og umhverfisstofu.

1211001

38.16.Sorpurðun - nýr urðunarstaður

1211007

38.17.OR - aðveitustöð

1207057

38.18.Faxabraut 10 - endurnýjun lóðaleigusamnings

1209105

38.19.Vitinn lýsir leið - "Ísland allt árið" - Umsókn í Þróunarsjóð

1210161

38.20.Ferðaþjónusta á Akranesi

1209082

38.21.Myndlistarsýning

1208166

38.22.Nýsköpunarsjóðsstyrkur - mótframlag

1211090

38.23.Sundfélag Akraness - styrkur v/lokunar sundlaugar

1211071

38.24.Inga Elín Cryer- styrkbeiðni

1211094

38.25.Frumvarp til laga nr. 120 - um miðstöð innanlandsflugs

1211084

38.26.Frumvarp til laga nr. 152 - um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum (tvöfalt lögheimili

1211015

38.27.Frumvarp til laga nr. 80 - um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun

1211016

38.28.Frumvarp til laga nr. 3 - um verndar- og orkunýtingaráætlun

1211017

38.29.Ársfundur Umhverfisstofnunar

1210189

38.30.Fundargerðir atvinnumálanefndar

1107115

38.31.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.

1206088

38.32.Samband sjávarútvegssveitarfélaga - samþykktir fundargerðir

1209066

38.33.Menningarráð Vesturlands - fundargerðir 2012

1202065

38.34.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2012

1202024

39.Bæjarráð - 3173

1211018

Fundargerð bæjarráðs frá 28. nóvember 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

39.1.Skaginn hf. - gatnagerðargjöld

1210196

39.2.Almennar ábyrgðir Akraneskaupstaðar

1211195

39.3.Ýmis starfsmannamál - starfsmannastefna.

1110136

39.4.Höfði - framkvæmdir við endurbyggingu hjúkrunardeildar

1210028

39.5.Trúnaðarlæknir - verksamningur 2012

1211170

39.6.Veikindi starfsmanna - umsóknir um viðbótarframlag

1003078

39.7.Fjárhagsáætlun 2012- Fjölskyldustofa

1110153

39.8.Fjárhagsáætlun 2013 - Fjölskyldustofa

1208119

39.9.Deiliskipulag í Stjórnartíðindum - áríðandi tilkynning

1211125

39.10.Samstarfsverkefni Markaðsstofu og sveitarfélaga á Vesturlandi.

1211093

39.11.Vinna og virkni - átak til atvinnu 2013

1211128

39.12.Almenningssamgöngur - athugasemd vegna breytinga á reglugerð.

1211075

39.13.Snorrastofa Reykholti - samkomulag um rekstur

1211153

39.14.Innanríkisráðuneytið - samþykkt um stjórn sveitarfélaga og ritun fundargerða

1211192

39.15.Frumvarp til laga nr. 303 - um sjúkratryggingar

1211159

39.16.Krókatún 1 - veðleyfi

1210199

39.17.OR - fundarboðun eigendafundar 30. nóv

1211202

39.18.Menningarráð Vesturlands - fundargerðir 2012

1202065

39.19.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.

1206088

39.20.Securstore - ítrekun á greiðslu reiknings.

1211162

39.21.IPA umsókn um fjármagn - Rauði krossinn

1205072

40.Bæjarráð - 3174

1212001

Fundargerð bæjarráðs frá 7. desember 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

40.1.OR - lán frá eigendum

1212014

40.2.Fjárhagsáætlun 2013

1205099

40.3.Fjárhagsáætlun til 3 ára - 2014-2016

1201106

40.4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2012

1209058

40.5.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2012.

1205132

40.6.Gjaldskrár Akraneskaupstaðar 2013

1211034

40.7.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.

1206088

40.8.Jólakort Akraneskaupstaðar 2012

1112027

40.9.Langtímaveikindi starfsmanna 2012 - ráðstöfun fjármuna

1112142

40.10.Gamli vitinn - endurbætur

1110145

40.11.Héraðsskjalasafn - aukning á stöðugildi

1211238

40.12.Úttekt á brunavörnum á iðnaðasvæði Grundartanga

1209120

40.13.Skagaverk ehf - skaðabótakrafa

1201083

40.14.Betra líf, mannúð og réttlæti - stuðningur við átak

1212018

40.15.Frumvarp til laga, mál nr. 49 - um húsaleigubætur (réttur námsmanna)

1211240

40.16.SSV - fundargerðir 2012.

1203022

40.17.Sorpurðun Vesturlands - fundargerðir 2012

1206079

41.Skipulags- og umhverfisnefnd - 78

1211012

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 26. nóvember 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

41.1.Grenjar - hafnarsvæði, deiliskipulag.

1202219

42.Skipulags- og umhverfisnefnd - 79

1211028

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 3. desember 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

42.1.Langisandur sem "bláfánaströnd".

1202217

42.2.Brúarflöt 4, breyting á húsnúmeri.

1202228

42.3.Aðalskipulag Akraness 2011, endurskoðun.

1012111

42.4.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1102045

42.5.Dalbraut 1 - sjálfsafgreiðslustöð

1211257

Til máls tóku: EB, ÞÞÓ

43.Fjölskylduráð - 100

1211003

Fundargerð fjölskylduráðs frá 5. nóvember 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

43.1.Málefni aldraðra - skipan starfshóps

1203023

Til máls tók ÞÞÓ

44.Fjölskylduráð - 101

1210029

Fundargerð fjölskylduráðs frá 6. nóvember 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

44.1.Fjárhagsaðstoð - fjölskylduráð

902228

44.2.Húsaleigubætur - fjölskylduráð

1210192

44.3.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun 2012

1210190

44.4.Húsnæðismál - áfrýjun 2012

1211031

44.5.Húsnæðismál - áfrýjun nóv. 2012

1211026

44.6.Húsnæðismál - áfrýjun 2012

1211035

44.7.Fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1211029

44.8.Fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1211030

44.9.Fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1211041

44.10.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2012

1211042

44.11.Ungmennaráð Akraness

1210201

45.Fjölskylduráð - 102

1211013

Fundargerð fjölskylduráðs frá 20. nóvember 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

45.1.Gjaldskrá heimaþjónustu - tillaga

1211157

45.2.Styrkir til náms og verkfæra og tækjakaupa, leiðbeinandi reglur

1202044

45.3.Grunnþjónusta sveitarfélaga - tillaga þjónusturáðs

1211155

45.4.Þjónusturáð Vesturlands - NPA reglur

1211154

45.5.Fjárhagsáætlun 2013 - Fjölskyldustofa

1208119

46.Fjölskylduráð - 103

1211026

Fundargerð fjölskylduráðs frá 4. desember 2012.

46.1.Starfsréttindi og ráðningar í leikskólum

1104071

46.2.Starfsemi leikskóla sumarið 2012

1212001

46.3.fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1212012

46.4.Bakvaktir

1111098

46.5.Styrkir árið 2013 - vegna menningar-,íþrótta-, atvinnumála og annara mála.

1210013

47.Framkvæmdaráð - 89

1211015

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 22. nóvember 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

47.1.Starf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu og Skipulags- og umhverfisstofu.

1211001

47.2.Framkvæmdastofa - fjárhagsáætlun 2013

1209119

47.3.Tónlistarskóli - viðgerðir vegna galla

1208156

47.4.Dalbraut 1 - ársreikningur 2011

1210157

48.OR - fundargerðir 2012

1202192

Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 19. október 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

49.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2012

1201149

Fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 9. nóvember 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

50.Höfði - fundargerðir 2012

1201438

Fundargerð stjórnar Höfða frá 20. nóvember 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Forseti bæjarstjórnar þakkaði samstarfið á árinu sem er að líða og óskaði bæjarfulltrúum og bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Fundi slitið - kl. 19:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00