Fara í efni  

Bæjarráð

3125. fundur 15. september 2011 kl. 16:00 - 19:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Æðaroddi 40 - umsókn um lóð

1108110

Bréf skipulags- og umhverfisstofu dags. 6.9.2011, þar sem óskað er staðfestingar á úthlutun lóðarinnar til Ágústs Harðarsonar, Svenja Auhage og Hrafns Einarssonar.

Bæjarráð staðfestur lóðarúthlutunina.

2.Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2011

1107002

Fundargerð stjórnar frá 29.9.2011.

Lögð fram.

3.Afmæli og aðrir merkisviðburðir hjá stofnunum bæjarins

1109102

Minnisblað starfsmanna- og gæðastjóra dags. 14. september 2011 um tillögu að fyrirkomulagi sem viðhaft verði við afmæli og merkisviðburði hjá stofnunum bæjarins.

Afgreiðslu frestað.

4.Bókasafn - Ýmis mál

1109082

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 13. september 2011, þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu að upphæð kr. 300.000,- vegna móttöku á Björnssafni.

Bæjarráð samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að aukafjárveiting verði veitt. Fjárveitingu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

5.Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til aðila skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga

1108026

Tillaga fjármálastjóra dags. 13.september 2011 um afgreiðslu umsókna og afgreiðslu styrkja.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

6.Afskriftir 2011

1109092

Beiðni sýslumannsins á Akranesi dags. 9. september 2011 um að afskrifa fyrndar kröfur, ásamt minnisblaði fjármálastjóra dags. 14.9.2011.

Bæjarráð samþykkir afskrift skv fyrirliggjandi tillögu að fjárhæð kr. 689.108.-

7.Kirkjubraut 39, umsókn um leyfi til að setja upp sjálfsafgreiðslustöð

1103088

Bréf framkvæmdastjóra skipulgs- og umhverfisstofu dags. 13. september þar sem lagt er til við bæjarstjórn að ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar frá 7. mars 2011 verði afturkölluð.

Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að umrædd ákvörðun um byggingarleyfi á lóðinni nr. 39 verði afturkölluð.

8.Búnaðarkaup stofnana árið 2011

1101176

Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 13.9.2011 þar sem óskað er heimilda til kaupa á tölvubúnaði vegna nokkurra stofnana, samtals að fjárhæð 1,1 millj. kr.

Bæjarráð samþykkir erindið, fjárveiting komi úr tækjakaupasjóði.

9.Krókalón - lóðamál vegna deiliskipulags

903112

Úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta vegna lóða við Vesturgötu frá 23.8.2011, ásamt minnisblaði Ívars Pálssonar hdl. hjá Landslögum dags. 14.9.2011 um niðurstöðu matsnefndarinnar. Viðræður við Þorvald Vestmann framkvæmdastjóra.

Guðmundur Páll vék af fundi við umfjöllun málsins með vísan til vanhæfisreglna sveitarstjórnarlaga. Afgreiðslu frestað.

10.Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

1109017

Fundarboð aðalfundar SSV sem haldinn verður dagana 30. september og 1. október 2011.

Lagt fram.

11.Brunavarnaáætlun Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar

810116

Bréf slökkviliðsstjóra Akraness og Hvalfjarðarsveitar dags. 10.8.2011, þar sem óskað er staðfestingu bæjaryfirvalda á brunavarnaráætlun fyrir starfssvæði Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Bæjarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

12.Fasteignaskattstekjur 2011 - uppgjör á framlagi vegna lækkunar

1109027

Bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 1.9.2011, þar sem greint er frá uppgjöri á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna Akraneskaupstaðar vegna ársins 2011. Framlag til Akraneskaupstaðar á árinu 2011 verður 70,3 millj. kr.

Lagt fram.

13.Búseta og þjónusta við fatlaða - Fasteignir ríkisins

1105072

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 6.9.2011, þar sem lagt er til við bæjarráð að gengið verði til samninga við Fasteignir ríkisins um kaup á húsnæði vegna yfirtöku málefna fatlaðra hjá Akraneskaupstað. Um er að ræða kaup á húsnæði Fjöliðjunnar og sambýlanna við Laugarbraut og Vesturgötu.

Bæjarráð felur bæjarstóra að leiða nauðsynlegar viðræður af hálfu Akraneskaupstaðar.

14.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011

1106063

Fyrir fundinum lágu upplýsingar um fjárhagsstöðu Framkvæmdastofu, Skipulags- og umhverfisstofu, Faxaflóahafna, SSV, Dvalarheimilisins Höfða, Menningarráðs Vesturlands og Orkuveitu Reykjavíkur ásamt endurskoðaðri fjárhagsáætlun Faxaflóahafna.

Bæjarráð mun taka málið til nánari skoðunar við endurskoðun fjárhagsáætlunar.

15.Verkefnatillögur - Sóknaráætlun landshluta

1109067

Bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 5.9.2011, þar sem óskað er eftir áliti sveitarfélaga á framsettum verkefnatilögum fyrir Vesturland, en SSV hefur undanfarið unnið að sóknaráætlun landshlutans samkvæmt beiðni stjórnvalda. Unnið hefur verið að verkefninu í framhaldi þjóðfundar sem haldinn var fyrir landshlutann í febrúar 2010 og reiknað með að tillögur fari síðan inn í fagráðshóp ráðuneyta til nánari umfjöllunar og úrvinnslu.

Á fundinn mættu til viðræðna þeir Torfi Jóhannesson og Ólafur Sveinsson frá SSV. Bæjarráð tekur ekki afstöðu til tillagnanna að svo komnu máli, en telur eðlilegt að um þær verði fjallað á aðalfundi SSV.

16.Almenningssamgöngur milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins

1109059

Bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 5.9.2011, þar sem óskað er heimildar til að ganga til samninga við Vegagerðina á grundvelli samningsdraga sem fyrirliggjandi eru vegna yfirtöku á almenningssamgöngum á Vesturlandi.

Á fundinn mættu til viðræðna þeir Torfi Jóhannesson og Ólafur Sveinsson frá SSV. Bæjarráð þakkar gagnlegar upplýsingar en telur skynsamlegra að vinna málið frekar áður en gengið er til samninga við Vegagerðina um yfirtöku sérleyfa á Vesturlandi.

17.Fjölbrautaskóli Vesturlands - móttaka gesta

1109051

Bréf Fjölbrautaskóla Vesturlands dags. 7.9.2011, þar sem þess er óskað að Akraneskaupstaður aðstoði við móttöku á erlendum kennurum sem taka þátt í verkefnum með skólanum.

Bæjarstjóra falið að afgreiða málið. Þröstur vék af fundi við afgreiðslu málsins með vísan til vanhæfisreglna sveitarstjórnarlaga.

18.Fjölbrautaskóli Vesturlands - kaup á tækjum

1109050

Bréf Fjölbrautaskóla Vesturlands dags. 7.9.2011, þar sem farið er fram á 750 þús. króna styrk vegna tækjakaupa.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að svo komnu máli, en vísar til þess að Akraneskaupstaður hefur lagt skólanum til fjármuni á árinu 2011 til tækjakaupa sem nemur um 2,3 millj. kr. Þröstur vék af fundi við afgreiðslu málsins með vísan til vanhæfisreglna sveitarstjórnarlaga.

19.Brekkubæjarskóli - aðkoma að skólastjórn og starfsmannamálum

1107106

Bréf Hrannar Eggertsdóttur og Bjarna Þórs Bjarnasonar, dags. í júní 2011 varðandi aðkomu forseta bæjarstjórnar Akraness að skólastjórn á Akranesi og ítrekunarbréf þeirra dags. 7.9.2011

Að gefnu tilefni skal tekið fram, varðandi starfsmannamál Brekkubæjarskóla - trúnaðarmál -merkt 1010199, um aðkomu Sveins Kristinssonar, forseta bæjarstjórnar, að málinu er lokið með sátt. Aðkoma hans að málinu var skv. samþykkt bæjarstjórnar Akraness frá 25. janúar 2011, 14. tl. merkt trúnaðarmál, en um málið var fjallað á lokuðum fundi að lokinni boðaðri dagskrá fundarins. Bæjarstjóri hafði lýst sig vanhæfan vegna persónulegra tengsla við aðila máls og einnig var framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu lýstur vanhæfur í málinu sem undirmaður bæjarstjóra.
Varðandi erindi það sem hér er til umræðu samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að gera tillögu að að svari og leggja fyrir bæjarráð.

20.FVA - Tækjakaup fyrir málmiðnadeild 2011

1011073

Bréf skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands dags. 26.8.2011, þar sem þess er óskað að Akraneskaupstaður aðstoði skólann við fjáröflun til tækjakaupa fyrir málmiðnaðardeild skólans.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra fylgja málinu eftir.

21.Starfshópur um skólamál

1108133

Bréf Fjölskylduráðs dags. 31. ágúst 2011, þar sem óskað er viðbótarfjárveitingar vegna starfshópsins fyrir ársið 2011, samtals kr. 270 þús. Jafnframt tilkynnir Fjölskylduráð að fyrirliggjandi erindisbréf er samþykkt af hálfu ráðsins.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og vísar beiðni um aukafjárveitingu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

22.Starfshópur um félagsþjónustu

1108132

Bréf Fjölskylduráðs dags. 31. ágúst 2011, þar sem óskað er viðbótarfjárveitingar vegna starfshópsins fyrir ársið 2011, samtals kr. 270 þús. Jafnframt tilkynnir Fjölskylduráð að fyrirliggjandi erindisbréf er samþykkt af hálfu ráðsins.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og vísar beiðni um aukafjárveitingu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

23.Starfshópur um íþrótta- og æskulýðsmál

1108134

Bréf Fjölskylduráðs dags. 31. ágúst 2011, þar sem óskað er viðbótarfjárveitingar vegna starfshópsins fyrir ársið 2011, samtals kr. 270 þús. Jafnframt tilkynnir Fjölskylduráð að fyrirliggjandi erindisbréf er samþykkt af hálfu ráðsins.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og vísar beiðni um aukafjárveitingu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

24.Samningur um heimakstur máltíða fyrir elli- og örorkuþega jan. 2010

1001075

Bréf Fjölskylduráðs dgs. 12.9.2011, þar sem lagt er til að gjaldskrá vegna heimsendingar matar til elli- og örorkulífeyrisþega hækki um kr. 25 pr dag. Hækkunin taki gildi frá og með 1. október 2011.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar breytingunni á gjaldskránni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

25.Fjárhagsstaða stofnana 2011

1103148

Fyrir fundinum lágu upplýsingar um 7 mánaða bráðabirgðauppgjör A- og B hluta Akraneskaupstaðar.
Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða í A- hluta sýna halla sem nemur 63,3 millj. kr. á móti áætluðum halla í fjárhagsáætlun sem nemur 3,8 millj. kr. Halli A- hluta með fjármagnsliðum nemur 216,5 millj. króna á móti áætluðum halla sem nemur 45,3 millj. kr. Samstæðan í heild sinni sýnir halla án fjármagnsliða sem nemur 131,0 millj. kr á móti áætlun 9,9 millj. króna halla, en 285,7 millj. kr. halla með fjármagnsliðum á móti 60,6 millj. krónum í fjárhagsáætlun.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00