Fara í efni  

Bæjarráð

3610. fundur 20. nóvember 2025 kl. 08:15 - 12:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Verndartollar ESB á kísil

2511132

Forstjóri Elkem kemur á fundinn og fer yfir stöðuna.
Bæjarráð þakkar Álfheiði Ágústsdóttur forstjóra Elkem fyrir komuna og greinargóða yfirferð á stöðunni.

Bæjarráð Akraneskaupstaðar lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu Evrópusambandsins um að leggja verndartolla á framleiðslu Elkem á Grundartanga.

Bæjarráð skorar á stjórnvöld að vinna áfram af krafti til að fá þessari ákvörðun hnekkt. Óvissa um rekstrarumhverfi starfsemi Elkem á Grundartanga hefur neikvæð áhrif og skapar óvissu. Því skiptir núna mestu máli að fram fari hreinskiptið og lausnamiðað samtal um hagsmuni Elkem á Grundartanga, og annarra fyrirtækja þar, til skemmri og lengri tíma.

Bæjarráð Akraneskaupstaðar skorar á stjórnvöld að leita allra leiða og engum leiðum verði hafnað til að tryggja stöðugleika og framþróun á einu mikilvægasta iðnaðarsvæði á Íslandi, á Grundartanga. Þar vegur þyngst þáttur samkeppnishæfni rafmagns á afhentum grunni til verksmiðju. Sá þáttur er ávarpaður í vinnu stjórnvalda að atvinnustefnu, sem nýlega voru birt og er tekið undir þau sjónarmið. Hraða verður vinnu vegna endurskoðunar á forsendum verðlagningar á raforku - með að markmiði að treysta samkeppnisstöðu iðnaðarins og tryggja með þeim hætti forsendur fyrir áframhaldandi rekstri Elkem á Grundartanga.

Samþykkt 3:0

Álfheiður Ágústsdóttir víkur af fundi.

2.Árshlutauppgjör 2025

2505216

Níu mánaða uppgjör Akraneskaupstaðar árið 2025.

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 2 til og með 6.
Lagt fram.
Bæjarráð óskar eftir skýringum á tilteknum atriðum sem fram koma í uppgjörinu og felur fjármálastjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

3.Breytingar á gjaldskrá skipulags- og umhverfissviðs

2510009

Breytingar lagðar til vegna þjónustugjaldskrá skipulags- og umhverfissviðs. Ráðið vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð óskar eftir nánari skýringum á tilteknum atriðum og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs frekari úrvinnslu málsins.

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar bæjarráðs sem verður þann 27. nóvember nk.

Samþykkt 3:0

4.Gjaldskrá fyrir úrgangsmál - fyrir 2026

2510012

Gjaldskrá fyrir úrgangsmál árið 2026 hefur verið lögð fram. Tillagan gerir ráð fyrir kostnaði vegna rafræns klippikorts fyrir losun gjaldskylds heimilisúrgangs í Gámu. Þá er gert ráð fyrir að íbúar geti losað ákveðið magn úr heimilum án endurgjalds í Gámu. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða gjaldskrá og tillögu um upptöku afsláttarkorta í Gámu fyrir íbúa og vísar henni til bæjarráðs.
Bæjarráð óskar eftir nánari skýringum á tilteknum atriðum og felur sviðsstjórum skipulags- og umhverfissviðs og stjórnsýslu- og fjármálasviðs og fjármálastjóra frekari úrvinnslu málsins.

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar bæjarráðs sem verður þann 27. nóvember nk.

Samþykkt 3:0

5.Höfði - Fjárhagsáætlun 2026-2029.

2511024

Fjárhagsáætlun Höfða 2026-2029, seinni umræða.
Lagt fram.

Engin breyting varð á áætluninni við síðari umræðu í stjórn Höfða sem fram fór þann 17. nóvember sl.

6.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029.

2505217

Fastur fundarliður bæjarráðs fram að samþykkt fjárhagsáætlunar.

Málið er til áframhaldandi vinnslu hjá bæjarráði á næsta fundi ráðsins sem verður þann 27. nóvember nk.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

7.Brynja Leigufélag - samstarf um stofnframlög 2024

2403113

Uppgjör vegna stofnframlags og ósk um áframhaldandi samstarf félagsins við Akraneskaupstað.
Bæjarráð leggur áherslu á að efla enn frekar hið góða samstarfs sem er á milli Akraneskaupstaðar og félagsins.

Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og fjármálastjóra frekari útfærslu málsins til samræmis við samþykktar fjárheimildir ársins.

Samþykkt 3:0

8.Fyrirspurn um kaup á Suðurgötu 57 og lóð Suðurgötu 47.

2510186

Fyrirspurn varðandi möguleg kaup á Suðurgötu 57.

Fullltrúar Hraun 900 Fasteignafélags ehf., Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð þakkar gestunum fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

Gestir víkja af fundi.

9.Beiðni um styrk - BIPAP öndunarvél fyrir HVE

2510183

Beiðni frá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands um styrk vegna kaupa á BIPAP öndunarvél.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

10.Uppbygging mannvirkja á Jaðarsbökkum - skipan starfshóps.

2510054

Erindisbréf starfshóps fyrir skipulag á jaðarsbökkum lagt fram. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og vísar því til bæjarráðs.

Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasvið situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárlið nr. 11.
Bæjarráð felur sviðsstjórum stjórnsýslu- og fjármálasviðs og skóla- og frístundasviðs frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

11.Bíóhöllin - Útboð og samningur 2026 - 2029 (rekstur og umsjón)

2511062

Menningar- og safnanefnd yfirfór útboðsgögn frá 2019 og samning fyrir árið 2025.

Ef fyrirhugað er að fara í útboð setur nefndin fram þá kröfu að tryggðar verði áfram sömu áherslur varðandi menningarstarf í Bíóhöllinni.

Nefndin óskar eftir því að fá drög að útboðsgögnum til yfirlestrar áður en útboð hefst.
Bæjarráð felur sviðsstjórum stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins en gert er ráð fyrir að það komi að nýju fyrir bæjarráð þann 27. nóvember nk.

Samþykkt 3:0

Dagný Hauksdóttir víkur af fundi.

12.175. mál til umsagnar - Innleiðing landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda - Frestur til og með 28. nóvember nk.

2511104

175. mál - Innleiðing landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda - Frestur til og með 28. nóvember nk.
Lagt fram.

13.229. mál til umsagnar - Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög - Frestur til og með 25. nóvember nk.

2511098

229. mál til umsagnar - Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög - Frestur til og með 25. nóvember nk.
Lagt fram.

14.237. mál til umsagnar - Breyting á þingsályktun nr. 24 152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða - Frestur til og með 25.nóvember nk.

2511097

237. mál til umsagnar - Breyting á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Frestur til og með 25. nóvember nk.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00