Fara í efni  

Bæjarráð

3609. fundur 13. nóvember 2025 kl. 08:15 - 11:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029.

2505217

Fyrri umræða í bæjarstjórn fór fram þriðjudaginn 11. nóvember sl.

Fastur fundarliður bæjarráðs fram að samþykkt fjárhagsáætlunar.

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.

Málið verður til áframhaldandi vinnslu á næsta fundi bæjarráðs þann 20. nóvember nk. sem og á næstu fundum annarra fagráða Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

2.Sorpurðun Vesturlands - Gjaldskrá 2026 - Rekstraráætlun 2025,2026,2027

2511069

Gjaldskrá urðunarstaðarins í Fíflholti fyrir árið 2025 sem var samþykkt þann 10.11.2025.

Einnig er meðfylgjandi rekstraráætlun fyrir árin 2025, 2026 og 2027.
Lagt fram.

3.Styrkbeiðni - Björgunarsýning í Þýskalandi júní 2026

2511011

Styrkbeiðni - Í júní á næsta ári eru 16 starfsmenn úr Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar að fara á björgunarsýningu í Hannover í Þýskalandi. Óskað er eftir styrkveitingu að upphæð kr. 750.000 til að koma til móts við ferðakostnað.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins og gert ráð fyrir að það komi að nýju fyrir næsta fund sem fyrirhugaður er þann 20. nóvember nk.

Samþykkt 3:0

4.Akranesapp

2505236

Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 6. nóvember 2025 og fól upplýsingafulltrúa að afla frekari upplýsinga um tiltekna kostnaðarliði varðandi tengingu við innri kerfi Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir viðbótarútgjöld vegna forritunar á Akranesappi og tenginga við gagnagrunn kaupstaðarins sem m.a. er ætlað að hýsa rafræn klippikort á móttökustöðinni Gámu. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður vegna verkefnisins verði kr. 1.744.000 og að lausnin verði tilbúinn í lok árs eða upphafi þess næsta.

Bæjarráð samþykkir útgjöldin sem færast á deild 53010-4340 en áætlun er til staðar innan deildar 53010.

Samþykkt 3:0

5.Samræmd móttaka flóttafólks- Samningur 2026

2511029

þann 5. nóvember sl. barst erindi frá félags- og húsnæðismálaráðuneytis þar sem lögð eru fram drög að viðauka við þjónustusamning um samræmda móttöku flóttafólks, með gildistíma til og með 31. desember 2026.

Óskar ráðuneytið eftir upplýsingum um fjölda notenda í þjónustu sem og athugasemdum eða ábendingum við viðauka fyrir 19. nóvember nk. Erindið verður tekið fyrir í velferðar- og mannréttindaráði 18. nóvember.



Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindaráðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við þjónustusamning um samræmda móttöku flóttafólks vegna ársins 2026, að gert verði ráð fyrir óbreyttri tölu þjónustuþega (allt að 100 notendur) sbr. gildandi samning vegna yfirstandi árs og felur sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs að skrifa undir f.h. Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð leggur áherslu á að ráðuneytið viðhafi raunverulegt samráð við hlutaðeigandi sveitarfélög vegna áforma um breytt fyrirkomulag á móttöku flóttafólks þar sem m.a. verði fellt á brott ákvæði um samstarfs- og samhæfingarnefnd. Þá minnir bæjarráð á mikilvægi þess að tryggt verði áfram fjármagn til hlutaðeigandi sveitarfélaga til að standa undir launakostnaði vegna þessa mikilvæga verkefnis.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

Hildigunnur Árnadóttir víkur af fundi.

6.Afnám grásleppuveiða úr aflamarki og MSC vottun

2511092

Þingmannafrumvarp um breytingu á tilhögun grásleppuveiða, afnám úr aflamarki og MSC vottun (sjálfbærnivottun).
Bæjarráð Akraneskaupstaðar lýsir yfir áhyggjum af framtíð veiða á grásleppu, verði afmarksstýring felld niður, líkt og áform eru um í frumvarpi Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur o.fl. á þingskjali 159, 153 mál á yfirstandandi löggjafarþingi (Sjá: https://www.althingi.is/altext/157/s/0159.html).

Bæjarráð tekur undir áhyggjur af framtíð MSC vottunar, sem raktar eru í umsögn sem send var atvinnuveganefnd frá Vigni Jónssyni ehf. (sjá: https://www.althingi.is/altext/erindi/157/157-532.pdf).

Starfsemi Vignis Jónssonar ehf. er afar þýðingarmikið fyrir atvinnulíf á Akranesi. Mörg þung og erfið áföll hafa verið, undanfarnar vikur og mánuði, í atvinnulífi sveitafélagsins. Því telur bæjarráð mikilvægt að áhrif frumvarpsins verði ekki til veikja enn frekar stoðir fyrir að MSC vottun fáist á nýjan leik og þar með vegið að grundvelli þeirrar framleiðslu sem fram fer hjá Vigni Jónssyni ehf.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 11:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00