Fara í efni  

Bæjarráð

3306. fundur 30. mars 2017 kl. 08:15 - 10:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Adolfsson formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Inga Guðnadóttir varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2017 - menningar- og safnanefnd

1701009

39. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 21. mars 2017.
Lögð fram.

2.Barnavernd Akraneskaupstaðar lykiltölur 2016

1611174

Erindi velferðar- og mannréttindaráðs um greiningu á stöðu barnaverndar Akraneskaupstaðar. Ráðið leggur til við bæjarráð að heimild verði veitt fyrir nýju 100% stöðugildi á velferðar-og mannréttindasviði.

Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindarsviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu velferðar- og mannréttindaráðs og veitir heimild fyrir nýju stöðugildi á velverðar- og mannréttindasviði með áherslu á barnavernd.

Bæjarráð þakkar fyrir ítarlega og góða greinargerð sem unnin var í málinu.

Útgjöldunum, að fjárhæð að hámarki um 10 mkr., verður mætt með samsvarandi lækkun rekstrarafgangs í Aðalsjóði sem áætlaður er um 179,4 mkr. (um 164,8 mkr. í samstæðu). Endanlegt samþykkt útgjaldanna verði útfærð í viðauka sbr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

3.Bakvaktir barnaverndar

1612109

Erindi velferðar- og mannréttindaráðs um bakvaktir starfsmanna Akraneskaupstaðar vegna barnaverndarmála.

Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindarsviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir og veitir heimild fyrir að gerður verði nýr samningur um fyrirkomulag bakvakta vegna barnaverndarmála.

Útgjöldunum, að fjárhæð að hámarki um 1,1 mkr. verði mætt af liðnum 20830-4995.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017

1702057

204. mál um frumvarp til laga um Umhverfisstofnun.
Lagt fram.

5.Orkuveita Reykjavíkur - Innleiðing rafvæðingar í samgöngum

1703140

Bókun 242. fundar stjórnar OR, vegna innleiðingar rafvæðingar í samgöngum.
Lögð fram.

6.Brú Lífeyrissjóður - breyting á A deild

1703139

Tilkynning frá Brú lífeyrissjóð um breytingar á A deild sjóðsins vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997.
Lagt fram.

7.Suðurgata 57 - leiga á húsnæði vegna listsköpunar og verslunar

1703101

Húsnæðismál listamanna á Akranesi. Hjálögð er bókun menningar- og safnanefndar frá 23. mars sl. um erindi Eddu Agnarsdóttur og fleiri listamanna dags. 12. mars.
Húsnæðið sem óskað er eftir er ekki laust til útleigu og eins og er hefur Akraneskaupstaður ekki til umráða húsnæði sem hentar fyrir vinnustofur.

8.Nýr golfskáli - félags- og frístundaaðstaða við Garðavöll

1609101

Erindi frá golfklúbbnum Leyni til bæjarráðs þar sem óskað er eftir samstarfi um framkvæmdasamning.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa gerð framkvæmdasamnings milli Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis um byggingu nýs golfskála.

9.FEBAN - húsnæðismál eldri borgara

1703127

Erindi frá FEBAN dags. 16. mars sem varðar samþykktir stjórnar félagsins frá 2. mars síðastliðnum.
Félagið vill sérstaklega vekja athygli bæjarráðs á samþykkt stjórnarinnar varðandi húsnæðismál tengd starfsemi FEBAN.
Lagt fram til kynningar.

10.Guðlaug - Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

1703112

Erindi skipulags- og umhverfisráðs vegna styrks úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir Guðlaugu.
Bæjarráð fagnar styrkveitingu úr Framkvæmdajóði ferðamannastaða.
Bæjarráð felur skipulags- og umhverfisráði að gera tillögu að breytingu á fjárfestinga- og framkvæmdáætlun 2017 þannig að framkvæmdin rúmist innan fjárheimilda.

Bæjarráð telur mikilvægt að unnin sé rekstraráætlun í tengslum við verkefnið sem verði lögð fram samhliða tillögu um útfærslu á breytingu á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun.

11.Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja - fimleikahús á Akranesi

1611077

Athugasemdir íbúa við fyrirhugaðri byggingu á fimleikahúsi við Vesturgötu.
Bæjarráð tekur fram að lögformlegt skipulagsferli er ekki hafið en þar gefst hagsmunaaðilum og öðrum tækifæri að til að skila inn athugasemdum.

12.Seljuskógar 1,3,5 - Umsókn um byggingarlóð

1703143

Umsókn Trjástofninn ehf. um byggingarlóð við Seljuskóga 1, 3 og 5.

Bæjarráð samþykkir úthlutun til umsækjanda.

Fundi slitið - kl. 10:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00