Fara í efni  

Bæjarráð

3092. fundur 28. október 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Reglur um sölu eigna í eigu Akraneskaupstaðar og stofnana hans

1010146

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 26. okt. 2010 að vísa drögum að reglunum til frekari umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu að gera tillögu um frekari útfærslu á reglunum.

2.Kosningar til stjórnlagaþings 27. nóv. 2010

1010169

Breyting í undirkjörstjórn III:
Tilnefning eins fulltrúa frá D-lista sem varamanns í stað Jónínu Rósu Halldórsdóttur.

Frá D-lista, sem varamaður var tilnefndur: Kristleifur Skarphéðinn Brandsson

Samþykkt.

3.Bæjarskrifstofur - endurnýjun ljósritunarvéla

1010141

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 26. okt. 2010 að vísa erindi deildarstjóra þjónustudeildar varðandi endurnýjun ljósritunarvéla til umfjöllunar í bæjarráði.

Afgreiðslu frestað.

4.Rekstrarsamningar við félög og félagasamtök.

1010191

Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks frá bæjarstjórnarfundi 26. okt. 2010.

Tillagan er svohljóðandi:

,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela bæjarstjóra að hafa umsjón með og leiða viðræður sem Akraneskaupstaður samþykkir að taka upp við félög og/eða félagasamtök, sem hafa áhuga á að gera sérstaka rekstrarsamninga um afmarkaðar rekstrareiningar, sem skynsamlegt kann að vera að Akraneskaupstaður feli slíkum félögum og/eða félagasamtökum að annast.
Samningar um slík verkefni hafi það að leiðarljósi að viðkomandi verkefni tengist beint starfsemi viðkomandi félaga og/eða félagasamtaka og geti með samlegðaráhrifum komið þeim til góða og að hagur Akraneskaupstaðar felist í greiðslu sanngjarns rekstrarkostnaðar. Slíkir samningar skulu vera til þriggja eða fimm ára í senn."

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að skýra viðfangsefnið með því að taka saman og fara yfir gildandi rekstrarsamninga og kynna fyrir bæjarráði.

5.Land undir gróðrarstöð - umsókn

1008104

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 27. okt. 2010, varðandi umsókn um land undir gróðarstöð. Það svæði sem til greina kemur fyrir þessa starfsemi er t.d. land milli Einhamars og Akurprýði (landnr. 131244). Landnotkun þess er í dag skilgreind sem óbyggt svæði þannig að áður en af formlegri úthlutun getur orðið er nauðsynlegt að gera breytingu á aðalskipulagi. Sú breyting gæti orðið hluti af fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu (sbr. verkefnatillögu fyrir árið 2010) og í framhaldinu verði unnið nýtt deiliskipulag þar sem lóð fyrir gróðrarstöð yrði nánar skilgreind í samhengi við aðliggjandi svæði.
Að ofangreindum skilyrðum uppfylltum leggur Skipulags- og umhverfisnefnd til við bæjarráð að tekið verði jákvætt í erindið um að umsækjanda verði úthlutað lóð undir gróðrarstöð á svæði milli Einhamars og Akurprýði (landnr. 131244).

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið skv. framangreindu.

6.Leynislækjarflöt - skipulag svæðisins.

1010012

Erindi frá íbúum við Leynisbraut og Víðigrund varðandi skipulag á opnu svæði milli Leynislækjar og Víðigrundar.
Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju sinni með þann áhuga sem íbúar við Leynisbraut og Víðigrund hafa fyrir nánasta umhverfi sínu eins og fram kemur í erindi þeirra og vilja til að stuðla að framgangi verkefnisins með sjálfboðaliðavinnu.
Nefndin bendir á að í gildandi deiliskipulagi er svæðið skilgreint sem opið svæði ? leiksvæði þannig að ekki er þörf á að að gera breytingar á gildandi skipulagi svo unnt sé að hrinda hugmyndum íbúanna í framkvæmd.
Nefndin leggur því til við bæjarráð að Framkvæmdastofu (garðyrkjustjóra) verði falið að vinna tillögur að útfærslu (skipulagi) leiksvæðisins og þær hugmyndir mótaðar í sem bestu samstarfi við íbúa svæðisins og skipulags- og umhverfisnefnd.

Bæjarráð samþykkir að fela Framkvæmdastofu að vinna tillögur að útfærslu á skipulagi svæðisins og þær hugmyndir mótaðar í sem bestu samstarfi við íbúa og skipulags- og umhverfisnefnd.

7.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2011

1009156

Tillaga að verkefnum á árinu 2011 ásamt kostnaðaráætlun.

Aðalskipulag:
Á síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lagt til við bæjarstjórn að ráðist yrði í endurskoðun aðalskipulags kaupstaðarins á næsta ári. Megináhersla í þeirri endurskoðun yrðu forsendur skipulagsins og göngu- og stígakerfi.
Áætlaður kostnaður vegna aðkeyptrar vinnu við þetta verkefni er kr. 1.500.000,- og auglýsingakostnaður kr. 100.000,- .


Deiliskipulag:
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að unnið verði við eftirtalin deiliskipulagsverkefni á næsta ári.

1 Akratorg ? lokið verði við deiliskipulag Akratorgs og næsta nágrennis á grundvelli niðurstöðu þeirra samkeppni sem fram fór um framtíðarskipulag svæðisins.
Áætlaður kostnaður kr. 1.500.000,-.

2 Breið ? haldið verði áfram með deiliskipulagsvinnu af svæðinu sem hófst á árinu 2010 í samstarfi við Faxaflóahafnir.
Áætlaður kostnaður kr. 2.500.000,-.

3 Skógahverfi ? stærð svæðis endurskoðuð með tilliti til markmiða um þéttleika byggðar á skipulagssvæðinu og íbúðafjölda.
Áætlaður kostnaður kr. 400.000,-.

4 Óskilgreind smærri verkefni.
Áætlaður kostnaður kr. 750.000,-.

Áætlaður heildarkostnaður vegna aðkeyptrar deiliskipulagsvinnu er kr. 5.150.000,- og auglýsingakostnaður er áætlaður kr. 350.000,-.

Formanni og framkvæmdastjóra er einnig falið að vinna kostnaðaráætlun vegna umhverfis- og umferðamála fyrir næsta fund nefndarinnar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2011.

8.Velferðarvaktin - Áskorun um aðgæslu við ákvarðanatöku

1010187

Áskorun frá Velferðarvaktinni um aðgæslu þegar ákvarðanir stjórnvalda eru teknar í hagræðingarskyni.

Lagt fram.

9.Jöfnunarsjóður - Áætluð úthlutun aukaframlaga 2010

1010188

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur gefið út reglur um úthlutun aukaframlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árinu 2010. Aukaframlaginu er ætlað að bæta rekstrarstöðu sveitarfélaga, en við ákvörðun um úthlutun framlagsins var m.a. horft til ársreikninga sveitarfélaganna árið 2009.

Lagt fram til upplýsingar.

10.Norrænt orkusveitarfélag 2011 - Samkeppni

1010173

Fréttatilkynning Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem sveitarfélögum á Norðurlöndum er boðið til samkeppni um titilinn Norrænt orkusveitarfélag 2011.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.

11.Styrkbeiðni NFFA.

1010190

Bréf stjórnar Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands í tölvupósti, dags. 26. okt. 2010, þar sem sótt er um styrk að fjárhæð 150 þús.kr. vegna tónlistarkeppni NFFA.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu, en vísar til samnings Akraneskaupstaðar og Vina hallarinnar ehf. frá 9. okt. 2009, þar sem fram kemur m.a. að NFFA hefur aðgang að Bíóhöllinni því að kostnaðarlausu í tvo daga á ári.

12.Fundargerðir Skipulags- og umhverfisnefndar 2010.

1007025

Fundargerð 33. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 25. okt. 2010.

Bæjarráð staðfestir byggingarhluta fundargerðarinnar. Aðrir töluliðir lagðir fram.

13.Fundargerðir starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja

1008071

Fundargerð 6. fundar starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja frá 20. okt. 2010.

Lögð fram.

14.Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilisins Höfða 2010

1007046

Fundargerð 61. fundar stjórnar Dvalarheimilisins Höfða frá 20. okt. 2010.

Lögð fram.

15.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fjárhagsáætlun 2011

1010166

Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 20. okt. 2010, þar sem fjárhagsáætlun HeV 2011 er send sveitarstjórnum til samþykktar. Óskað er eftir athugasemdum við fjárhagsáætlunina fyrir 15. des. 2010.

Önnur mál:
Sveitarstjórnir er hvattar til að kanna hvort fyrirtæki sem selja tóbak í sveitarfélaginu séu að selja unglingum tóbak.
Þá eru sveitarstjórnir hvattar til að kalla framkvæmdastjóra og/eða formann stjórnar til fundar til upplýsingar í upphafi nýs sveitarstjórnartímabils.

Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlitsins 2011 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi varðandi tóbakssölu er vísað fjölskylduráðs.

Bæjarráð samþykkir einnig að bjóða framkvæmdastjóra og formanni stjórnar til fundar við bæjarráð.

16.Faxaflóahafnir sf. - Fundargerðir 2010.

1002157

Fundargerð 80.fundar stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 22. okt. 2010.

Lögð fram.

17.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2010

1007007

Fundargerð 779. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. okt. 2010.

Lagt fram.

18.Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2010

1010035

Fundargerð 93. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 18. okt. 2010.

Lögð fram.

19.Fundargerðir OR - 2010

1002247

Fundargerðir 136. og 137. funda stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 15. okt.og 20. okt. 2010.

Lagðar fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00