Fara í efni  

Bæjarráð

3072. fundur 20. maí 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Gísli S. Einarsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Saga Akraness - ritun.

906053

Jón Gunnlaugsson formaður ritnefndar mætti á fundinn og gerði grein fyrir minnisblaði.

Bæjarráð þakkar Jóni kynninguna og felur ritnefndinni að fylgja verkinu eftir. Bæjarráð tekur frekari afstöðu til útgáfu þegar verkinu hefur verið skilað tilbúnu til prentunar.

2.Markaðssetning byggingalóða á Akranesi, iðnaðar- og íbúðalóða.

909072

Minnisblað, Jóns Pálma Pálssonar, Þorvaldar Vestmann og Tómasar Guðmundssonar dags. 5. maí 2010 um markaðssetningu íbúða og iðnaðarlóða á Akranesi.Bæjarráð telur eðlilegt að sett verði upp síða á Akranesvefnum í samræmi við tillögu og lausn hugbúnaðarfyrirtækisins Gagaríns eins og starfshópurinn leggur til.


Fjármögnun kr. 250 þús er vísað til næstu endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010 og afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2010.

1003012

Yfirlit bæjarstjóra um rekstrarstöðu.Rekstrarstaðan lögð fram eins og hún var við mánaðarmót mars /apríl, rekstraryfirlit mun verða lagt fyrir bæjarráð mánaðarlega þar sem færslukerfi bókhalds gerir þetta nú kleift. Samkvæmt niðurstöðu er reksturinn jákvæður um 17,078 millj.

4.Tjaldsvæði - endurbætur

901162

Tölvupóstur vegna kaupa á þvottavél og þurrkara.

Bæjarráð samþykkir kaup á þvottavél og þurrkara í samræmi við kostnað sem gerð er grein fyrir í meðf. tölvupósti. Fjármögnun er vísað til búnaðarkaupasjóðs.

5.Samgönguáætlun - tillaga til þingsályktunar 2009-2012.

1005005

Bréf Siglingastofnunar dags. 14.5.2010 þar sem gerð er grein fyrir að samþykkt Bæjarráðs Akraness um samgönguáætlun er nú til skoðunar hjá Samgöngunefnd Alþingis.


Lagt fram.

6.Launamál

1003188

Tölvupóstur sviðsstjóra kjarasviðs sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 16. apríl 2010.
Bæjarráð vísar málinu til Garðars Garðarssonar hjá lögfæðistofunni Landslögum.

7.Hafnar- og Breiðarsvæði, deiliskipulag

1003080

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 16. mars 2010 þar sem óskað er eftir að ráðist verði í gerð deiliskipulags á Breiðarsvæðinu í samstarfi við Faxaflóahafnir.Lagt fram, bæjarráð óskar eftir að gerð verði nánari úttekt í samráði við Faxaflóahafnir um framvindu verksins, heildarfjárþörf og kostnaðarskiptingu milli Akraneskaupstaðar og Faxaflóahafna. Í franmhaldi af því verði ákvarðað um fjármögnun.

8.Afskriftir - tillaga (trúnaðarmál)

1003002

Tillaga félagsmála- og fjármálastjóra dags. 6. maí 2010 um niðurfellingu skulda.
Málinu frestað.

9.Fjárhagsáætlun 2010 - endurskoðun

1004064

Bréf fjölskylduráðs dags. 18. maí 2010 þar sem lagt er til við bæjarráð að bætt verði skerðing vegna veikindaafleysinga í leikskólunum um 25% frá 1. ágúst n.k. og í grunnskólum um 35% frá 1. júní n.k.
Áætlaður kostnaður vegna veikindaafleysinga í leikskólunum frá er kr.3.385.000,- með launatengdum gjöldum og í grunnskólum um kr.700.000,-

Bæjarráð staðfestir tillögu Fjölskylduráðs og vísar afgreiðslu og fjármögnun til næstu endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010 og afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.Brekkubæjarskóli - Starfsmannahald og röðun deildarstjóra

1004099

Bréf fjölskylduráðs dags. 18. maí 2010 þar sem farið er yfir málefni sérdeildar Brekkubæjarskóla.
Óskað er eftir að fá að ráða þroskaþjálfa í 100% stöðu við sérdeildina en lækka stöðu stuðningsfulltrúa úr 100% í 75%.
Viðbótarkostnaður áætlaður samtals kr. 2.100.000 á yfirstandandi ári. Einnig óskað eftir að deildarstjóri taki laun skv. launaflokki 414-5 í stað 413-4, kostnaður áætlaður 150.000,- kr. á árinu miðað við að breytingin taki gildi 1. júní 2010.

Bæjarráð staðfestir tillögu Fjölskylduráðs og vísar afgreiðslu til næstu endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010 og afgreiðslu bæjarstjórnar.

11.Veikindi starfsmanna - umsóknir um viðbótarframlag

1003078

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 19. maí 2010 þar sem óskað er eftir viðbótarfjárveitingu vegna veikinda starfsmanna sem nema 4 vikum eða lengur.
Grundaskóli: kr. 2.301.937,-
Teigasel: kr. 259.952,-
Brekkubæjarskóli: kr. 609.017,-
Akrasel: kr. 181.308,-
Samtals: kr. 3.352.214,-


Bæjarráð staðfestir tillögu Fjölskylduráðs. Vísað er á sjóð til þess ætlaðan.

12.Stjórnsýslukæra Omnis ehf. - útboð tölvuþjónustu án útboðs.

910005

Úrskurður lagður fram eins og hann er fram settur af hálfu Kærunefndar útboðsmála.
Gunnar Sigurðsson vék af fundinum meðan þessi liður var ræddur.


Tölvumál Akraneskaupstaðar, rakalausar fullyrðingar.
Í frétt á Bylgjunni og Vísir.is í gær, miðvikudaginn 19. maí, var fjallað um úrskurð kærunefndar útboðsmála vegna tölvumála Akraneskaupstaðar og málinu slegið upp eins og eitthvað hafi farið verulega úrskeiðis hjá Akraneskaupstað og að málið tengist með einhverjum hætti Gunnari Sigurðssyni forseta bæjarstjórnar.
Svo er hins vegar ekki.
Í fyrsta lagi skal áréttað að öllum kröfum kæranda í málinu er hafnað í úrskurðinum.
Í öðru lagi kemur ekkert fram í úrskurðinum um nein óeðlileg tengsl eða ívilnun í málinu vegna tengsla Arnar Gunnarssonar við félagið. Vegna framsetningar fréttarinnar er einnig rétt að taka fram að Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, hefur ekki tekið þátt í afgreiðslu eða umfjöllun um málið, hvorki í bæjarráði eða bæjarstjórn.
Í þriðja lagi hefur Tölvuþjónustan Securstore ehf. þjónustað Akraneskaupstað í tæp tuttugu ár og það löngu áður en Örn Gunnarsson átti einhverja aðkomu að félaginu. Hefur þjónusta félagsins alla tíð verið fyrsta flokks og fyrirtækið nýtur mikils trausts hjá Akraneskaupstað og starfsfólki kaupstaðarins.
Í fjórða lagi byggir sú niðurstaða úrskurðarins um útboðsskyldu á tölum frá kæranda sem ekki eru réttar þar sem blandað er saman kostnaði vegna kaupa á tækjum og vinnu en samningurinn lýtur eingöngu að þjónustukaupum. Þá er hluti kostnaðar vegna áranna 2008 og 2009 vegna vinnu við samþættingu á upplýsingakerfum Akraneskauðstaðar skv. sérstökum samningi sem er útrunninn, en um er að ræða einskiptiskosnað sem ekki mun falla til aftur og hefur þegar skapað verulega hagræðingu í rekstri og upplýsingakerfum Akraneskaupstaðar. Er undirrituðum það óskiljanlegt þar sem lögmaður sveitarfélagsins hafði upplýst úrskurðarnefndina um allar tölulegar upplýsingar, sem voru unnar af fjármálastjóra og endurskoðanda bæjarins, og eru staðreyndir í málinu.
20. maí 2010
Gísli S. Einarsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar


Karen Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:


Ákvörðun mín um að falla frá útboði tölvumála á bæjarstórnarfundi þann 22. september 2009 byggðist á því að það væri hagkvæmara að semja við Securstore, sá samningur fól í sér bindingu til 18 mánaða og um leið 25% lægra verð. Samningur þessi fólst í hýsingu ? og rekstrarþjónustu fyrir Akraneskaupsstað.


Í úrskurð kærunefndar útboðsmála frá 17. maí 2010 í máli nr. 31/2009 Omnis ehf. gegn Akraneskaupstað segir orðrétt ? ... Telur nefndin því að leggja verði til grundvallar bréf bæjarstjóra, dags. 27. nóvember 2009. Ef miðað er við þá fjárhæð sem kærði varði til kaupa á tölvuþjónustu á árinu 2008, sú upphæð uppreiknuð til 18 mánaða og tekið tillit til 25% afsláttar og virðisaukaskatts, verður fjárhæðin 24.394.885 krónur. Er því ljóst að samningsgerðin sem mál þetta lýtur að fellur undur lögsögu nefndarinnar.


Með vísun til þess sem fyrr hefur verið rakið telur kærunefnd að kærði hafi ekki farið að lögum er hann stofnaði til samnings við Tölvuþjónustuana SecureStore ehf án undangengis útboðs?.


Hér notar kærunefnd útboðsmála gögn sem afhent voru Eyjólfi R. Stefánssyni. Þau gögn sýna heildarupphæðir viðskipta Akraneskaupstaðar 2007, 2008 og til og með 31. okt. 2009 við hin ýmsu tölvufyrirtæki þar á meðal SecureStore. Í bréfi dags. 27. nóvember 2009 til Eyjólfs sem kærunefndin vísar í segir m.a. að ? Rétt er að gera grein fyrir því að allar tölur eru með vsk. sem endurgreiddur er til kaupstaðarins. Veruleg búnaðarkaup voru árið 2008 en þau eru ekki sérgreind.?


Hér er grundvallar mismunur á því á hvaða forsendum undirrituð er að samþykkja sína tillögu og svo úrskurði kærunefndar útboðsmála. Í mínum huga geta tölvuþjónusta og búnaðarkaup aldrei verið sami hluturinn. Samningur við SecureStore er um þjónustu en ekki búnaðarkaup og því er ekki hægt að nota upphæðir sem viðmið sem fela tvo ólíka hluti í sér. Þegar ég tók mína ákvörðun þá notaði ég þá viðmiðunarupphæð sem þjónustuliðurinn gaf, með öðrum orðum ég tók ekki tillit til búnaðarkaupa því samingurinn fól slíkt ekki í sér.


Meðfylgjandi eru bréf bæjarstjóra til Eyjólfs R. Stefánssyni og samningur við Securestore með yfirstrikuðum einingaverðum.


Rún Halldórsdóttir og Hrönn Ríkharðsdóttir ítreka bókun minnihlutans á bæjarstjórnarfundi 18. maí s.l. varðandi málið.13.Hundasvæði - breyting á afmörkun

1005045

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 18. maí 2010 þar sem lagt er til við bæjarráð að 12.000 m2 svæði við Miðvog verði afmarkað fyrir lausagöngu hunda skv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 17. maí 2010. sem
Bæjarráð staðfestir tillöguna í samræmi við tillögu nefndarinnar.

14.Byggðasafnið - hitaveituframkvæmdir

1004035

Bréf Jóns Allanssonar forstöðumanns Byggðasafnsins dags. 6.apríl (móttekið 12. maí 2010)þar sem óskað er eftir kr. 1.500.000,- aukafjárframlagi vegna uppsetningar og tengingar aðalsafnahúss við hitakerfi OR.
Bæjarráð óskar eftir frekari skýringu frá Akranesstofu.

15.Byggðasafn - starfsmannamál

1004067

Bréf Jóns Allanssonar dags. 7. maí 2010 um starfsmannamál Byggðasafnsins.

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.

16.Nýsköpunarsjóður námsmanna - styrkur

1005059

Bréf atvinnuráðgjafa móttekið 18. maí 2010.


Lagt fram.

17.Styrktarsjóður EBÍ

1005027

Bréf Brunabótar dags. 6. maí 2010 þar sem gerð er grein fyrir samþykkt stjórnar EBÍ í apríl s.l.um úthlutun styrkja.


Lagt fram.

18.Rokkland ehf - Akranesverkefni

1005058

Tölvupóstur Ólafs Páls Gunnarssonar dags. 10.5.2010 þar sem hann óskar eftir kr. 200.000,- til myndbandsgerðar á heimildamynd um tónleika á Akranesi fyrir 20 árum.Bæjarráð óskar umsagnar Akranesstofu.

19.Örnefnasöfnun

1005032

Bréf Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum dags.7.maí 2010 þar sem óskað er eftir stuðningi við útgáfu á ferðahandbók með tengingar við örnefni.Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

20.Landnámshænur - aðstoð

1005026

Bréf Júlíusar Márs Baldurssonar móttekið 7. maí 2010 þar sem óskað er eftir styrk vegna bruna á landnámshænustofni og húsum á Tjörn Vatnsnesi.


Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

21.Skátafélag Akraness - þjónustusamningur

1005037

Bréf bandalags íslenskra skáta dags. 11. maí 2010 þar sem óskað er eftir fundi við bæjaryfirvöld til að ræða gerð þjónustusamnings milli Akraneskaupstaðar og Skátafélags Akraness.


Bæjarráð óskar umsagnar Fjölskylduráðs og tillögu um meðferð málsins.

22.Eðlisfræði - landskeppni

1005048

Bréf Arons Öfjörð Jóhannessonar dags. 11. maí 2010 þar sem óskað er eftir stuðningi vegna vals á þátttöku í Ólympíuleikum í eðlisfræði sem fram fer í Króatíu í sumar. Vakin er athygli á hefð ákveðinna sveitarfélaga sem líta á undirbúning framhaldsskólanema til þátttöku í Ólympíuleikum í eðlisfræði sem og öðrum fögum sem ígildi sumarvinnu fyrir þá sem taka þátt.


Bæjarráð vísar til sambærilegrar styrkveitingar vegna stærðfræðikeppni á s.l. ári og veitir sambærilegan styrk. Fjármögnun vísað til næstu endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010 og afgreiðslu bæjarstjórnar.

23.Módelsmíði - m/s Laxfoss og m/s Akraborg

1005050

Bréf Sigvalda Arasonar dags. 14. maí 2010 þar sem óskað er eftir styrk vegna smíða á módelum af m/s Laxfossi og m/s Akraborg.


Bæjarráð óskar umsagnar Akranesstofu.

24.Björt mey og hrein - leikverk

1005057

Bréf og tölvupóstur f.h. Elds og Skugga ehf þar sem óskað er feftir styrk vegna leikverks um Hallbjörgu Bjarnadóttur sem ólst upp á Brunnastöðum á Akranesi.


Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar Akranesstofu.

25.Atvinnuátaksverkefni - flatbrauðsgerð

1005060

Bréf Matthíasar Pálssonar mótt: 19.5.2010.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en vísar bréftritara á atvinnuráðgjafa.

26.3. flokkur kvenna - samningur um hreinsun skurða

1005068

Foreldrafélag 3. flokks kvenna ÍA í knattspyrnu óskar eftir að gerður verði smaningur við flokkinn um hreinsun skurða á og við Akranes.


Bæjarráð veitir kr. 300.000,- vegna vinnu við hreinsun á skurðum frá Gámu og að Olís nesti.

27.Launamál

1005069

Bréf Andrésar Ólafssonar dags. 3. maí 2010.

Lagt fram.

28.Atvinnuátak fyrir 18 ára og eldri - 2010

1005004

Fundargerðir 1,2 og 3

Lagðar fram.

29.Menningarráð - Fundargerðir 2010.

1002152

Fundargerð Menningarráðs Vesturlands frá 26. apríl 2010 og fundargerð aðalfundar Menningarráðs Vesturlands 5. maí 2010 lagðar fram.


Lagðar fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00