Blús á Vökudögum (á Svarta Pétri)

Tónleikar og sýningar
Hvenær
26. október kl. 21:00-23:00
Hvar
Svarti Pétur
Verð
3.000 kr.
Blústónleikar á Vökudögum með frábæru tónlistarfólki.Jónína Björg Magnúsdóttir, Eðvarð Lárusson, Birgir Baldursson, Þorleifur J. Guðjónsson, Inga María Hjartardóttir og Brynhildur Oddsdóttir ásamt hljómsveit sinni Beebee ..
ATH BREYTT STAÐSETNING, TÓNLEIKARNIR FARA FRAM Á SVARTA PÉTRI.
Blústónleikar á Vökudögum. Þar koma fram Jónína Björg Magnúsdóttir, Eðvarð Lárusson, Birgir Baldursson, Þorleifur J. Guðjónsson, Inga María Hjartardóttir og Brynhildur Oddsdóttir ásamt hljómsveit sinni Beebee and the Bluebirds. Nína er gömul í tónlistarhettunni á Akranesi og fæst við söng af ýmsu tagi, Eddi Lár gítarleikari nýkjörinn bæjarlistamaður Akraness, Biggi Baldurs einn besti trommari landsins, Þorleifur fjölhæfur reynslubolti á bassan, Inga María nýkomin heim frá Berkley háskólanum í USA og Brynhildur hlaut nýlega Gullnöglina, gítarverðlaun Björns Thoroddsen, fyrir framlag sitt sem gítarleikari. Þetta verða tónleikar sem enginn má missa af.