Útgáfuhóf í Pennanum Eymundsson-barnabókin Brá fer á stjá

Fjölskylda og félagsstarf
Hvenær
6. september kl. 12:00-14:00
Hvar
Dalbraut 1
Brá mætir í verslanir Pennans Eymundsson um allt land laugardaginn 6. september!
Í tilefni verður skemmtilegt útgáfuhóf þann sama dag með léttum veitingum, upplestri og skemmtilegheitum!
,,Brá fer á stjá” er skemmtileg barnabók fyrir börn á aldrinum 3-8 ára. Brá er sniðugt, fjólublátt skrímsli sem elskar að skapa og leita til nærumhverfisins að alls kyns sjálfbærum lausnum og listaverkum! ,,Brá fer á stjá” er ríkulega skreytt fallegum vatnslitateikningum og í bókinni er lögð áhersla á fallega íslensku með útskýringum á orðum og orðtökum. Höfundur og myndhöfundur bókarinnar er Guðný Sara Birgisdóttir, menntuð myndlistarkona, hönnuður, kennari og móðir.