Fara í efni  

Óður til Írlands

Menningarfélagið Bohéme og Söngdætur Akraness kynna: Óður til Írlands á Írskum Dögum Akranesi

Guinness tjaldið, hafnarsvæðið á Akranesi
Miðvikudagurinn 2. júlí kl. 20:00

Menningarfélagið Bohéme og Söngdætur Akraness bjóða til tónlistarveislu þar sem írsk stemning og tónlist fylla hafnarsvæðið á Akranesi á Írskum Dögum.

Við færum okkur úr Bíóhöllinni og niður í Guinness tjaldið, þar sem skapað verður stórkostlegt andrúmsloft – fullt af söng, gleði og írskri stemningu.

Fram koma:
Söngdætur Akraness: Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Hulda Gestdóttir, Rakel Pálsdóttir, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Ylfa Flosadóttir

Með þeim á sviði verða:
Meðlimir úr þjóðlagasveitinni Slitnum Strengjum, sem koma með sína einstöku orku, gleði og írsku þjóðlagastemningu.

Hljómsveit:
Flosi Einarsson – píanó og hljómsveitarstjórn
Jakob Smári – bassi
Eðvarð Lárusson – gítar
Jakob Sigurðsson – trommur
Ragnar Skúlason – fiðla

Sérstakir gestir:
Katrín Valdís Hjartardóttir – söngkona
Heiðmar Eyjólfsson – söngvari
Saidhbhe Emily Canning – söngkona

Syngjandi kynnar:
Jónína Magnúsdóttir og Gísli Gíslason

Þetta verður einstakt kvöld þar sem allir fletir írskrar tónlistar og gleði fá að njóta sín.
Barinn verður opinn.
Sitjandi viðburður.

Miðaverð: 5.900 kr.
Miðasala: á Midix.is og í Eymundsson á Akranesi

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00