Fara í efni  

Lopapeysan á írskum dögum 2025

20 ára aldurstakmark. Ath að yngri en 20 ára geta ekki mætt í fylgd með fullorðnum.

Þann 7. maí hefst miðasala á Lopapeysuna og þá getur þú tryggt þér miða á eina vinsælustu tónlistarhátíð landsins.

Lopapeysan verður haldin í 21 sinn laugardaginn 5. júlí en undanfarin ár hefur hátíðin selst upp. Hátíðin hefur þróast með tíðarandanum í gegnum árin, og hefur farið úr því að vera stærsta sveitaball landsins í það að verða vinsælasta tónlistarhátíðin. Ár hvert mætir toppurinn í íslensku tónlistarlífi ásamt því að boðið er upp á fjölbreytta flóru af matarvögnum, drykkjarstöðvum og annarri afþreyingu. Lopapeysan fer fram á einu kvöldi, þar sem um 20 atriði skiptast á að sinna stemningunni. Dagskráin hefst að venju við Akranesvöll kl 19:30 þar sem brekkusöngur club 71 verður haldinn en að honum loknum er gengið niður Faxabraut að tónleikasvæði Lopapeysunnar.

Line up

Quarashi

Friðrik Dór

Birnir

Auddi Blö

Steindi

Sigga Beinteins

Stebbi Hilmars

Stuðlabandið

Ingi Bauer

Páll Óskar

Margrét Rán (GusGus/Vök)

Emmsjé Gauti

Daniil

Herra Hnetusmjör

Bríet

Todmobile og fleiri

Brekkusöngur

Hreimur og Magni

Armbönd eru afhend á tónleikasvæði við Faxabraut og mælum við með að fólk sæki armböndin áður en farið er á Brekkusönginn.

OPNUNARTÍMI MIÐASÖLU

Fimmtud 3. júlí frá kl 16 - 18

Föstud 4. júlí frá kl 13 - 03

Laugard 5. júlí frá kl 13 – 03

Hlökkum til að sjá ykkur, góða skemmtun.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00