Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

84. fundur 07. ágúst 2001 kl. 13:00 - 15:30

84. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 7. ágúst 2001 kl. 13:00.


Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
 Lárus Ársælsson,
 Heiðrún Janusardóttir,
 Edda Agnarsdóttir,
 Sigurlína G. Júlíusdóttir.
Auk þeirra Magnús Þórðarson bygginga- og skipulagsfulltrúi og Sigrún A. Ámundadóttir sem ritaði fundargerð.

1. Akursbraut 9, deiliskipulag.,  (00.091.307) Mál nr. SN010023
230156-2399 Eggert Guðmundsson, Fífurima 24, 112 Reykjavík
Breyting á deiliskipulagi.
Athugasemdir frá Axeli Axelssyni fyrir hönd húseigenda Akursbrautar 11 a-d og Suðurgötu 26, 28, 30, og 34, bréf dagsett 10. júlí 2001.

Vísað er til bréfs yðar frá 19. júní s.l. sem hefst svo: ?Á fundi skipulagsnefndar þann 5. júní 2001, var samþykkt að kynna framkomnar hugmyndir að breytingu á skipulagi að Akursbraut 9 fyrir húseigendum......? Af þessu upphafi mátti ætla að málið væri ennþá einungis á hugmyndastigi, en miðað við samþykkt skipulagsnefndar frá 29. maí 2001 virðist málið lengra komið en svo, þar sem niðurlag liðar nr. 1 í fundargerðinni hljóðar svo:  ?Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin breyting á aðalskipulagi verði samþykkt með eftirfarandi skilyrðum:  Með tilliti til framkominna athugasemda er aðalskipulagsbreyting þessi samþykkt með því skilyrði að húseigendur að Akursbraut 9 ábyrgist að íbúðir uppfylli ströngustu kröfur byggingarreglugerðar um hljóðvist.  Miða skal við að starfsemi á lóðum nr. 7 og 11a-d falli undir skilgreiningu skipulagsreglugerðar nr. 400/1998 um athafnasvæði.  Kröfur um hljóðvist skulu taka til hljóðs sem berst bæði með beinum og óbeinum hætti.  Ekki er deiliskipulag í gildi fyrir svæðið.  Nefndin leggur til að útbúin verði og lögð fram fullgild deiliskipulagsgögn fyrir lóðir nr. 9 og 11a-d við Akursbraut, til auglýsingar og kynningar.  ?í fyrrihluta þessa liðar í fundargerðinni eru bókuð mótmæli eigenda húseignanna að Akursbraut 11a-d og athugasemdir  Heilbrigðisfulltrúa Vesturlands vegna þessara fyrirhuguðu breytinga á landnotkun Akursbrautar 9.

Grein 4.6 1 í rgl . 400/1998 (Skilgreining athafnasvæða) er á þessa leið:  ?Á athafnasvæðum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir atvinnustarfsemi þar sem lítil hætta er á mengun, s.s. léttum iðnaði, vörugeymslum, hreinlegum verkstæðum og umboðs- og heildverslunum.
Almennt skal ekki gera ráð fyrir íbúðum á athafnasvæðum.  Þó er unnt að gera ráð fyrir íbúðum tengdri starfsemi fyrirtækja s.s. fyrir húsverði.?
Grein 4.2.1 (Skilgreining íbúðarsvæða) hljóðar hins vegar svo:
Á íbúðarsvæðum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir íbúðarhúsnæði.  Þar má þó einnig gera ráð fyrir starfsemi sem eðlilegt er að þar sé til þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis s.s verslunum, hreinlegum iðnaði, handiðnaðarfyrirtækjum, þjónustustarfsemi og leiksvæðum, eða annarri strarfsemi sem hvorki verður ætlað að muni valda óþægindum vegna lyktar, hávaða eða annarri starfsemi né draga að sér óeðlilega mikla umferð.?

Ekki verður séð að hægt sé að samræma þessar greinar í þessu tilfelli, þar sem lóðir nr. 9 og 11a-d við Akursbraut liggja saman og húsin sem á þeim standa eru sambyggð og í gildi voru ákvæði regugerða um iðnaðaðarlóðir þegar þau voru byggð og öllum núverandi eigendum var kunnugt um þegar þeir eignuðust sitt húsnæði, þar með talinn eigandi Akursbrautar 9.

Samkvæmt útlitsmynd af húsinu nr. 9 eftir fyrirhugaða breytingu virðist eiga að breyta húsinu í fjölbýlishús með a.m.k. átta íbúðum og verslunarrými á jarðhæð og á afstöðumynd sést að lóð er afar takmörkuð utan við húsveggi.  Í reglugerð nr. 441/1998 sem segir m.a. svo í grein 62.3:
?Á lóð skal koma fyrir leiksvæði barna, bílastæðum, bílgeymslum, sorpgeymslu, gróðri og öðru því sem hæfir notkun viðkomandi byggingar. ......?
Til þess að uppfylla ákvæði greina 64.3 ? 64.5 í sömu reglugerð virðist lágmarksfjöldi bílastæða við húsið þurfa að vera 16 ? 20 að lágmarki, en samkvæmt afstöðumyndinni virðist eingöngu gert ráð fyrir 6 bílastæðum, sem þjóna ættu bæði íbúum hússins og viðskiptavinum væntanlegrar verslunar.

Samkvæmt 65. gr. rgl. 441/1998 er gert ráð fyrir að hverju íbúðarhúsi skuli fylgja leiksvæði barna á lóð t.d sem segir í gr 65.2:
?Við fjölbýlishús skal leiksvæðum, eftir því sem unnt er, komið þannig fyrir að börn þurfi ekki að fara yfir svæði þar sem bílar aka til  að komast heiman frá sér á leiksvæðin.  Ljúka skal frágangi leiksvæða á lóðum áður en íbúðarhús eru tekin í notkun.?
Einnig segir í gr. 65.4:
?Lóðarhöfum ber skylda til að hyggja að slysahættu barna þar sem séð er fyrir að börn verði að leik.?
Þrátt fyrir að lóðum nr. 11 a-d sé haldið snyrtilegum og þar safnist ekki fyrir annað en það sem tilheyrir starfsemi fyrirtækjanna, er augljóst að börn sem kynnu að búa að Akursbraut 9 og hefðu ekki annað leiksvæði til afnota, gætu freistast til þess að sækja í að leika sér á lóðum nr. 11 a-d og þar sem þær eru alls ekki hugsaðar sem barnaleikvöllur, verður að vísa ábyrgð á hendur skipulagsyfirvalda og eigenda Akursbrautar 9 vegna hugsanlegra slysa á íbúum fyrirhugaðs fjölbýlishúss.

Komi fram kröfur, nú eða síðar, um aðskilnað lóðanna með girðingum, eða öðru, er sú krafa sett fram að allar slíkar framkvæmdir verði á ábyrgð og kostnað eigenda Akursbrautar 9 eða bæjaryfirvalda.  Raunar er vandséð að hægt sé að girða lóð Akursbrautar 9 , þar sem húsið er áfast húsunum að Akursbraut 11 a-d, og lyftuhús sem virðist eiga að byggja við húsið kæmi að lóðarmörkum nr 11b og myndu þrengja verulega að starfsemi í því húsi.

Einnig skal það athugað að Akursbrautin liggur ofan við hafnarsvæði Akraness og um götuna er mikil umferð stórra flutningabifreiða og vinnuvéla sem tengjast starfsemi hafnarinnar.  Sú starfsemi sem stunduð er í húsunum að Akursbraut 11 a-d, er þjónustustarfsemi sem mikið tengist þeim fyrirtækjum sem starfa við höfnina og  verður að telja líklegt að breyting Akursbrautar 9 í fjölbýlishús skerði möguleika fyrirtækjanna verulega til frekari uppbyggingar í þjónustu sinni við sjávarútvegsfyrirtækin.  Þó Akursbrautin sjálf sé ekki skilgreind sem hafnarsvæði, væri ekki óeðlilegt að við skipulagningu hennar væri höfð í huga grein 4.8.1. í rgl.400/1998, en í þeirri grein segir m.a. svo:
?Á hafnarsvæðum tengist landnotkun fyrst og fremst hafnsækinni starfsemi, s.s. útgerð, fiskvinnslu og starfsemi tengdri sjóflutningum og skipasmíði eða viðgerðum.  Almennt skal ekki gera ráð fyrir íbúðum á hafnarsvæðum.  Þó er í undantekningartilvikum, unnt að gera ráð fyrir íbúðum tengdri starfsemi fyrirtækja s.s. fyrir húsverði.?

Samkvæmt framansögðu eru eigendur fasteignanna að Akursbraut 11     a-d, mótfallnir framkomnum hugmyndum um breytingu á landnotkun lóðarinnar nr. 9 við Akursbraut og minna á mótmæli sem fram voru sett í bréfi til Byggingar- og skipulagsfulltrúa þann 26. apríl s.l. og ítrekað að slík breyting geti skapað Akraneskaupstað ábyrgð og kaupskyldu eignanna að Akursbraut 11 a-d samkv. 33. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Eigendur húsanna við Suðurgötu nr. 26, 28, 30 og 34 mótmæla einnig fyrirhuguðum breytingum, þar sem Akursbraut 9 mun breyta verulega möguleikum til notkunar garða við húsin vegna aukins skugga og skerðingar á útsýni.  Breytingin á Akursbraut 9 mun því væntanlega hafa afar neikvæð áhrif á búsetuskilyrði íbúa þessara húsa og rýra verðgildi eignanna.  Er því lýst ábyrgð á hendur bæjaryfirvalda vegna þess skaða sem eigendur þessara eigna kunna að verða fyrir af völdum breytinganna, ef af verður.

Til viðbótar þeim rökum sem fram koma í ákvæðum byggingarlaga og reglugerða, eru allar aðstæður þannig á svæðinu, að hafna ber fyrirhugaðri breytingu á landnotkun Akursbrautar 9.

Svar skipulagsnefndar.

Hluti af framkomnum athugasemdum í bréfi bréfritara lúta að breytingu á aðalskipulagi.  Breyting á aðalskipulagi fyrir Akursbraut 9 var staðfest af bæjarstjórn, þar sem landnotkun lóðarinnar var breytt úr iðnaðarnotkun í blandaða verslunar- og íbúðarnotkun.
Skipulagsnefnd miðar við að veitt verði undanþága frá kröfum um leiksvæði barna innan lóðar Akursbrautar 9, enda verði gerð grein fyrir leiksvæði barna þegar unnið verður deiliskipulag fyrir svæðið í heild.
Á framkominni tillögu að breytingu á Akursbraut 9 eru sýnd 14 bílastæði á lóð.  Skipulagsnefnd telur að framkomin breyting á húsnæðinu geri ekki kröfur um aukin bílastæði.
Varðandi aðskilnað lóða með girðingum vísast til almennra ákvæða í byggingarreglugerð.
Framkomin tillaga að breytingu á Akursbraut 9 hefur í för með sér hækkun á húsi um 1 íbúðarhæð (ca. 4,3m) miðað við núgildandi aðaluppdrætti hússins.  Nefndin telur að slík hækkun á húsi hafi óveruleg áhrif á skugga á lóðum og útsýni frá húsum á lóðum nr. 26, 28, 30 og 34 við Suðurgötu.

Athugasemdir frá Tómasi Má Sigurðssyni fyrir hönd Norðuráls, bréf dagsett 2. júlí 2001.

Vísað er til bréfs yðar dagsett 19. júní 2001 þar sem fjallað er um ofangreint efni.  Norðurál hefur þegar sent svar vegna þessa, en hefur ákveðið eftir nánari athugun að gera eftirfarandi athugasemdir.

Norðurál hf. er eigandi Suðurgötu 32 sem nýtt er sem íbúðarhúsnæði fyrir erlenda starfsmenn á vegum félagsins.  Við þá breytingu sem fyrirhuguð er á húsin nr. 9 við Akursbraut (hækkun um tvær hæðir) verður sú breyting að nánast allt útsýni úr Suðurgötu 32 mun hverfa.  Einnig dregur verulega úr birtu í garðinum við húsið, sem bæði hefur áhrif á fólk og gróður, auk þess sem íbúar njóta minni birtu inni í húsinu.  Fyrirhugaðar breytingar valda einnig því að Akursbraut 9 verður ekki lengur í samræmi við önnur hús á svæðinu.  Að ofangreindu er ljóst að búsetuskilyrði í Suðurgötu 32 versna og ætla má að verðgildi fasteignarinnar rýrni við þessa aðgerð.

Norðurál mótmælir því fyrirhugaðri breytingu á húsi við Akursbraut 9.

Svar skipulagsnefndar.

Framkomin tillaga að breytingu á Akursbraut 9 hefur í för með sér hækkun á húsi um 1 hæð (ca. 4,3m)miðað við núgildandi aðaluppdrætti hússins.  Nefndin telur að slík hækkun á húsi hafi óveruleg áhrif á skugga á lóð og útsýni frá húsi á lóð nr. 32 við Suðurgötu.

Athugasemdir frá Birni Guðmundssyni fyrir hönd Björgunarfélags Akraness.

Með vísan í áður sent bréf, sent af húseigendum Akursbrautar 11-13 teljum við að breytingin gæti haft áhrif á endursöluverð eignarinnar.
Einnig var okkar félagsskapur háður góðu aðgengi og nægum bílastæðum við húsnæði okkar.
Þá getur undir ákveðnum kringumstæðum valdið töluverðum óþægindum vegna hávaða, ef um er að ræða útköll um t.d. nótt og fyrrum við okkur ábyrgð og skaðabótum af því.

Svar skipulagsnefndar.

Nefndin telur að framkomin tillaga að breytingu hafi ekki áhrif á bílastæði á lóð nr.11-13 við Akursbraut.
Nefndin telur jafnframt að útköll í almannaþágu teljist ekki valda verulegum óþægindum.

Afgreiðsla Skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að breytingu á Akursbraut 9 samkvæmt framlögðum teikningum og gögnum verði samþykkt sem ígildi deiliskipulags með eftirfarandi skilyrðum:
Framkomin tillaga að breytingu á Akursbraut 9 verði samþykkt með því skilyrði að húseigendur að Akursbraut 9 ábyrgist að íbúðir uppfylli ströngustu kröfur byggingarreglugerðar um hljóðvist.  Miða skal við að starfsemi á lóðum nr. 7 og 11a-d, falli undir skilgreiningu skipulagsreglugerðar nr. 400/1998 um athafnasvæði.  Kröfur um hljóðvist skulu taka til hljóðs sem berst bæði með beinum og óbeinum hætti.

 

 

2. Umferðarmál,   Mál nr. SN010031
Umræður um umferðarrétt og merkingar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi tillögur verði samþykktar.

1. Biðskylda verði á þremur botnlöngum við Ásabraut gagnvart umferð á Ásabraut.

2. Biðskylda verði á Leynisbraut gagnvart umferð á Garðagrund og Ásabraut.

3. Biðskylda verði á Höfðagrund gagnvart umferð á Innnesvegi.

4. Biðskylda verði á Þormóðsflöt gagnvart umferð á Garðagrund.

5. Biðskylda verði á Tindaflöt, Steinsstaðaflöt og Smáraflöt gagnvart umferð á Þormóðsflöt


Fleira

 

 

 

 ekki gert, fundi slitið kl. 15:30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00