Fara í efni  

Bæjarstjórn

1349. fundur 14. mars 2022 kl. 18:00 - 19:29 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
 • Einar Brandsson 1. varaforseti
 • Elsa Lára Arnardóttir 2. varaforseti
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
 • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
 • Bára Daðadóttir aðalmaður
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Aðalskipulag - endurskoðun 2021-2033

1606006

Vinnslutillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Akraness var kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum m.a. með kynningarbæklingi, sem dreift var á Akranesi í desember 2021 og á almennum kynningarfundi 16. desember 2021. Skipulags- og umhverfisráð hefur í framhaldi af kynningunni gengið frá tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 og leggur hana fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti og henni fylgja forsenduhefti og umhverfismatsskýrsla. Ráðið leggur til að tillagan dagsett 7. mars 2022, verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar og síðan auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir breyttum sveitarfélagsmörkum milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar í landi Óslands-Kirkjutungu sem nú er innan lögsögumarka Hvalfjarðarsveitar. Tillagan er sett fram að þessu leyti með fyrirvara um endanlegt samþykki Hvalfjarðarsveitar og staðfestingu ráðherra á breyttum sveitafélagamörkum.
Til máls tóku:
RBS, EBr, RBS, RÓ, ÓA, KHS og VLJ úr sæti forseta.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir aðalskipulag Akraness vegna tímabilsins 2021-2033 og að skipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og til birtingar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0

Samþykki bæjarstjórnar Akraness er með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar á breyttum sveitarfélagamörkum Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar í landi Óslands-Kirkjutungu og staðfestingu innviðaráðherra á breytingunni.

Samþykkt 9:0

Fundi slitið - kl. 19:29.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00