Fara í efni  

Bæjarstjórn

1341. fundur 09. nóvember 2021 kl. 17:00 - 21:23 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
 • Einar Brandsson 1. varaforseti
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
 • Elsa Lára Arnardóttir 2. varaforseti
 • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Liv Aase Skarstad varamaður
 • Bára Daðadóttir aðalmaður
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.
Bæjarfulltrúarnir Bára Daðadóttir og Liv Aase Skarstad taka þátt í fundinum í fjarfundi og samþykkja fundargerðina í lok fundar með rafrænum hætti.

Steinar Adolfsson ritar fundargerð í fjarfundi.

1.Höfði - fjárhagsáætlun 2022 - 2025

2110153

Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun Höfða 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023 - 2025 á fundi sínum þann 4. nóvember 2021 og vísaði til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness.
Forseti gerir þá tillögu að umræða um fundarliðir nr. 1 til og með nr. 3 fari fram saman og verði bókuð undir fundarlið nr. 3. Ákvörðun um afgreiðslu málanna verður hins vegar bókuð undir hverjum og einum dagskrárlið.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Höfða vegna ársins 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023 til og með 2025 til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þriðjudaginn 14. desember næstkomandi.

Samþykkt 9:0

2.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2022-2025

2010230

Bæjarráð samþykkti fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegnar ársins 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023 - 2025 á fundi sínum þann 4. nóvember 2021 og vísaði til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness.

Bæjarráð samþykkti áætlunina 2:0 en RÓ sat hjá við afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að vísa fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023 til og með 2025 til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þriðjudaginn 14. desember næstkomandi.

Samþykkt 9:0

3.Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023-2025

2106179

Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna ársins 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023 - 2025, ásamt meðfylgjandi tillögum, á fundi sínum þann 4. nóvember 2021 og vísaði til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness.

Bæjarráð samþykkti áætlunina 2:0 en RÓ sat hjá við afgreiðslu málsins.
Til máls tóku:
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri sem gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni og fór yfir helstu áhersluþætti og hagstærðir.

Framhald umræðu:
ELA, SMS og ÓA.
Forseti óskar eftir afleysingu 1. varaforseta þar sem hann hyggst taka til máls.

EBr, 1. varaforseti, tekur við stjórn fundarins.

Framhald umræðu:
VLJ, BD og KHS.
EBr, 1. varaforseti, óskar eftir að forseti taki á ný við stjórn fundarins þar sem hann hyggist taka til máls.

Forseti tekur á ný við stjórn fundarins.

Framhald umræðu:
EBr, ÓA og RÓ sem leggur fram eftirfarandi bókun:

Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnir harðlega ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um mikla launahækkun til æðstu embættismanna Akraneskaupstaðar. Um er að ræða prósentuhækkun sem erfitt er að finna fordæmi fyrir í rekstri bæjarfélagsins, hækkun sem sendir ekki rétt skilaboð inn í komandi kjarasamningsviðræður við stóran hluta starfsmanna kaupstaðarins.

Laun og launatengd gjöld Akraneskaupstaðar hafa hækkað hraðar en útsvarstekjur á undanförnum árum og í ársreikningi fyrir árið 2020 voru laun og launatengd gjöld um 73% af heildartekjum bæjarsjóðs. Rétt er að benda á að í sögulegu samhengi hefur það aldrei verið hærra hjá Akraneskaupstað og var það hæsta sem sást á þeim tíma hjá sveitarfélögum á Íslandi. Nú er svo komið að útsvarstekjur kaupstaðarins duga illa fyrir launum og launatengdum gjöldum. Áhyggjuefni sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur bent reglulega á en fær því miður að vaxa í tíð núverandi meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknar og frjálsra.

Nú stendur yfir vinna við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árin 2022-2025 þar sem blasa við áskoranir í að viðhalda rekstrarjafnvægi hjá kaupstaðnum. Erfitt er að verða við fjölmörgum beiðnum forstöðumanna stofnana þar sem fjármunir eru af skornum skammti. Ákvörðun um launahækkun til örfárra starfsmanna skýtur því skökku við og er með öllu taktlaus þegar verkefni bæjarstjórnar er að auka framleigð í rekstri öllum til hagsbótar.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra M. Sigurjónsdóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)

Framhald umræðu:
VJ og ELA sem leggur fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra telja mikilvægt að hækka laun sviðsstjóra með hliðsjón af álagi og unnum yfirvinnustundum þeirra. Í greiningu sem unnin var kemur fram að meðaltals yfirvinnustundir sviðsstjóra hjá Akraneskaupstað eru rúmlega 50 yfirvinnustundir á mánuði en þeir hafa ekki fengið greitt fyrir þá vinnu.

Í þeirri tillögu sem bæjarfulltrúar Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra samþykktu er lagt upp með að greiða 16 yfirvinnustundir á mánuði ofan á grunnlaun sviðsstjóra og með þessu er verið að koma á móts við það umfang og álag sem felst í viðkomandi störfum.

Í greiningu Haraldar Líndal Haraldssonar sem framkvæmd var í september 2020 á launakjörum sviðsstjóra hjá 9 sveitarfélögum, kom jafnframt fram að hvort sem miðað var við fámennari eða fjölmennari sveitarfélög þá voru laun sviðsstjóra hjá Akraneskaupsstað mun lægri heldur en meðaltalslaun fyrir sambærileg störf hjá öðrum sveitarfélögum. Mismunurinn á launum sviðsstjóra Akraneskaupstaðar og meðaltalslaunum sviðsstjóra hjá öðrum sveitarfélögum var um 392 þúsund krónur samkvæmt greiningu Haraldar. Sú tillaga sem bæjarfulltrúar Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra samþykktu felur í sér að ganga hluta leiðar í að jafna þennan launamun og nemur launahækkunin nú um 185 þúsund krónum.

Á síðasta kjörtímabili var lagt upp í þá vegferð að hækka laun sviðsstjóra og þá var mikilvægt skref stigið í þá átt. Á fundi bæjarráðs í janúar 2018 var ákveðið að þegar vinnu við starfsmat væri lokið yrðu teknar ákvarðanir um frekari launahækkanir í samræmi við launakjör sviðsstjóra hjá öðrum sveitarfélögum. Við það hefur ekki verið staðið fyrr en nú. Núverandi bæjarráð er því að standa við fyrirheit sem gefið var í tíð bæjarráðs fyrri bæjarstjórnar.

Rétt er að laun- og launatengd gjöld hafa farið vaxandi hjá Akraneskaupstað á undanförnum árum og sú staða er sambærileg við þróunina hjá öðrum sveitarfélögum. Stöðugildum hefur fjölgað á undanförnum árum, einkum í félagsþjónustu og fræðslu- og uppeldismálum. Gróf nálgun sýnir að hækkun launakostnaðar á árunum 2015 - 2020 skýrist um það bil í 40% tilfella af fjölgun stöðugilda en um 60% af hækkun launakostnaðar á hvert stöðugildi.

Þrátt fyrir þetta stendur fjárhagsstaða Akraneskaupstaðar styrkum fótum þrátt fyrir þær áskoranir sem við höfum staðið fram fyrir á undanförnum árum og þrátt fyrir að við séum ekki að nýta alla okkar tekjustofna, samanber að fasteignaskattar hér séu lágir í samanburði við önnur sveitarfélög og að framlög Jöfnunarsjóðs séu lág.

Elsa Lára Arnardóttir (sign)
Valgarður Lyngdal Jónsson (sign)
Bára Daðadóttir (sign)
Kristinn Hallur Sveinsson (sign)
Liv Ase Skarstad (sign)

Framhald umræðu:

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu um afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar:

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að vísa fjáhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna ársins 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023 til og með 2025, ásamt meðfylgjandi tillögum, til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þriðjudaginn 14. desember næstkomandi.

Samþykkt 9:0

4.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

2110005

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsæðis á landsbyggðinni.
Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnarfundar.
Forseti gerir tillögu um að umræðu og afgreiðslu málsins verði frestað.

Samþykkt 9:0

5.Aðalskipulag - Flóahverfi breyting

2110006

Breyting á Aðalskipulagi Akraness, lítilsháttar breyting á iðnaðarsvæði I5.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi verði skv. 2.mgr. 36.gr, skipulagslaga nr.123/2010.

Breyting á aðalskipulagi felst í að iðnaðarsvæði merkt I5,stækkar um 0.7ha.
Breyting á einungis við afmörkun svæðisins. Ekki er verið að breyta landnotkun eða auka nýtingu. Breytingin snertir á þessu stigi engan annan hagsmunaaðila en Akraneskaupstað. Með breytingunni fæst bætt nýting innan sama svæðis.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á aðalskipulagi Akraness sem felst í breytingu á iðnaðarsvæðinu I5 sem er stækkað um 0,7 ha. Breytingin er gerð samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða bæjarstjórnar Akraness skal auglýst og í framhaldinu send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Samþykkt 9:0

6.Aðalskipulag - breyting Hausthúsatorgs

2009133

Breyting á Aðalskipulagi Akaness 2005-2017, breyting felst í að skilgreindur verður nýr 1,6 ha landnotkunarreitur V-15 fyrir verslun og þjónustu norðan Akranesvegar og austan hringtorgs við Þjóðveg/Þjóðbraut. Mörkum íbúðarsvæðis norðan Akranesvegar, svæðis Íb- 21 er breytt lítillega. Meginútivistarstíg og reiðleið er breytt þannig að þeir svegjast norður fyrir V-13.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting verði auglýst skv. 31. gr.skipulagslaga nr.123/2010. Samsvarandi deiliskipulag skal auglýst samhliða.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Akraness vegna landnotkunarreits V-15 fyrir verslun og þjónustu norðan Akranesvegar og austan hringtorgs við þjóðveg/þjóðbraut. Aðalskipulagsbreytingin skal auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Leitað skal eftir samþykki Skipulagsstofnunar til auglýsingar. Samsvarandi deiliskipulag skal síðan auglýst samhliða.

Samþykkt 9:0

7.Deiliskipulag Hausthúsatorgs

2009134

Nýtt deiliskipulag Hausthúsatorgs sem unnið var samhliða breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017. Markmið skipulagsins er að byggja upp starfsemi fyrir verlsun og þjónustu, þ.m.t eldsneytisafgreiðslu ásamt dekkja- og smurþjónustu. Afmörkuð verður 16.000m2 lóð fyrir starfsemina, hámarksbyggingamagn 2000m2 með nýtingarhlutfallinu 0.125. Kvöð er um sérstakt upplýsingarsvæði fyrir vegfarendur, komið verði upp jarðvegsmön til að minnka ásýnd frá þjóðvegi.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Samsvarandi aðalskipulagsbreyting skal auglýst samhliða.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að nýtt deiliskipulag við Hausthúsatorg verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017. Deiliskipulagið skal auglýst skv. 41.gr skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt 9:0

8.Suðurgata 32 bílskúr breyting í íbúð - umsókn um byggingarleyfi

2101132

Umsókn um að breyta notkun bílskúrs í herbergi með baði og eldhúskrók í tengslum við gistiheimili, skv. meðfylgjandi uppdrætti. Fasteignin er á óskipulögðu svæði. Byggingarleyfið var grenndarkynnt samkvæmt 1.mgr. 44.gr. skipulagaslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum/íbúum Suðurgötu 30, Suðurgötu 32, Suðurgötu 33 og Akursbraut 11b. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn, að byggingarleyfi á grunni grenndarkynningar verði heimilað.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir veitingu byggingarleyfis vegna breytinga á Suðurgötu 32 þar sem bílskúr er breytt í íbúð.

Samþykkt 9:0

9.Fundargerðir 2021 - Bæjarráð

2101002

3474. fundur bæjarráðs þann 28. október 2021.
3475. fundur bæjarráðs þann 1. nóvember 2021.
3476. fundur bæjarráðs þann 4. nóvember 2021.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2021 - Velferðar- og mannréttindaráð

2101003

165. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 19. október 2021.
166. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 2. nóvember 2021.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2021 - Skóla- og frístundaráð

2101004

174. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 21. október 2021.
175. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 19. október 2021.
176. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 25. október 2021.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2021 - Skipulags- og umhverfisráð

2101005

216. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 19. október 2021.
217. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 25. október 2021.
218. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 1. nóvember 2021.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2021 o.fl. - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2101008

122. fundargerð stjórnar Höfða frá 18. október 2021 ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2021 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga

2101117

901. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. september 2021.
902. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. október 2021.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 21:23.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00