Fara í efni  

Bæjarstjórn

1319. fundur 13. október 2020 kl. 17:00 - 19:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundarins.
Fundurinn er haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

Fundarmenn samþykkja fundargerðina með rafrænum hætti í lok fundar.

Forseti vekur athygli fundarmanna á breyttri dagskrárröðun frá útsendri dagskrá þannig að fundarliðir nr. 1 og nr. 2 víxlast. Enginn fundarmanna hreyfði andmælum við þessu.

1.Launaviðaukar - fjárhagsáætlun 2020

2003227

Bæjarráð samþykkti launaviðauka á fundi sínum þann 24. september sl. sem felur í sér ráðstöfun að fjárhæð kr. 77.023.000 vegna samþykktar nýrra kjarasamninga á árinu. Bæjarráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.
Til máls tók:
ELA óskaði eftir að víkja af fundi þar sem málið tengist vinnustað hennar.

Engar athugasemdir gerðar við það af hálfu fundarmanna.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 25 við fjárhagsáætlun Akraness 2020 að fjárhæð kr. 77.023.000 vegna kjarasamninga á árinu. Viðaukinn bókast á viðeigandi deildir skv. meðfylgjandi fylgiskjali. Viðbótarkostnaði er mætt af óvissum útgjöldum að fjárhæð kr. 29.197.000 og með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi að fjárhæð kr. 47.826.000.

Samþykkt 8:0

ELA tekur sæti á fundinum að nýju.

2.Áhrif FL kjarasamninga á starfsemi leikskóla

2008210

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 24. september sl. aukafjárveitingu til leikskóla Akraneskaupstaðar vegna aukins undirbúningstíma leikskólakennara samkvæmt nýjum kjarasamningi Félags leikskólakennara sem kemur til framkvæmdar þann 1. október nk.

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 26. vegna þessa að heildarfjárhæð kr. 6.074.000 sem deilist niður á leikskólana fjóra. Ráðstöfuninni er mætt með lækkun rekstrarafgangs sem nemur umræddri fjárhæð.

Bæjarráð vísar viðaukanum til endanlegrar málsmeðferðar bæjarstjórnar Akraness.
Til máls tók:
RÓ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun Akraness 2020 að fjárhæð kr. 6.074.000 sem deilist niður á leikskólana. Ráðstöfuninni er mætt með lækkun rekstrarafgangs sem nemur umræddri fjárhæð.

Samþykkt 9:0

3.Breytingar á samþykktum Brú lífeyrissjóðs

2009167

Á fundi stjórnar Brúar lífeyrissjóðs þann 21. september voru lagðar fram tillögur að breytingum á réttindaákvæðum Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar. Bæjarráð samþykkti breytinguna og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir fyrirliggjandi breytingar á réttindaákvæðum Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 9:0

4.Fráveita - viðauki

1912306

Viðauki fráveitu var lagður fram á fundi bæjarráðs þann 10. september sl. Með viðaukanum er ábyrgð á álagningu og innheimtu tengigjalda færð til Veitna ohf. Ennfremur eru ákvæði um tengigjald fráveitu færð að þeim lagabreytingum sem orðið hafa.

Bæjarráð samþykkti fyrirliggjandi samningsdrög og vísaði málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn
Til máls tóku:
EBr og RÓ sem leggur fram tillögu um málsmeðferð um frestun málsins sem forseti ber upp til atkvæðis.

Samþykkt 8:1 (RBS er á móti)

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

5.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áfangi -Baugalundur 4 nýtingarhlutfall

2008126

Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að hækka nýtingarhlutfall lóðarinnur úr 0,35 í 0,42. Breytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum við Baugalund 1, 2, 6 og Blómalund 1 og 3. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tók:
EBr sem óskar að víkja af fundi vegn tengsla við lóðarhafa og engir fundarmenn gerðu athugasemdir við það.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagsbreytingu SkógarHverfi 2. áfanga vegna lóðarinnar Baugalundur 4 sem felst í hækkun nýtingarhlutfalls lóðarinnar um 0,07, úr 0,35 í 0,42, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku hennar verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 8:0

EBr tekur sæti á fundinum á ný.

6.Deiliskipulag Skógahverfi 1. áfangi - Asparskógar 6

2008164

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að heimilað verði frávik í deiliskipulagi Skógahverfis 1. áfanga, varðandi lóð við Asparskóga 6 um að hluti íbúða þurfi ekki að vera gegnumgangandi sbr. grein 3.6 í greinargerð með skipulaginu.

Frávikið verði heimilað skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breytingarnar eru í samræmi við meginatriði deiliskipulagsins og hafa engin áhrif á hagsmuni annarra en lóðarhafa og Akraneskaupstaðar og teljast þær því óverulegar.

RS og GS samþykktu afgreiðslu málsins, ÓA sat hjá.
Til máls tóku:
EBr, RBS, RÓ, EBr, SMS, ÓA, RBS, BD og RÓ sem gerir grein fyrir bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að þegar ætla má að skipulagsbreytingar verði umdeildar gangi Akraneskaupstaður lengra en skemur í kynningu til íbúa.

Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)

Forseti ber upp eftirfarandi:

Bæjarstjórn Akraness samþykkir, með vísan til 3.mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að heimila frávik í deiliskipulagi Skógarhverfis 1. áfanga, vegna lóðar við Asparskóga 6 um að hluti íbúða þurfi ekki að vera gegnumgangandi sbr. grein 3.6 í greinargerð með skipulaginu.

Samþykkt 5:3 (VLJ/BD/KHS/ELA/RBS):(RÓ/SMS/EBr), ÓA situr hjá.

7.Deiliskipulag Flóahverfi - Lækjarflói 10A

2009095

Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis vegna Lækjarflóa 10A var tekin fyrir í skipulags- og umhverfisráði þann 21. september sl. Breytingin felst í að stækka byggingarreit og er engin breyting á nýtingarhlutfalli lóðar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin/frávikið verði heimilað í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir, með vísan til 3.mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis vegna Lækjarflóa 10A sem felur í sér stækkun byggingarreits sem nemur 20,5 fermetrum, úr 200,8 fermetrum í 221,3 fermetra, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku hennar verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

8.Deiliskipulag Skógarhverfi áf. 4 - breyting á skilmálum

2008223

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gerð verði breyting á deiliskipulagi 4. áfanga Skógahverfis, sem felst í því að suðausturlóðamörk lóða nr. 1, 3 og 5 við Asparskóga verði færð um 4 m og verði við akbrautarkant. Með breytingunni verða bílastæði samsíða Asparskógum innan lóða en samkvæmt skilmálum eru þau meðtalin í bílastæðaþörf lóðanna. Kvöð verður á lóðunum um að Akraneskaupstaður leggi og viðhaldi gangstétt innan lóðanna meðfram Asparskógum samkvæmt deiliskipulagi.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að ákvæðum deiliskipulags um hámarksvegghæð á lóðum nr. 1, 3, 5 og 7 verði breytt þannig að hámarksvegghæð húsa með einhalla þaki verði 7,5 m í stað 6,5 m en hámarkshæð bygginga, 9,1 m yfir gólfkóta 1. hæðar, er óbreytt. Skýringarmynd í skipulagsskilmálum verður uppfærð til samræmis. Veitt er undanþága um að svalagangar verði heimilaðir á lóð nr. 3 við Asparskóga. Breytingarnar eru í samræmi við meginatriði deiliskipulagsins og hafa engin áhrif á hagsmuni annarra en lóðarhafa og Akraneskaupstaðar og teljast þær því óverulegar. Lagt er til að farið verði með þær skv. 3. mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

RS og GS samþykktu afgreiðslu málsins, ÓA sat hjá.
Til máls tóku:
EBr,RÓ, EBr og RÓ sem leggur fram eftirfarandi bókun Sjálfstæðisflokksins:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Rakel Óskarsdóttir, Sandra Margrét Sigurjónsdóttir og Einar Brandsson leggjast gegn afgreiðslu málsins. Um er að ræða fyrstu byggingu í nýsamþykktu deiliskipulagi sem mun gjörbreyta forsendum þess skipulags. Einnig liggja ekki öll gögn fyrir þessum fundi sem lögð voru fyrir skipulags- og umhverfisráð, sem dæmi sést ekki hver sækir um deiliskipulagsbreytinguna né hvort skipulagsuppdráttur liggi fyrir. Þessi vinnubrögð eru óásættanleg.

Bæjarfulltrúi Ólafur Adolfsson situr hjá við afgreiðslu málsins.

Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)

Forseti ber upp eftirfarandi:

Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga Skógahverfis, sem felst í því að suðausturlóðamörk lóða nr. 1, 3 og 5 við Asparskóga verði færð um 4 m og verði við akbrautarkant. Með breytingunni verða bílastæði samsíða Asparskógum innan lóða en samkvæmt skilmálum eru þau meðtalin í bílastæðaþörf lóðanna. Kvöð verður á lóðunum um að Akraneskaupstaður leggi og viðhaldi gangstétt innan lóðanna meðfram Asparskógum samkvæmt deiliskipulagi.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ákvæðum deiliskipulags 4. áfanga Skógarhverfis um hámarksvegghæð á lóðum nr. 1, 3, 5 og 7 verði breytt þannig að hámarksvegghæð húsa með einhalla þaki verði 7,5 m í stað 6,5 m en hámarkshæð bygginga, 9,1 m yfir gólfkóta 1. hæðar, er óbreytt. Skýringarmynd í skipulagsskilmálum verður uppfærð til samræmis. Veitt er undanþága um að svalagangar verði heimilaðir á lóð nr. 3 við Asparskóga. Breytingarnar eru í samræmi við meginatriði deiliskipulagsins og hafa engin áhrif á hagsmuni annarra en lóðarhafa og Akraneskaupstaðar og teljast þær því óverulegar.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir framangreindar breytingar með vísan til 3.mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku hennar verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 5:3 (VLJ/BD/KHS/ELA/RBS):(RÓ/SMS/EBr), ÓA situr hjá.

9.Aðalskipulag - breyting Hausthús

2009133

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytinga vegna Hausthúsatorgs verði auglýst.

Samþykkt 9:0

10.Deiliskipulag Hausthús

2009134

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna deiliskipulagsbreytinga vegna Hausthúsatorgs verði auglýst.

Samþykkt 9:0

11.Fundargerðir 2020 - Skóla- og frístundaráð

2001004

141. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 23. september 2020.
142. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 2. október 2020.
143. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 6. október 2020.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2020 - Skipulags- og umhverfisráð

2001005

172. fundargerð Skipulags- og umhverfisráðs frá 21. september 2020.
173. fundargerð Skipulags- og umhverfisráðs frá 28. september 2020.
174. fundargerð Skipulags- og umhverfisráðs frá 2. október 2020.
175. fundargerð Skipulags- og umhverfisráðs frá 5. október 2020.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2020 - Bæjarráð

2001002

3431. fundargerð bæjarráðs frá 24. september 2020.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2020 - Velferðar- og mannréttindaráð

2001003

136. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 7. október 2020.
Til máls tóku:
EBr um fundargerðina almennt.
KHS um fundargerðina almennt.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2020 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga

2002057

887. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. september 2020.
888. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. september 2020.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00