Fara í efni  

Bæjarstjórn

1310. fundur 24. mars 2020 kl. 17:00 - 20:10 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Guðjón Viðar Guðjónsson varamaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundarins. Einn fundarmanna SMS tekur þátt í fundinum í fjarfundi.

1.Covid 19 - Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga

2003191

Þriðjudaginn 17. febrúar sl. samþykkti Alþingi breytingar á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar.

Breytingarnar kveða á um að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Þetta er gert til að bregðast við aðstæðum sem hafa skapast vegna Covid-19 kórónaveirufaraldursins.

Í greinargerð með frumvarpi til laganna segir að rétt þyki að rýmka reglur um fjarfundi til að bregðast við tilmælum yfirvalda um sóttvarnir, án þess að það torveldi ákvarðanatöku innan stjórnkerfis sveitarfélaga.

Auglýsing ráðherra um framangreind bráðabirgðaákvæði birtist í Stjórnartíðindum og tók gildi þann 19. mars sl.

Samband Íslenska sveitarfélaga hefur einnig gefið út leiðbeiningar til sveitarstjórna um tilhögun fjarfunda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir með heimild í bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaganna nr. 138/2011 sbr. auglýsingu nr. 230/2020 í Stjórnartíðindum eftirfarandi ráðstafanir að hámarki til fjögurra mánaða skv. 1. sbr. 4. mgr. bráðabirgðaákvæðisins:

a. Að sveitarstjórn sé heimilt að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjóra og fagráða og nefnda sveitarfélagsins sbr. 1. tl. 3. mgr. auglýsingarinnar.

Samþykkt 9:0.

b. Að engar takmarkanir verða á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar eða fagráða ráða og nefnda með fjarfundabúnaði sbr. 2. tl. 3. mgr. auglýsingarinnar.

Samþykkt 9:0.

c. Að heimilt sé að staðfesta fundargerðir með samþykki í tölvupósti eða með öðrum rafrænum hætti, sbr. 5. tl. auglýsingarinnar.

Samþykkt 9:0.

2.Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna Covid-19

2003133

Covid-19 og samkomubann hefur haft mikil áhrif á starfsemi í stofnunum Akraneskaupstaðar.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir stöðuna í stofnunum og þau viðbrögð og aðgerðir sem gripið hefur verið til.
Til máls tóku: ELA, RÓ, EBr, SMS, KHS, VLJ, ÓA, GVG, RÓ og SFÞ.

3.Skýrsla bæjarstjóra 2020

2001229

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 26. febrúar síðastliðinn.
Til máls tóku: ÓA, RÓ og SFÞ.

4.Blóðskilun heilbrigðisþjónusta í heimabyggð

2003185

Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir að bæjarstjórn Akraness beiti sér fyrir því að heilbrigðisyfirvöld byggi upp bætta heilbrigðisþjónustu á Akranesi með uppsetningu á blóðskilunarvél á Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Til máls tóku: ELA, EBr, ÓA, SFÞ, ÓA, SFÞ og KHS.

Bæjarstjórn Akraness ítrekar ósk sína frá 2017 til heilbrigðisráðherra um að byggð verði upp bætt heilbrigðisþjónusta á Akranesi og nágrenni með uppsetningu á blóðskilunarvél á Heilbrigðisstofnum Vesturlands á Akranesi (HVE).

Bæjarstjórn Akraness vekur athygli heilbrigðisráðherra á að jafnræðis er ekki gætt í heilbrigðisþjónustu við íbúa á þjónustusvæði HVE sem þurfa að fara í blóðskilun til höfuðborgarsvæðisins og íbúa sem njóta þjónustu heilbrigðisstofnana á stór-Reykjavíkursvæðinu og geta sótt þjónustuna í nærumhverfi sínu. Sjúklingar í þessari stöðu á Akranesi og nágrenni eru háðir aðstoð sinna nánustu eða e.a. frá sveitarfélaginu því meðferð af þessum toga, sem er þeim lífsnauðsynleg, getur tekið allt að 6 til 7 klst. í senn í nokkur skipti í viku hverri og eiga viðkomandi eðli máls samkvæmt ekki kost á að nýta almenningssamgöngur eða keyra eigin bíl. Allar forsendur eru til staðar við HVE á Akranesi til að taka upp þessa þjónustu og sem kunnugt er býr stofnunin yfir miklum mannauð og vilja og hefur veitt öfluga heilbrigðisþjónustu á öllu Vesturlandi. HVE er tilbúið að taka við auknum verkefnum og áskorunum eins og raun ber vitni með tilvísun í samþykkt heilbrigðisráðherra frá því í október 2019 um að gera sjúkrahúsið á Akranesi að miðstöð liðskiptaaðgerða á mjöðmum og hnjám.

Samþykkt 9:0.

5.Umsókn í framkvæmdasjóð aldraðra 2020

1909277

Akraneskaupstaður hefur sótt um styrk úr Framkvæmdasjóði aldraðra vegna uppbyggingar þjónustumiðstöðvarinnar að Dalbraut 4 en umsóknarfresturinn rann út þann 24. febrúar síðastliðinn.

Til samþykktar er staðfesting bæjarstjórnar Akraness á fjármögnum framkvæmdarinnar.
Bæjarstjórn Akraness staðfestir að samþykktir liggja fyrir um fjármögnun bæjaryfirvalda á Akranesi um uppbyggingu þjónustumiðstöðvar á Dalbraut 4 Akranesi. Samþykkt fjárhæð í fjárhagsáætlun ársins 2020 er 375 m.kr. en heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður um 630 m.kr. og ráðgert að framkvæmdum verði lokið haustið 2021.

Samþykkt 9:0.

6.Deiliskipulag Skógarhverfis 2. áf. - Fagrilundur 3A og 3B

2001282

Beiðni um að fá að breyta lóðarmörkum milli Fagralundar 3A og 3B. Skipulags- og umhverfisráð lagði til að grenndarkynna skipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum við Fagralund 1A-1C, 5-7, Akralundi 13, 15, 17 og 19.
Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagsbreytingu Skógarhverfis 2. áfanga um breytt lóðarmörk milli Fagralundar 3A og 3B, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0.

7.Deiliskipulag - Garðabraut 1

1911181

Lögð fram skipulagslýsing vegna lóðar við Garðabraut 1.

Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði send umsagnaraðilum og auglýst til kynningar samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin tekur til áforma um deiliskipulag lóðarinnar við Garðabraut 1.
Til máls tóku: EBr, RBS, RÓ og RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipulagslýsing vegna lóðar við Garðabraut 1 sem tekur til áforma um deiliskipulag lóðarinnar, verði send umsagnaraðilum og auglýst til kynningar samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

8.Flóahverfi - Lækjarflói 10

2003189

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að lóð við Lækjarflóa 10 verði skipt upp sbr. meðfylgjandi uppdrátt. Breytingin fellur undir 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Til máls tóku: EBr og RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir uppskiptingu lóðar við Lækjarflóa 10 í samræmi við heimild skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fjöldi lóða á skipulagssvæðinu verður þá samtals 59 í stað 58 en engin breyting er gerð á skilmálum skipulagsins.

Samþykkt 9:0.

9.Fundargerðir 2020 - Bæjarráð

2001002

3405. fundargerð bæjarráðs frá 12. mars 2020
3406. fundargerð bæjarráðs frá 13. mars 2020
Til máls tóku:
ELA um fundargerð nr. 3405, liði nr. 3, nr. 4 og nr. 5.
ELA um fundargerð nr. 3406, lið nr. 1.
RÓ um fundargerð nr. 3406, lið nr. 1.
Ró um fundargerð nr. 3405, lið nr. 10, nr. 3.

Gert hlé á fundi í 10 mínútur.

GVG um fundargerð nr. 3405, lið nr. 4 og lið nr. 5.
RBS um fundargerð nr. 3405, lið nr. 4.
SFÞ um fundargerð nr. 3405, lið nr. 10.
ELA um fundargerð nr. 3405, lið nr. 3 og nr. 10.
ELA um fundargerð nr. 3406, lið nr. 1.
RÓ um fundargerð nr. 3405, lið nr. 3.
KHS um fundargerð nr. 3405, lið nr. 3.
GVG um fundargerð nr. 3405, lið nr. 3.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2020 - Skóla- og frístundaráð

2001004

126. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 17. mars 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2020 - Skipulags- og umhverfisráð

2001005

146. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 9. mars 2020.
147. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 18. mars 2020.
Til máls tóku:
EBr um önnur mál.
RBS um önnur mál.
RÓ um önnur mál og fundargerð nr. 147, lið nr. 3.
ELA um önnur mál.
SFÞ um önnur mál.
RBS um fundargerð nr. 147, lið nr. 3.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2020 - Velferðar- og mannréttindaráð

2001003

123. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 18. mars 2020.
Til máls tóku:

EBr um lið nr. 2.
KHS um lið nr. 2.
ELA um lið nr. 2.
KHS um lið nr. 2.
RÓ um lið nr. 2.
SFÞ um lið nr. 2.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2020 - SSV

2001008

151. fundargerð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi frá 5. febrúar 2020.
Til máls tóku:
RÓ um önnur mál.
EBr um önnur mál.
VLJ um lið nr. 6
RÓ um lið nr. 6.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2020 - Faxaflóahafna

2001014

189. fundargerð Faxaflóahafna sf. frá 20. mars 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00