Fara í efni  

Bæjarstjórn

1293. fundur 17. apríl 2019 kl. 20:00 - 21:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Þórður Guðjónsson varamaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson varamaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundarins.

1.Ársreikningur 2018 - ábyrgðar- og skuldbindingaryfirlit

1904149

Óskað er eftir staðfestingu bæjarstjórnar Akraness á ábyrgðar- og skuldbindingaryfirlit í sundurliðunarbók ársreiknings Akraneskaupstaðar vegna ársins 2018.
Forseti leggur fram tillögu um að ræða dagskrárliði nr. 1 til og með nr. 4 saman undir dagskrárlið nr. 2 og að gerð verði grein fyrir umræðunni þar þó hvert og eitt mál verði eðli máls samkvæmt afgreitt sérstaklega.

Tillagan samþykkt 9:0.

Bæjarstjórn staðfestir ábyrgðar- og skuldbindingaryfirlit í sundurliðunarbók ársreiknings Akraneskaupstaðar vegna ársins 2018.

Samþykkt 9:0.

2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2018 - A hluti

1904057

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2018 - A hluti. Síðari umræða.
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Byggðasafnið í Görðum
1.4 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.

Rekstrarniðurstaða A-hluta, fyrir óreglulega liði, er jákvæð um 743,7 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 163,3 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða A-hluta með óreglulegum liðum er jákvæð um 814,5 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 165,3 mkr. rekstrarniðurstöðu.

Lykiltölur:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í mkr. er 1.183 en nam 568 mkr. árið 2017.
Skuldaviðmið er 26,0% en var 61,0% árið 2017.
EBITDA framlegð er 11,7% en var 12,52% árið 2017.
Veltufé frá rekstri er 21,36% en var 13,96% árið 2017.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 92% en var 98% árið 2017.
Eiginfjárhlutfall er 55% en var 52% árið 2017.
Veltufjárhlutfall er 2,76 en var 1,7 árið 2017.
Til máls tóku: ELA, SMS.

Forseti óskar eftir að varaforseti taki við stjórn fundarins þar sem hann óski eftir að taka til máls.
GJJ tekur við stjórn fundarins.

Framhald umræðu:

VLJ sem leggur fram eftirtalda bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra vegna ársreiknings Akraneskaupstaðar 2018:

Ársreikningur Akraneskaupstaðar fyrir árið 2018 sýnir ábyrga fjármálastjórn og trausta fjárhagsstöðu. Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð um 826 milljónir króna sem er 631 milljónum króna betri afkoma en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun ársins með viðaukum. Skuldaviðmið samstæðu lækkar niður í 26%, heildartekjur ársins hjá samstæðu voru 8,5% yfir áætlun eða 597 milljónir króna, veltufé frá rekstri hjá samstæðu var 19,5% af heildartekjum eða 1.490 milljónir króna og fjárfest var fyrir 563 milljónir króna á árinu 2018.

Rétt er að halda því til haga að þessum árangri var ekki náð á einum degi eða einu ári. Fast var tekið á rekstri bæjarins á kjörtímabilinu 2010-2014 þegar allt kapp var lagt á að koma Akraneskaupstað úr slæmri stöðu, dregið var saman í rekstri og skuldir greiddar niður. Framhald varð á þeirri stefnu á kjörtímabilinu 2014-2018 og áhersla lögð á ábyrga fjármálastjórn og aga í rekstri. Ljóst er því að núverandi bæjarstjórn og Akurnesingar allir standa í þakkarskuld við síðustu tvær bæjarstjórnir fyrir að hafa sýnt þann aga og úthald sem þurfti til að koma rekstri Akraneskaupstaðar í þá stöðu sem nú blasir við.

Um leið og við fögnum góðri niðurstöðu ársreikningsins, þá dylst engum að mörg verkefni bíða. Götur og göngustígar þurfa á bæði viðhaldi og nýframkvæmdum að halda og fjölgun íbúa kallar á nauðsynlega uppbyggingu þjónustu og innviða samhliða mikilvægu viðhaldi á öllum eignum bæjarins. Verkefni núverandi bæjarstjórnar verður að tryggja það að góð fjárhagsleg staða bæjarfélagsins skili sér í auknum lífsgæðum og velferð íbúa á Akranesi.

Valgarður L. Jónsson (sign)
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir (sign)
Kristinn Hallur Sveinsson (sign)
Elsa Lára Arnardóttir (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)

Forseti tekur að nýju við stjórn fundarins.

Framhald umræðu:

RÓ sem leggur fram eftirtalda bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna ársreiknings Akraneskaupstaðar 2018:

Á rekstrarárinu 2018 skilar Akraneskaupstaður um 826 m.kr. afgangi eða um 631 m.kr. umfram áætlun og verður það að teljast framúrskarandi góður árangur. Lykill að þessum góða árangri liggur í raunsærri og faglegri fjárhagsáætlun þáverandi meirihluta, öguðum vinnubrögðum og styrkri fjármálastjórn ásamt ráðdeild starfsmanna og stofnana Akraneskaupstaðar.

Hafa ber í huga að umræddur ársreikningur endurspeglar kosningaár sem ber þess vitni að þáverandi meirihluti sýndi mikla ráðdeild og aga í fjármálum. Í kosningabaráttunni á árinu 2018 skrifuðu fulltrúar núverandi meirihluta greinar í fjölmiðla þar sem dregin var í efa sterk fjárhagsstaða Akraneskaupstaðar. Í greinunum er gefið í skyn að góður árangur ársins 2017 væri á sandi byggður, framkvæmdum hefði verið frestað og að óvæntar tekjur frá jöfnunarsjóði fegruðu afkomutölur.

Ánægjulegt er að sjá að núverandi meirihluti fagni góðum árangri fyrir árið 2018 en undir liggur sú spurning hvort innsýn fulltrúa meirihlutans í fjármál Akraneskaupstaðar hafi ekki verið betri en raun ber vitni eða hvort vísvitandi var verið að reyna að slá ryki í augu kjósenda á Akranesi í aðdraganda kosninga.

Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)
Þórður Guðjónsson (sign)

Forseti óskar eftir að varaforseti taki við stjórn fundarins þar sem hann óski eftir að taka til máls.
GJJ tekur við stjórn fundarins.

Framhald af umræðu:

VLJ, RÓ, ELA, VLJ, ÓA.

Forseti tekur að nýju við stjórn fundarins.

Bæjarstjórn samþykkir ársreikninga A- hluta Akraneskaupstaðar og staðfestir hann með áritun sinni.

Samþykkt 9:0.

3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2018 - B-hluti

1904058

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2018 - B hluti. Síðari umræða.
2.1 Fasteignafélag Akranes ehf.
2.2 Gáma
2.3 Háhiti ehf.
2.4 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Rekstrarniðurstaða B-hluta var jákvæð um 11,5 mkr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 29,8 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
Bæjarstjórn samþykkir ársreikninga B- hluta Akraneskaupstaðar og staðfestir hann með áritun sinni.

Samþykkt 9:0.

4.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2018 - samstæða

1904059

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2018. Síðari umræða.

Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar, fyrir óreglulega liði, var jákvæð um 738,9 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 179,7 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar með óreglulegum liðum var jákvæð um 826,1 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 195,1 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Lykiltölur:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í mkr. er 2.081 en nam 1.330 mkr. árið 2017.
Skuldaviðmið er 26,0% en var 61,0% árið 2017.
EBITDA framlegð er 10,80% en var 11,55% árið 2017.
Veltufé frá rekstri er 19,5% en var 12,73% árið 2017.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 87% en var 94% árið 2017.
Eiginfjárhlutfall er 53,0% en var 50,0% árið 2017.
Veltufjárhlutfall er 2,52 en var 1,62 árið 2017.
Bæjarstjórn samþykkir ársreikninginn og staðfestir hann með áritun sinni.

Samþykkt 9:0.

5.Aðalskipulag - Tjaldsvæði við Kalmansvík

1904033

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði send umsagnaraðilum og auglýst til kynningar samkv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsing tekur til breytinga á aðalskipulagi jafnframt því sem kynnt eru áform um deiliskipulag tjaldsvæðis við Kalmansvík. Fyrri skipulagslýsing sem kynnt var í september 2016 fellur úr gildi með kynningu nýrrar lýsingar.
Til máls tóku: RBS, RÓ, SMS, RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipulagslýsingin vegna breytinga á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 verði send umsagnaraðilum og auglýst til kynningar samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

6.Deiliskipulag Miðvogslækjarsvæði - Þjóðvegur 13 og 13A grenndarkynning

1902123

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi vegna Miðvogslækjasvæðis er varðar lóðirnar við Þjóðveg 13 og 13A. Breytingin felur í sér fjölga lóðum, eftir breytingu verða á svæðinu 5 einbýlishúsalóðir og ein lóð undir geymslu/hesthús. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum á Borgarholti, Borgarholti 2 og Þjóðvegi Einhamri 3. Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin fór fram frá 5. mars til 2. apríl 2019, engar athugasemdir bárust.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi vegna Miðvogslækjasvæðis og að hún verði send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0.

7.Fundargerðir 2019 - bæjarráð

1901005

3372. fundargerð bæjarráðs frá 11. apríl 2019.
Til máls tóku: ELA, GJJ, RÓ, SFÞ, ÞG, ELA.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2019 - skipulags- og umhverfisráð

1901008

110. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 15. apríl 2019.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2019 - Orkuveita Reykjavíkur

1901021

273. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. mars 2019.
Fundargerð aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 4. apríl 2019.
Forseti óskar eftir að varaforseti taki við stjórn fundarins þar sem hann óski eftir að taka til máls.
GJJ tekur við stjórn fundarins.

Til máls tóku: VLJ, RÓ.

Forseti tekur að nýju við stjórn fundarins.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2019 - Faxaflóahafnir

1901022

179. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 12. apríl 2019.
Til máls tók: RÓ, RBS.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 21:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00