Fara í efni  

Bæjarstjórn

1292. fundur 09. apríl 2019 kl. 17:00 - 20:55 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Þórður Guðjónsson varamaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
 • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
 • Bára Daðadóttir aðalmaður
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundarins.

Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:

Mál nr. 1904082 um fundi bæjarstjórnar Akraness, verður dagskrárliður nr. 1 verði málið samþykkt.

Samþykkt 9:0.

Mál nr. 1904106 um starfslok sóknarprests í Akraneskirkju í Garðaprestakalli, verður dagskrárliður nr. 8 verði málið samþykkt.

Samþykkt 9:0.

1.Fundir bæjarstjórnar Akraness

1904082

Lagt er til að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar Akraness verði miðvikudaginn 17. apríl kl. 20:00 í stað þriðjudagsins 23. apríl kl. 17:00.
Samþykkt 9:0.

2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2018 - A hluti

1904057

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2018 - A hluti
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Byggðasafnið í Görðum
1.4 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.

Rekstrarniðurstaða A-hluta, fyrir óreglulega liði, er jákvæð um 743,7 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 163,3 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða A-hluta með óreglulegum liðum er jákvæð um 814,5 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 165,3 mkr. rekstrarniðurstöðu.

Lykiltölur:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í mkr. er 1.183 en nam 568 mkr. árið 2017.
Skuldaviðmið er 43,0% en var 61,0% árið 2017.
EBITDA framlegð er 11,7% en var 12,52% árið 2017.
Veltufé frá rekstri er 21,36% en var 13,96% árið 2017.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 92% en var 98% árið 2017.
Eiginfjárhlutfall er 55% en var 52% árið 2017.
Veltufjárhlutfall er 2,76 en var 1,7 árið 2017.

Bæjarráð staðfestir ársreikninga Aðalsjóðs og Eignasjóðs með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn að ársreikningar Aðalsjóðs, Eignasjóðs, Byggðasafnsins í Görðum og Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. verði samþykktir.
Forseti leggur fram tillögu um að ræða dagskrárliði nr. 1 til og með nr. 3 saman undir dagskrárlið nr. 1 og að gerð verði grein fyrir umræðunni þar þó hvert og eitt mál verði eðli máls samkvæmt afgreitt sérstaklega.

Tillagan samþykkt 9:0.

Til máls tóku:
SFÞ, ELA, SMS, RBS,ÞG og ÓA.

Forseti óskar eftir að varaforseti taki við stjórn fundarins þar sem hann óski eftir að taka til máls.
GJJ tekur við stjórn fundarins.

Framhald umræðu:

VLJ.
Forseti tekur að nýju við stjórn fundarins.

Framhald umræðu:

GJJ, SMS, EBr, ELA, RBS og ÓA.
Forseti óskar eftir að varaforseti taki við stjórn fundarins þar sem hann óski eftir að taka til máls.
GJJ tekur við stjórn fundarins.

Framhald umræðu:

VLJ.
Forseti tekur að nýju við stjórn fundarins.

SFÞ
Samþykkt að vísa reikningum A- hluta Akraneskaupstaðar til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 17. apríl næstkomandi.

Samþykkt 9:0.

3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2018 - B-hluti

1904058

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2018 - B hluti
2.1 Fasteignafélag Akranes ehf.
2.2 Gáma
2.3 Háhiti ehf.
2.4 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Rekstrarniðurstaða B-hluta var jákvæð um 11,5 mkr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 29,8 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Bæjarráð staðfestir ársreikning Gámu með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn að ársreikningar Fasteignafélagsins ehf., Gámu, Háhita ehf. og Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis verði samþykktir.
Samþykkt að vísa ársreikningum B- hluta Akraneskaupstaðar til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 17. apríl næstkomandi.

Samþykkt 9:0.

4.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2018 - samstæða

1904059

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2018 ásamt ábyrgðar-og skuldbindingayfirliti vegna sama árs.

Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar, fyrir óreglulega liði, var jákvæð um 738,9 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 179,7 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar með óreglulegum liðum var jákvæð um 826,1 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 195,1 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Lykiltölur:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í mkr. er 2.081 en nam 1.330 mkr. árið 2017.
Skuldaviðmið er 44,0% en var 61,0% árið 2017.
EBITDA framlegð er 10,80% en var 11,55% árið 2017.
Veltufé frá rekstri er 19,5% en var 12,73% árið 2017.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 87% en var 94% árið 2017.
Eiginfjárhlutfall er 53,0% en var 50,0% árið 2017.
Veltufjárhlutfall er 2,52 en var 1,62 árið 2017.

Bæjarráð staðfestir samstæðuársreikning Akraneskaupstaðar með undirritun og leggur til við bæjarstjórn að reikningurinn og ábyrgðar- og skuldingaryfirlit vegna ársins 2018 verði samþykkt.
Samþykkt að vísa samstæðureikningi A- og B- hluta Akraneskaupstaðar til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 17. apríl næstkomandi.

Samþykkt 9:0.

5.Aðalskipulag - Grenjar - breyting vegna Bakkatúns 30-32

1809059

Breyting á aðalskipulagi Grenja hafnarsv.H3, vegna Bakkatúns 30-32 sem var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var til 27. mars 2019.
Engin breyting er gerð á almennum texta greinargerðar. Breytingin felst í nánari skilgreiningu á þeirri starfsemi sem heimil verður á hafnarsvæði H3.
Núverandi skipulagsákvæði er eftirfarandi:
"Uppbygging skv. deiliskipulagi"
Skipulagsákvæði verður eftir breytingu:
"Á svæðinu er gert ráð fyrir skipasmíði, skipaviðgerðum, hafsækinni starfsemi, iðnaðarframleiðslu og þjónustu við sjávarútveg, fiskiðnað og annan matvælaiðnað".

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt sbr. 32.gr. skipulagslaga nr.123/2010 og send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Forseti óskar eftir að dagskrárliður nr. 5 (Aðalskipulag Grenjar) og liður nr. 6 verði ræddir undir dagskrárlið nr. 5 og að gerð verði grein fyrir umræðunni þar en hvort mál um sig verði eðli máls samkvæmt afgreitt sérstaklega.
Samþykkt 9:0.

EBr lýsir sig vanhæfan til afgreiðslu málsins og óskar eftir að víkja af fundi. Fundurinn gerir ekki athugasemdir við það og víkur EBr af fundi.

Til máls tóku:
SMS og RBS.

Bæjarstjórn samþykkir breytingu á aðalskipulagi Grenja hafnarsvæði H3,vegna Bakkatúns 30-32, skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að breytingin verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Samþykkt 8:0 (EBr tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni).

6.Deiliskipulag Grenja hafnarsv. H3 - vegna Bakkatúns 30-32

1809055

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs, sem haldinn var þann 1. apríl sl., var fjallað um breytingu á deiliskipulagi Grenja hafnarsv.H3, vegna Bakkatúns 30-32, sem auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var til 27. mars 2019.

Breytingar felast í því að skilgreindur er nýr byggingareitur fyrir viðbyggingu til suðvesturs frá núverandi byggingu við Bakkatún 30-32. Nýtingarhlutfall eykst úr 0.35 í 0.5. Þessu til viðbótar er svæði við Bakkatún 30 sem er skilgreint fyrir geymslugáma og brotmálma fært til norðausturs að gafli núverandi byggingar. Skilgreiningu svæðisins er breytt í að vera einnig svæði fyrir forðageymslu fyrir gas.
Engin athugasemd barst.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi Grenja hafnarsvæði H3,vegna Bakkatúns 30-32, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að breytingin verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildstöku verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 8:0 (EBr tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni).

7.Laun bæjarfulltrúa - uppfært

1806121

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 27. mars síðastliðinn breytingar á reglum um laun hjá Akraneskaupstað fyrir setu í ráðum, nefndum og starfshópum.

Breytingin felur ekki í sér aukin fjárútlát miðað við samþykkta fjárhagsáætlun 2019 en um er að ræða orðalagsbreytingar í reglunum og breytingar á fjárhæðum í samræmi við breytingar á launavísitölu, sbr. 2. mgr. 1. gr. reglnanna.

Reglunum er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
EBr tekur sæti á fundinum að nýju.

Til máls tóku:
EBr og ELA.

Samþykkt 9:0.

8.Starfslok sóknarprests Akraneskirkju

1904106

Starfslok Eðvarðs Ingólfssonar sóknarprests í Garðaprestakalli
Bæjarstjórn Akraness færir Eðvarði Ingólfssyni sérstakar þakkir fyrir störf hans í þágu Akurnesinga síðastliðin 22 ár en hann hefur nú látið af störfum og tekið við embætti sérþjónustuprests hjá embætti biskups Íslands.

9.Fundargerðir 2019 - bæjarráð

1901005

3370. fundargerð bæjarráðs frá 27. mars 2019.
3371. fundargerð bæjarráðs frá 4. apríl 2019.
Til máls tóku:
ELA um fundargerð nr. 3370, fundarliði nr. 2, nr. 3, nr. 4, nr. 6, nr. 7, nr. 8, nr. 9, nr. 11 og nr. 18.
VLJ um fundargerð nr. 3370, fundarlið nr. 14.
GJJ um fundargerð nr. 3370, fundarliði nr. 2 og nr. 6.
EBr um fundargerð nr. 3370, fundarlið nr. 8.
SMS um fundargerð nr. 3370, fundarlið nr. 2, nr. 14, nr. 17 og nr. 18.
SFÞ um fundargerð nr. 3370, fundarliði nr. 8, og nr. 11.
ELA um fundargerð nr. 3370, fundarlið nr. 8 og nr. 14.
RBS um fundargerð nr. 3370, fundarliði nr. 7 og nr. 14.
GJJ um fundargerð nr. 3370, fundarlið nr. 2 og fundargerð nr. 3371, fundarlið nr. 3.


Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2019 - velferðar- og mannréttindaráð

1901006

103. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 3. apríl 2019.
Til máls tóku:
GJJ og óskaði Önnu Þóru Þorgilsdóttur velkomna til starfa í ráðinu og þakkaði Elsu Láru Arnardóttur fyrir samstarfið.
GJJ um fundarliði nr. 2. og nr. 3.
ELA sem þakkaði fyrir samstarfið og óskaði ráðsmönnum velfarnaðar í þeirra störfum, Akurnesingum til heilla.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2019 - skóla- og frístundaráð

1901007

103. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 5. apríl 2019.
Til máls tóku:
EBr um fundarlið nr. 1.
BD um fundarlið nr. 1.
SMS um fundarlið nr. 1.
EBr um fundarlið nr. 1.
BD um fundarlið nr. 1.
GJJ um fundarlið nr. 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2019 - skipulags- og umhverfisráð

1901008

108. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 25. mars 2019.
109. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 1. apríl 2019.
Til máls tóku:
RBS um fundargerð nr. 109, fundarliði nr. 2 og nr. 8.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2019 - Orkuveita Reykjavíkur

1901021

271. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. febrúar 2019.
272. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 14. mars 2019.
Forseti óskar eftir að varaforseti taki við stjórn fundarins þar sem hann óski eftir að taka til máls.
GJJ tekur við stjórn fundarins.

VLJ, þakkar Guðjóni Viðari Guðjónssyni fyrir hans störf í stjórn Orkuveitunnar undanfarið ár og þakkar jafnframt fyrir það traust að vera fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn Orkuveitunnar fyrir hönd Akraneskaupstaðar.
VLJ um fundargerð nr. 272, fundarliði nr. 1 og nr. 3.

SFÞ um fundargerð nr. 272, fundarlið nr. 3.

Forseti tekur að nýju við stjórn fundarins.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:55.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00