Fara í efni  

Bæjarstjórn

1202. fundur 11. desember 2014 kl. 17:00 - 18:35 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar Sigríður Indriðdóttir stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundarins.
Forseti óskaði eftir að taka inn með afbrigðum, sbr. lið 15 gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, mál nr. 1411146, þar sem lagt er til að færa næsta bæjarstjórnarfund, sem vera á 23. desember, fram til föstudagsins 19. desember nk.

Samþykkt 9:0.

1.Fjárhagsáætlun 2015

1405055

Til máls tóku: RÁ og IV.
Eftirfarandi breytingartillögur eru lagðar fram til samþykktar.
1.1. Fjárfestingaráætlun 2015 - Málnúmer 1411070
Bæjarstjórn samþykkir að ráðstafa alls kr. 298.046.000 í fjárfestingar vegna framkvæmda á árinu 2015.
Bæjarstjórn samþykkir kr. 50.000.000 hækkun á fjárfestingaráætlun ársins 2015 sem verði mætt með samsvarandi lækkun á handbæru fé.
Bæjarstjórn felur skipulags- og umhverfisráði að leggja fram sundurliðaða fjárfestingaráætlun fyrir bæjarráð fyrir 1. febrúar næstkomandi.

Samþykkt 9:0.


1.2. Framkvæmdaáætlun 2015 - Málnúmer 1411071
Bæjarstjórn samþykkir að ráðstafa kr. 67.023.000 í framkvæmdaáætlun ársins 2015.
Bæjarstjórn felur skipulags- og umhverfisráði að leggja fram tillögur að sundurliðaðri framkvæmdaáætlun og leggja fyrir bæjarráð fyrir 1. febrúar næstkomandi.

Samþykkt 9:0.

1.3. Viðhald fasteigna og lóða 2015 - Málnúmer 1411072
Bæjarstjórn samþykkir að ráðstafa kr. 69.267.000 á árinu 2015 til almenns viðhalds og húsumsjónar í Eignasjóði og Fasteignafélagi Akraneskaupstaðar slf.

Samþykkt 9:0.

1.4. Langtímaveikindi starfsmanna 2015 - Málnúmer 1411074
Bæjarstjórn samþykkir að ráðstafa kr. 21.600.000 á árinu 2015 vegna langtímaveikinda starfsmanna.

Samþykkt 9:0.

1.5. Þróunarsjóður skóla- og frístundaráðs - Málnúmer 1406194
Bæjarstjórn samþykkir að ráðstafa kr. 3.500.000 í sérstakan þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs á árinu 2015.
Sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs er falið að gera tillögu að úthlutunarreglum og leggja fyrir skóla- og frístundaráð fyrir 1. febrúar næstkomandi og að reglurnar verði samþykktar af bæjarráði.

Samþykkt 9:0.

2.Fjárhagsáætlun 2015

1405055

Fjárhagsáætlun 2015 ásamt tillögum lögð fram til síðari umræðu og samþykktar.
Til máls tók IV(S) og leggur fram eftirfarandi bókun frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar:

"Sú fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir í frumvarpi til samþykktar í bæjarstjórn er ekki áætlun mikilla breytinga þar sem lítið fjármagn er til staðar til framkvæmda. Þó er eitt og annað jákvætt sem gert er ráð fyrir að ráðast í á nýju ári og teljum við það vel. Þetta eru hlutir eins og að leggja aukna áherslu á velferðar- og mannréttindamál og skóla- og frístundamál með nýju stjórnskipulagi, ráðast í breytingar á sambýlinu við Vesturgötu og breyta því í íbúðasambýli, ráðstafa fé í húsafegrunarsjóð og setja á stofn þróunarsjóð fyrir skóla- og frístundastarf í bænum. Öll þessi mál eru í anda stefnumála Samfylkingarinnar og við erum ánægð með að þau nái fram að ganga í þessari fjárhagsáætlun.

Nokkur atriði í þessu frumvarpi til fjárhagsáætlunar teljum við þó gagnrýni verð og skulu þau helstu hér upp talin:

Við gagnrýnum óþarfa kostnað vegna áheyrnarfulltrúa meirihutaflokkanna í ráðum bæjarins. Við teljum að eðlilegt væri að Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð skiptu á milli sín sætum aðalmanna í ráðum, en slepptu því að skipa áheyrnarfulltrúa frá meirihlutanum. Þannig teljum við að formlegur meirihluti eigi að vinna; sem ein heild en ekki sem tveir flokkar. Okkar skoðun er sú að réttur til áheyrnarfulltrúa sé hugsaður til að tryggja lágmarks aðkomu framboða sem lenda í minnihluta í bæjarstjórn eftir kosningar en ekki til að tryggja meirihlutanum fleiri sæti til að deila út. Þarna teljum við að spara megi hátt í fjórar milljónir á ári sem hægt væri að nýta í önnur verkefni á vegum bæjarins, sem verið er að setja á frost á næsta ári.

Svo virðist sem lítið verði gert í lagfæringum á götum og gangstéttum bæjarins á næsta ári. Einnig er ljóst að fyrir þá peninga sem lagðir eru í viðhald verður væntanlega ekki mikið hægt að vinna niður það viðhald sem komið er á tíma á fjölmörgum mannvirkjum bæjarins. Þetta er óheillaþróun sem við óttumst að verði bæjarfélagin afar dýrt á endanum.

Við gagnrýnum 5 milljóna króna niðurskurð í menningarmálum á Akranesi þar sem við teljum þennan þátt afar mikilvægan í bæði menningarlífi og ferðaþjónustu í bænum. Þarna má t.d. nýta þann pening sem fer í að halda úti auka áheyrnarfulltrúa meirihlutans í ráðum kaupstaðarins.

Við gagnrýnum flatan niðurskurð á gjaldaliðum utan launaliða til reksturs stofnana Akraneskaupstaðar uppá 37 milljónir eða um 3,4%. Við teljum eðlilegra að forgangsraða í þessum niðurskurði þar sem stofnanirnar hafa misjöfn tækifæri til frekari niðurskurðar í sínum rekstri.

Þrátt fyrir gagnrýni okkar á ákveðna þætti í fjárhagsáætluninni erum við samþykk henni í veigamestum atriðum og því munum við samþykkja hana eins og hún liggur fyrir."

Til máls tóku einnig IP, EBr, VLJ, VÞG, ÓA, RÓ og VE.

2.1. Tillögur.

2.1.1 Álagning gjalda 2015 - Málnúmer 1411068
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að eftirfarandi forsendur verði lagðar til grundvallar álagningu útsvars, fasteigna- og sorphreinsunargjalda og lóðaleigu á árinu 2015:
a. Álagt útsvar verði 14,52% vegna launa ársins 2015, með fyrirvara um að heimild samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 verði framlengd sbr. fjárlagafrumvarp framlagt á Alþingi þann 1. október sl.
b. Álagningarprósentur vegna fasteignaskatts verði óbreyttar og verði því eftirfarandi á árinu 2015:
i. 0,3611% af álagningastofni íbúðarhúsa ásamt lóðarleiguréttindum erfðafestulanda, jarðeigna o.fl. samkvæmt. a-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.
ii. 1,32% af öllum fasteignum ásamt lóðarleiguréttindum samkvæmt b-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.
iii. 1,65% af öllum öðrum fasteignum og lóðarleiguréttindum samkvæmt c-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.
c. Sorphreinsunargjald vegna íbúðarhúsnæðis standi óbreytt og verður áfram kr. 16.095 fyrir hverja íbúð miðað við tvær sorptunnur og sorpeyðingargjald standi einnig óbreytt og verði áfram kr. 13.725. Gjöldin verði innheimt með fasteignagjöldum.
d. Lóðarleiga af nýjum lóðum og endurnýjuðum samningum standi óbreytt og verði áfram 1,598% af fasteignamatsverði atvinnulóða og 1,055% af fasteignamatsverði íbúðarhúsalóða og verði innheimt með fasteignagjöldum.
e. Lóðarleiga af eldri lóðum (samningar dagsettir fyrir 1. janúar 2004) sem lögð er á hvern fermetra (m2) lóðar tekur viðmið af breytingum sem verða á byggingarvísitölu.
f. Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2015 verði 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september og 15. október en eindagi gjaldanna verði 30 dögum síðar eða næsta virkan dag beri hann upp á helgidag.
g. Veitt verði ívilnun á fasteignaskatti á árinu 2015, til elli- og örorkulífeyrisþega í samræmi við sérstakar reglur bæjarstjórnar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.

2.1.2. Þjónustugjaldskrár 2015 - Málnúmer 1411069
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að almennar þjónustugjaldskrár hækki samkvæmt áætluðum vísitöluhækkunum, um 3,4% þann 1. janúar 2015.

2.1.3. Fjárfestingaráætlun 2015 - Málnúmer 1411070
Bæjarstjórn samþykkir að ráðstafa kr. 170.000.000 vegna ýmissa framkvæma á árinu 2015. Meðal annars er um að ræða breytingar á sambýlinu við Vesturgötu, gatnagerð á eldri götum bæjarins og húsfegrunarsjóð sem ætlaður er til uppbyggingar húsa í gamla miðbænum. Til viðbótar er gert ráð fyrir greiðslu kr. 128.046.000 vegna kaupa Akraneskaupstaðar á Dalbraut 6 sem ráðist var í fyrr á þessu ári. Samtals er því ráðstafað kr. 298.000 í fjárfestingar vegna framkvæmda á árinu 2015.
Bæjarstjórn felur skipulags- og umhverfisráði að leggja fram sundurliðaða fjárfestingaráætlun fyrir bæjarráð fyrir 1. febrúar næstkomandi.

2.1.4. Framkvæmdaáætlun 2015 - Málnúmer 1411071
Bæjarstjórn samþykkir að ráðstafa kr. 67.023.000 vegna ýmissa framkvæmda við viðhald og rekstur gatna, göngustíga og opinna svæða og vegna skipulagsmála á Sementsreit á árinu 2015.
Bæjarstjórn felur skipulags- og umhverfisráði að leggja fram tillögur að sundurliðaðri framkvæmdaáætlun og leggja fyrir bæjarráð fyrir 1. febrúar næstkomandi.

2.1.5. Viðhald fasteigna og lóða 2015 - Málnúmer 1411072
Bæjarstjórn samþykkir að ráðstafa kr. 62.100.000 til almenns viðhalds og húsumsjónar í Eignasjóði á árinu 2015. Þessu til viðbótar er ráðstafað kr. 7.167.000 til almenns viðhalds og húsumsjónar í Fasteignafélagi Akraneskaupstaðar slf. Samtals er því ráðstafað kr. 69.267.000 á árinu 2015 til þessara liða á árinu 2015.

2.1.6. Búnaðar- og áhaldakaup 2015 - Málnúmer 1411073
Bæjarstjórn samþykkir að gera ráð fyrir sjóði vegna endurnýjunar tækja, áhalda og húsbúnaðar hjá stofnunum bæjarins. Í sjóðinn verði ráðstafað kr. 17.400.000 sem stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu til þess sviðs sem stofnunin heyrir undir. Bæjarráð tekur endanlega ákvörðun um úthlutun fjármuna.

2.1.7. Langtímaveikindi starfsmanna 2015 - Málnúmer 1411074
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa kr. kr. 21.600.000 sjóð vegna langtímaveikinda starfsmanna. Stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu til þess sviðs sem stofnunin heyrir undir. Bæjarráð tekur endanlega ákvörðun um úthlutun fjármuna.

2.1.8. Þróunarfélag - Málnúmer 1411075
Bæjarstjórn samþykkir að ráðstafa kr. 3.000.000 til stofnunar og starfsemi Þróunarfélags um Grundartangasvæðið.

2.1.9. Starfshópur um Sementsreit - Málnúmer 1411076
Bæjarstjórn samþykkir að ráðstafa kr. 2.000.000 vegna áframhaldandi vinnu starfshóps um Sementsreitinn sem stofnaður var fyrr á árinu.

2.1.10. Starfshópur um hafnarsvæðið/Breið - Málnúmer 1411077
Bæjarstjórn samþykkir að ráðstafa kr. 2.000.000 vegna áframhaldandi vinnu starfshóps um hafnarsvæðið/Breið sem stofnaður var fyrr á árinu.

2.1.11. Rekstur íbúðasambýlis á Vesturgötu - Málnúmer 1411078
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa kr. 10.000.000 vegna reksturs íbúðasambýlis á Vesturgötu sem fyrirhugað er að taka í notkun á árinu 2015.

2.1.12. Staða talmeinafræðings - Málnúmer 1411079
Bæjarstjórn samþykkir að ráðstafa kr. 3.800.000 vegna aukningar á stöðugildi talmeinfræðings úr 25% í 80% í leikskólum Akraneskaupstaðar.

2.1.13. Barnavernd - Málnúmer 1411080
Bæjarstjórn samþykkir að ráðstafa kr. 2.000.000 í aukningu vegna vistunarkostnaðar barna. Bæði er um að ræða skammtímavistun og fóstursamninga til lengri tíma.

2.1.14. Stjórnmálasamtök á Akranesi - Málnúmer 1411081
Bæjarstjórn samþykkir með vísan til 5. gr. laga nr. 162/2006 að ráðstafa kr. 1.000.000 til starfsemi stjórnmálaflokka á Akranesi á árinu 2015.

2.1.15. Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs - Málnúmer 1406194
Bæjarstjórn samþykkir að ráðstafa kr. 3.500.000 í sérstakan þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs á árinu 2015. Sjóðnum er ætlað að styðja enn frekar við skóla- og frístundastarf hjá Akraneskaupstað og skapa aukna möguleika fyrir stjórnendur og starfsmenn til að vinna að einstökum gæðaþróunarverkefnum.
Sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs er falið að gera tillögu að úthlutunarreglum og leggja fyrir skóla- og frístundaráð fyrir 1. febrúar næstkomandi.

2.2. Samþykki fjárhagsáætlunar 2015
A - hluti Akraneskaupstaðar
Aðalsjóður
Eignasjóður
Fasteignafélag Akraneskaupstaður slf.
Gáma
Byggðasafnið í Görðum

B - hluti Akraneskaupstaðar
Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
Háhiti ehf.
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili, áætlun árins 2015.

Fjárhagsáætlun A- og B- hluta Akraneskaupstaðar vegna ársins gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu samstæðunnar að fjárhæð um 80,1 mkr. og að handbært fé í árslok verði um 273,2 mkr.

Fjárhagsáætlun 2015 ásamt tillögum er borin upp til samþykktar.

Samþykkt: 9:0.

3.Fjárhagsáætlun til þriggja ára, 2016-2018.

1412106

Fjárhagsáætlun til þriggja ára, 2016-2018 er lögð fram til síðari umræðu og samþykktar.
Þriggja ára fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu samstæðunnar árið 2018 að fjárhæð um 240,9 mkr. og að handbært fé í árslok 2018 verði um 706,6 mkr.


Þriggja ára fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna áranna 2016-2018 borinn upp til samþykktar.

Samþykkt 9:0.

4.Bæjarstjórnarfundur

1411176

Samþykkt 9:0 að næsti bæjarstjórnarfundur fari fram föstudaginn 19. desember næstkomandi klukkan 13:00.
Breytingin verði auglýst í samræmi við 11. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

5.Fundargerðir 2014 - bæjarráð

1401158

Fundargerðir bæjarráðs nr. 2338, 2339 og 2340 frá 27. nóvember, 5. desember og 9. desember 2014.
Til máls tóku:
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

IP tók til máls um lið númer 5 í fundargerð frá 27. nóvember 2013.

IP tók til máls um liði númer 8, 9 og 10 í fundargerð frá 5. desember 2014.

IV tók til máls um lið nr. 4 í fundargerð frá 9. desember 2014.

ÓA tók til máls um lið nr. liði númer 8, 9 og 10 í fundargerð frá 5. desember 2014 og um lið nr. 4 í fundargerð frá 9. desember 2014.

VLJ um lið númer 5 í fundargerð frá 9. desember 2014.

RÁ um lið númer 5 í fundargerð frá 9. desember 2014.

6.Fundargerðir 2014 - skipulags- og umhverfisráðs

1411140

2. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 4.12.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
IP tók til máls um lið númer 1 í fundargerðinni.

RÁ tók til máls um lið númer 1 í fundargerðinni.

IP tók til máls um lið númer 1 í fundargerðinni.

7.Fundargerðir 2014 - skóla-og frístundaráð

1411146

2. og 3. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 2. og 5. desember 2014.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2014 - velferðar- og mannréttindaráð

1412045

1. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 19.11.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2014 - stjórn OR

1403061

209. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 27.10.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:35.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00