Fara í efni  

Bæjarstjórn

1200. fundur 11. nóvember 2014 kl. 17:00 - 18:45 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2015

1405055

Samþykkt bæjarráðs frá 30.10.2014, þar sem fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2015 er vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Tillögur til bæjarstjórnar samhliða framlagningu frumvarps að fjárhagsáætlun 2015.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni og lagði fram eftirfarandi tillögur sem lagt er til að vísað verði til síðari umræðu í bæjarstjórn með fjárhagsáætluninni.

1. Álagning gjalda 2015.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að eftirfarandi forsendur verði lagðar til grundvallar álagningu útsvars, fasteigna- og sorphreinsunargjalda og lóðaleigu á árinu 2015:
a. Álagt útsvar verði 14,52% vegna launa ársins 2015, með fyrirvara um að heimild samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 verði framlengd sbr. fjárlagafrumvarp framlagt á Alþingi þann 1. október sl.
b. Álagningarprósentur vegna fasteignaskatts verði óbreyttar og því eftirfarandi á árinu 2015.
i. 0,3611% af álagningastofni íbúðarhúsa ásamt lóðarleiguréttindum erfðafestulanda og jarðeigna skv. a-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.
ii. 1,32% af öllum fasteignum skv. b-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.
iii. 1,65% af öllum öðrum fasteignum skv. c-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.
c.Sorphreinsunargjald vegna íbúðarhúsnæðis standi óbreytt og verður áfram kr. 16.095 fyrir hverja íbúð miðað við tvær sorptunnur og sorpeyðingargjald standi einnig óbreytt og verði áfram kr. 13.725. Gjöldin verði innheimt með fasteignagjöldum.
d. Lóðarleiga af nýjum lóðum og endurnýjuðum samningum standi óbreytt og verði áfram 1,598% af fasteignamatsverði atvinnulóða og 1,055% af fasteignamatsverði íbúðarhúsalóða og verði innheimt með fasteignagjöldum.
e. Lóðarleiga af eldri lóðum (samningar dagsettir fyrir 1. janúar 2004) sem lögð er á hvern fermetra (m2) lóðar tekur viðmið af breytingum sem verða á byggingarvísitölu.
f. Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2015 verði 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september og 15. október en eindagi gjaldanna verði 30 dögum síðar eða næsta virkan dag beri hann upp á helgidag.
g. Veitt verði ívilnun á fasteignaskatti á árinu 2015, til elli- og örorkulífeyrisþega í samræmi við sérstakar reglur bæjarstjórnar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.
2. Þjónustugjaldskrár 2015.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að almennar þjónustugjaldskrár hækki samkvæmt áætluðum vísitöluhækkunum, um 3,4% þann 1. janúar 2015.
Bæjarráð hefur stofnað starfshóp sem hefur það hlutverk að yfirfara gjaldskrár Akraneskaupstaðar og þessi liður kann því að breytast fyrir síðari umræðu um fjárhagsáætlun sem fer fram þann 9. desember nk.
3. Fjárfestingaráætlun 2015.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa kr. 120.000.000 vegna ýmissa framkvæmda á árinu 2015. Meðal annars er um að ræða breytingar á sambýlinu við Vesturgötu, gatnagerð á eldri götum bæjarins og húsfegrunarsjóð sem ætlaður til uppbyggingu húsa í gamla miðbænum. Einnig er gert ráð fyrir greiðslu kr. 128.046.000 vegna kaupa Akraneskaupstaðar á Dalbraut 6 sem ráðist var í fyrr á þessu ári.
4. Framkvæmdaáætlun 2015.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa fjárhæð kr. 73.023.000 vegna ýmissa framkvæmda við viðhald og rekstur gatna, göngustíga og opinna svæða og vegna skipulagsmála á Sementsreit á árinu 2015.
5. Viðhald fasteigna og lóða.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa fjárhæð kr. 64.100.000 til almenns viðhalds og húsumsjónar í Eignasjóði og Fasteignafélagi Akraneskaupstaðar slf. á árinu 2015.
6. Búnaðar- og áhaldakaup 2015 - ráðstöfun fjármuna.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að gera ráð fyrir sjóði vegna endurnýjunar tækja og áhalda og húsbúnaðar hjá stofnunum bæjarins. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr. 17.400.000 sem stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu úr, til þess sviðs sem stofnunin heyrir undir. Bæjarráð tekur endanlega ákvörðun um úthlutun fjármuna.
7. Langtímaveikindi starfsmanna 2015 - ráðstöfun fjármuna.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að gera ráð fyrir kr. 17.600.000 í fjárhagsáætlun vegna langtímaveikinda starfsmanna. Stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu til þess sviðs sem stofnunin heyrir undir. Bæjarráð tekur endanlega ákvörðun um úthlutun fjármuna.
8. Þróunarfélag.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa fjárhæð kr. 3.000.000 til stofnunar og starfsemi Þróunarfélags um Grundartangasvæðið.
9. Starfshópur um Sementsreit.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa fjárhæð kr. 2.000.000 vegna vinnu starfshóps um Sementsreitinn sem stofnaður var fyrr á árinu.
10. Starfshópur um hafnarsvæðið/Breið.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa fjárhæð kr. 2.000.000 vegna vinnu starfshóps um hafnarsvæðið/Breið sem stofnaður var fyrr á árinu.
11. Rekstur íbúasambýlis á Vesturgötu.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa kr. 10.000.000 vegna reksturs íbúasambýlis á Vesturgötu sem fyrirhugað er að taka í notkun á árinu 2015.
12. Staða talmeinafræðings
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa kr. 3.800.000 vegna aukningar á stöðugildi talmeinfræðings úr 25% í 80% í leikskólum Akraneskaupstaðar.
13. Barnavernd
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa kr. 2.000.000 í aukningu vegna vistunarkostnaðar barna. Bæði er um að ræða skammtímavistun og fóstursamninga til lengri tíma.
14. Stjórnmálasamtök á Akranesi.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir með vísan til 5. gr. laga nr. 162/2006, að gera ráð fyrir framlagi í fjárhagsáætlun ársins 2015 til starfsemi stjórnmálaflokka á Akranesi að fjárhæð kr. 1.000.000 á árinu 2015.

Til máls um frumvarpið og tillögurnar tóku: IV, IP, ÓA, EBr, VJ, RÁ, ÓA, VG og SI.

Bæjarstjórn samþykkir 9:0 að vísa áætluninni og tillögunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Stjórnkerfisbreytingar 2014

1406104

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 22.10. 2014, breytingar á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar og lagði til við bæjarstjórn að breytingarnar yrðu samþykktar.
Fyrri umræða um breytingarnar fóru fram 28. október sl. og síðari umræða þann 4. nóvember.
Borinn var upp breytingartillaga á síðari fundinum við tillögu um skipan menningar- og safnamála og var hún samþykkt.

Kosning í menningar- og safnanefnd samkvæmt breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.
Forseti ber upp tillögu um
um stofnun menningar- og safnanefndar með sameiningu stjórnar Byggðasafnsins í Görðum og mennningarmálanefndar.

Tillagan er eftirfarandi:
"1. Að leggja niður stjórn Byggðasafnsins í Görðum og menningarmálanefnd.
2. Að stofnuð verði ný nefnd, menningar- og safnanefnd, sem heyri undir bæjarráð og fari með þau verkefni sem stjórn Byggðasafnsins í Görðum og menningarmálanefnd hafa annast sbr. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, frá 27. júní 2013 og Skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum frá 29. desember 2013.
3. Að í menningar- og safnanefnd verði sex aðalmenn og jafnmargir til vara, þar af einn frá Hvalfjarðarsveit sem hafi atkvæðisrétt þegar málefni safnsins eru til umræðu en jafnframt málfrelsi um önnur mál menningar- og safnanefndar sem eru til meðferðar hverju sinni.
4. Að formaður menningar- og safnanefndar hafi tvöfalt atkvæðavægi í málum sem varða Byggðasafnið.
5. Að skipulagsskrá Byggðasafnsins og erindisbréf menningarmálanefndar verði endurskoðuð samhliða breytingunum og fari sú endurskoðun fram fyrir 1. mars 2015.
6. Að samhliða endurskoðun sbr. 5. tl. fari fram skoðun á starfsemi menningarmála og safnanna á Akranesi með það að markmiði að ná fram heildarsýn í menningar- og safnamálum á Akranesi."

Til máls tóku: IP, VJ
Samþykkt 8:0, VJ situr hjá.

Borinn upp tillaga um kosningu í menningar- og safnanefnd. Gerð er tillaga um eftirfarandi fulltrúa:

Aðalmenn:
Ingþór Bergmann Þórhallsson formaður(D)
Guðmundur Claxton (D)
Þórunn Örnólfsdóttir (Æ)
Guðríður Sigurjónsdóttir (S)
Elinbergur Sveinsson (B)
Jónella Sigurjónsdóttir (frá Hvalfjarðarsveit)

Varamenn:
Katla Ketilsdóttir (D)
Heiðrún Hámundardóttir (D)
Kristinn Pétursson (Æ)
Björn Guðmundsson (S)
Hlini Baldursson (B)
Guðjón Sigmundsson (frá Hvalfjarðarsveit)

Samþykkt 9:0

3.Starfshópur um gjaldskrár vegna fjárhagsáætlunar 2015

1410181

Lagt er til við bæjarstjórn að staðfesta skipan starfshóps um gjaldskrár.
Samþykkt: 9:0

4.Dalbraut 10 - umsókn um gróðurhús

1408064

Umsóknin var grenndarkynnt fyrir húseigendum við Dalbraut 8 og 14 og Þjóðbraut 9 og 11. Engar athugasemdir bárust.
Bæjarstjórn samþykkir breytinguna sem felur í sér nýjan byggingarreit á lóð við Dalbraut 10.
Deiliskipulagsbreytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild stjórnartíðinda.
Til máls tóku:
Samþykkt: 9:0.

5.Deilisk. - Nýlendureitur, Melteigur 11 - 13 og Suðurgata 31 - 33

1406200

Breyting á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóða nr. 11 og 13 við Melteig og 31 og 33 við Suðurgötu. Tillagan var auglýst frá 20 ágúst til og með 1. október 2014. Tvær athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði fram greinargerð vegna athugasemdanna sem skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti.
Bæjarstjórn samþykkir greinargerð skipulags- og byggingarfulltrúa. Þar er lagt til að eftirfarandi breyting verði gerð á þegar auglýstu deiliskipulagi í ljósi athugasemda sem við það bárust:

"Gatan verði gerð að botnlangagötu, grænt svæði verður við enda götu og gróðurrönd verði sett meðfram bílgeymslu við Sóleyjargötu 14.

Niðurstaða bæjarstjórnar verði auglýst samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Til máls tók: EBr, sem víkur af fundi undir þessum lið með vísan til c. liðar 15. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Samþykkt: 8:0.

6.Fundargerðir 2014 - bæjarráð

1401158

Fundargerðir bæjarráðs nr. 3231, 3233, 3234, 3235 og 3236 frá 7.,24.,27.,29. og 30.10.2014.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2014 - skipulags- og umhverfisnefnd

1401161

122. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 3.11.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2014 - fjölskylduráðs

1401159

148. fundargerð fjölskylduráðs frá 4.11.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Til máls um lið númer 1 tók SI.

9.Fundargerðir 2014 - Höfði

1401149

44. og 45. fundargerðir stjórnar Höfða frá 22.10.2014 og 4.11.2014.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Til máls um lið númer 1 í fundargerð frá 4. nóvember 2014 tók IV.

10.Fundargerðir 2014 - stjórn OR

1403061

207. og 208. fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 29.9.2014 og 13.10.2014.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Til máls um málefni Orkuveitunnar tóku IV og RÁ.
IP og VE um lið númer 10 í fundargerð frá 29. september 2014.
SI ber upp tillögu að bókun bæjarstórnar:
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þakkar öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd menningarhátiðar Vökudaga árið 2014.

Samþykkt 9:0.

Fundi slitið - kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00