Fara í efni  

Bæjarráð

3506. fundur 25. ágúst 2022 kl. 08:15 - 14:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Sigrún Ágústa Helgudóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigrún Ágústa Helgudóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2022 - Stýrihópur um Kalmansvelli 5 - áhaldahús, Fjöliðjuna vinnuhluta og Búkollu

2203031

5. fundargerð stýrihóps um Kalmansvelli 5 - áhaldahús, Fjöliðjuna vinnuhluta og Búkollu.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Niðurrif eigna í eigu Akraneskaupstaðar.

2202110

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að fjárfestingaráætlun 2022, verði uppfærð m.t.t. þess að hús við Suðurgötu 108, Suðurgötu 124, Dalbraut 8 og Dalbraut 10 verði rifinn.
Útboðsgögn og kostnaðaráætlun frá Mannviti liggja fyrir og mun Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri kynna þau.
Bæjarráð samþykkir niðurrif mannvirkja á Suðurgötu 108, 124, Dalbraut 8 og Dalbraut 10 og að fjárfestingaráætlun verði breytt til samræmis við fjárhagsleg áhrif þessa.

Samþykkt 2:0, RBS situr hjá við afgreiðslu málsins.

Ásbjörn Egilsson víkur af fundi.

3.Ræstitækni ehf. - þjónustusamningur

2208038

Á 186. fundi velferðar- og mannréttindaráð var tekið fyrir málið Ræstitækni ehf. - þjónustusamningur.
Akraneskaupstaður hefur verið með þjónustusamning við Ræstitækni ehf. síðast liðin ár. Samningurinn felur í sér að starfsmenn Ræstitækni ehf. sinna þeim hluta stuðnings- og stoðþjónustu sem snýr að heimilisþrifum á heimilum einstaklinga sem ekki geta séð hjálparlaust um þau. Ákvæði samnings eru nú til endurskoðunar að beiðni beggja aðila.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti fyrirliggjandi drög að breytingum á þjónustusamningi við Ræstitækni ehf. Í drögunum kom ekki fram hækkun á tímagjaldi. Ræstitækni ehf. óskaði eftir því að loknum fundi ráðsins að eftirfarandi setning yrði sett í þjónustusamninginn: "Verð þjónustunnar breytist að teknu tilliti til breytinga á vísitölu neysluverðs frá undirritun samnings þessa."

Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögunum til afgreiðslu hjá bæjarráði.
Drög lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Ræstitækni ehf. Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.

Samþykkt 3:0

4.Garðasel - útibú

2206029

Uppfært reiknilíkan fyrir leikskólann Garðasel.
Minnisblað vegna fjölgunar barna á leikskólanum Garðaseli starfsárið 2022-2023 lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að reiknilíkan stöðugilda fyrir leikskólan Garðasel verði uppfært til samræmis við fjölgun barna á leikskólanum, skólaárið 2022-2023.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun 2022, samtals að fjárhæð kr. 29.341.000, sem færður verður á deild 04140-1691 og mætt með lækkun á handbæru fé. Gera verður ráð fyrir þessari aukningu í fjárhagsáætlun ársins 2023.

Bæjarráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar staðfestingar.

Samþykkt 3:0

5.Upplýsingamiðstöð ferðamanna - lengri opnunartími

2208118

Breyting á opnunartíma upplýsingamiðstöðvar ferðamanna / Akranesvita.
Bæjarráð samþykkir breytingu á opnunartíma, sem felst i því að upplýsingamiðstöð ferðamanna við Akranesvita verður opin virka daga í sex klukkustundir á dag í stað tveggja. Opnunartími gildir frá 1. september til og með 30. apríl næstkomandi.

Samþykkt 3:0

6.Jaðarsbakkar - skipulag íþróttasvæðis

2208121

Minnisblað frá stjórnum Íþróttabandalags Akraness og Knattspyrnufélagi ÍA.
Líf Lárusdóttir víkur af fundi undir þessum lið sem og undir dagskrárlið nr. 7.

Bæjarráð þakkar fyrir framkomið minnisblað um skipulagsmál á Jaðarsbökkum frá stjórnum ÍA og KFÍA.

Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að horft sé til heildarskipulags svæðisins og framtíðaruppbyggingar þegar kemur að íþróttamannvirkjum.

Málinu er vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði.

Samþykkt 2:0

7.Grasvöllur ÍA á Jaðarsbökkum - vökvunarkerfi

2208122

Skýrsla um grasvallasvæði ÍA.

Verðtilboð Flux í vökvunarkerfi fyrir knattspyrnuvöllinn á Akranesi.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði.

Samþykkt 2:0

Líf Lárusdóttir tekur sæti á fundinum á ný.

8.Skóladansleikur FVA á Gamla Kaupfélaginu - tækifærisleyfi

2208125

Beiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi um umsögn vegna umsóknar Fjölbrautaskóla Vesturlands um tækifærisleyfi fyrir skóladansleik FVA á Gamla Kaupfélaginu 8. september n.k.
Líf Lárusdóttir tekur sæti á fundinum að nýju.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið tækifærisleyfi verði veitt af hálfu sýslumanns.

Samþykkt 3:0

9.Tónlistarskólinn - stytting vinnuvikunnar

2208130

Tillaga skólastjóra Tónlistarskólans vegna styttingar vinnuviku kennara sbr. nýjan kjarasamning.
Jónína Arnardóttir skólastjóri Tónlistarskóla Akraness situr fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir tillögu skólastjórans um útfærslu styttingu vinnuvikunar.

Samþykkt 3:0

Jónína Arnardóttir víkur af fundi.

10.Málakerfi Akraneskaupstaðar 2022

2206178

Tillaga um kaup á málakerfi í stofnanir Akraneskaupstaðar.
Valdís Eyjólfsdóttir sat undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð samþykkir að veita fjármagni á árinu 2022 að fjárhæð kr. 2.350.000, sem færist á deild 21670-4980, vegna innleiðingar á nýju málakerfi, og að vísa ákvörðun um fjárveitingu vegna frekari innleiðingu, að fjárhæð kr. 6.150.000, til fjárhagsáætlunargerðar 2023. Jafnframt samþykkir bæjarráð að veita fjármagni á árinu 2022 vegna rekstrarkostnaðar við 15 notendaleyfi í Workpoint í þrjá mánuði að fjárhæð kr. 300.000, sem færist á deild 21670-4992, og að vísa ákvörðun um frekari fjárveitingu að fjárhæð kr. 5.300.000, vegna rekstrarkostnaðar Workpoint kerfisins árið 2023, til fjárhagsáætlunargerðar 2023, en um er að ræða leyfiskostnað vegna alls 94 notenda.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 15 að fjárhæð kr. 2.650.000 sem færist samkvæmt framangreindu og er mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi. Bæjarrað vísar viðaukanum til endanlegrar ákvörðunar hjá bæjarstjórn Akraness.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir að hefja þegar undirbúning að við ráðningu skjalastjóra Akraneskaupstaðar og stefnt verði að því að ráða inn aðila sem fyrst. Gert er ráð fyrir að kostnaðarauka vegna ársins 2022 sé mætt innan gildandi áætlunar en gera verður ráð fyrir útgjöldum vegna þessum launakostnaði við fjárhagsáætlunargerð vegna ársins 2023.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir að skjalastjóri verði ekki persónuverndarfulltrúi líkt og kemur fram í skipuriti heldur taki fremur að sér gæðamál samhliða skjalamálunum. Starfstitill yrði skjalastjóri en starfslýsing myndi m.a. fela í sér umsjón með gæðamálum.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð þakkar Valdísi fyrir góða kynningu.

Valdís víkur af fundi.

11.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024-2026

2207107

Grunnforsendur vegna tekju- og gjalda fjárhagsáætlunar 2023.
Kristjana Ólafsdóttir situr undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð samþykkir grunnforsendur vegna fjárhagsáætlunargerðar ársins 2023.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála víkur af fundi.

12.Flóahverfi - úthlutun lóða

2208141

Samningsdrög vegna úthlutunar atvinnulóða í Flóahverfi.
Sævar Freyr Þráinsson, kynnti samningsdrög vegna úthlutunar lóða til stærri aðila sem áhuga hafa að koma með starfsemi sína í Flóahverfi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

13.Reglur um úthlutun og afturköllun lóða

2208142

Afturköllun lóða skv. reglum Akraneskaupstaðar.
Karl J. Haagensen sat undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð samþykkir að lóðarhafar sbr. lista frá byggingarfulltrúa, fái lokafrest til að skila nauðsynlegum gögnum vegna útgáfu byggingarleyfis, til kl. 16:00, þriðjudaginn 6. september næstkomandi.

Málið verður á dagskrá bæjarráðs þann 8. september nk. og gert ráð fyrir að bæjarráð taki ákvörðun um afturköllun og endurúthlutun á þeim fundi vegna þeirra lóða (lóðarhafa) sem ekki hafa virt umræddan frest, til samræmis við ákvæði gatnagerðargjaldskrár Akraneskaupstaðar nr. 666/2022 og reglur Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða frá 18. nóvember 2021.

Samþykkt 3:0

Karl J. Haagensen vék fundi.

Fundi slitið - kl. 14:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00