Fara í efni  

Bæjarráð

3293. fundur 27. október 2016 kl. 17:30 - 20:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Rannsókn á Kútter Sigurfara

1610106

Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menninga og safnamála og Eva Kristín Dal verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Eva Kristín kynnir verkefnisáætlun á rannsókn Kútters Sigurfara og skýrslu um tillögur að framtíðarvarðveislu kúttersins.
Bæjarráð þakkar Evu Kristínu Dal kærlega fyrir kynninguna.
Ákveðið hefur verið að halda alþjóðlegt málþing sem fer fram í Reykjavík og á Akranesi um varðveislu skipa í lok febrúar næskomandi.

2.Fjárhagsáætlun 2017 - 2020

1606079

Staða á vinnu við fjárhagsáætlun 2017.
Andrés Ólafsson situr fundinn undir þessum lið.
Drög að fjárhagsáætlun lögð fram.

3.Reglur Akraneskaupstaðar um stofnframlög

1610193

Erindi velferðar- og mannréttindaráðs frá fundi ráðsins þann 26. október síðastliðinn í tengslum við nýja löggjöf vegna almennra íbúða.
Bæjarráð samþykkir reglur Akraneskaupstaðar um stofnframlag vegna löggjafar um almennar íbúðir.

4.Brynja, Hússjóður - stofnstyrkur

1607041

Samstarf við Brynju Hússjóð.
Bæjarráð samþykkir umsókn Bynju Hússjóðs um stofnstyrk.

5.Alþingiskosningar 2016

1609001

Ákvörðun um þóknun til kjörstjórna og starfsmanna við Alþingskosningar 2016.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um þóknun til kjörstjórna og starfsmanna sem koma að framkvæmd Alþingiskosninga 2016.

6.Vesturlandsstofa

1610100

Málefni Vesturlandsstofu.
Málefni Vesturlandsstofu rædd og aðkoma Akraneskaupstaðar að fjármögnun rekstursins.

7.Endurskoðun á ábyrgðargjaldi OR til eigenda

1610197

Endurskoðun á ábyrgðargjaldi Orkuveitu Reykjavíkur til eigenda.
Bæjarráð samþykkir hækkun álagningu ábyrgðargjalds á Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2016 vegna ábyrgða á lánum til sérleyfisrekstrar þannig að ábyrgðargjaldið hækki í 0,95% úr 0,375%.

8.Rammasamningur um þjónustu hjúkrunarheimila

1610196

Nýr rammasamningur um þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila.
Lagður fram.

9.Akralundur 14 - Umsókn um byggingarlóð

1610185

Umsókn GS Import um byggingarlóð að Akralundi 14.
Bæjarráð samþykkir úthlutun til umsækjanda.

10.Akralundur 12 - Umsókn um byggingarlóð

1610184

Umsókn GS Import um byggingarlóð að Akralundi 12.
Bæjarráð samþykkir úthlutun til umsækjanda.

11.Akralundur 10 - Umsókn um byggingarlóð

1610183

Umsókn GS Import um byggingarlóð að Akralundi 10.
Bæjarráð samþykkir úthlutun til umsækjanda.

12.Akralundur 8 - Umsókn um byggingarlóð

1610182

Umsókn GS Import um byggingarlóð að Akralundi 8.
Bæjarráð samþykkir úthlutun til umsækjanda.

13.Rejunion / uppskeruhátíð árgangamóts - tækifærisleyfi

1610157

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi vegna uppskeruhátíðar árgangamóts á Jaðarsbökkum þann 12. nóvember.2016 kl. 19:00 til 13. nóvember 2016 kl. 02:00.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

14.Stígamót - styrkbeiðni vegna ársins 2017

1610171

Erindi Stígamóta um fjárbeiðni fyrir árið 2017.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

15.Skagaver, Miðbær 3 - skaðabótarkrafa

1601248

Niðurstaða héraðsdóms í Skagaversmálinu
Lögð fram niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-1890/2014 Skagaver gegn Akraneskaupstað þar sem Akraneskaupstaður var sýknaður af kröfum um greiðslu frekari bóta vegna breytinga á deiliskipulagi.

Fundi slitið - kl. 20:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00