Fara í efni  

Bæjarráð

3272. fundur 14. janúar 2016 kl. 16:30 - 18:33 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Saga Akraness - þrotabú Uppheima ehf.

1512242

Erindi skiptastjóra í þrotabúi Uppheima ehf. um kaup á Sögu Akranes bindi I og II og Árbók Akraness frá 2001-2012.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins í samræmi við umræður á fundinum.

2.TISA - fríverslunarsamningur

1601131

Erindi framkvæmdaráðs Dögunar um fund vegna TISA samningana í Norræna húsinu þann 28. janúar næstkomandi kl. 20.00.
Lagt fram.

3.Samræmd lóðaafmörkun sveitarfélaga

1601145

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarfélaga vegna vinnu um samræmda lóðaafmörkun.
Lagt fram.

4.Jöfnunarsjóður - skipulagsbreytingar

1512236

Frá 1. janúar 2016 urðu þær breytingar á starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að verkþættir, þ.e. greiðslur framlaga til sveitarfélaga, bókun fylgiskjala og uppgjör sjóðsins, fluttust alfarið til Fjársýslu ríkisins.
Lagt fram til kynningar.

5.Norðurálsmótið 2016 - breyttar dagsetningar

1601146

Tilkynning frá KFÍA um Norðurálsmóti 2016 en það fer fram helgina 10.-12. júní.
Lagt fram til kynningar.

6.Íslandsmótið í golfi 2015

1503071

Golfklúbburinn Leynir sendir Akraneskaupstað þakklætisbréf fyrir stuðninginn sl. sumar á 50 ára afmælisári golfklúbbsins.
Lagt fram.

7.Áramótabrenna 2015 - Víðigrund/Innnesvegur

1512168

Umsókn um leyfi Akraneskaupstaðar til að hafa áramótabrennu á opnu svæði við Innesveg neðan við Víðigrund.
Afgreiðsla samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

8.Þorrablót Skagamanna - tækifærisleyfi

1601129

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi vegna þorrablóts í íþróttahúsinu við Vestugötu 23.1.2016 kl. 18:30 til 24.1.2016 kl. 03:00.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

9.Þjóðvegur 15 og 15B, lóðaúthlutun

1512074

Drög að auglýsingu frá skipulags- og umhverfisráði um uppbyggingu gróðrarstöðvar á lóð við Þjóðveg 15 og 15B lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir erindið.

10.Faxaflóahafnir - eigendastefna

1511188

Óskað er eftir því að Akraneskaupstaður tilnefni fulltrúa sinn í eigendanefnd Faxaflóahafna sf.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Ólaf Adolfsson formann bæjarráðs sem fulltrúa Akraneskaupstaðar.

11.Búnaðar- og áhaldakaup 2016

1512119

Umsókn stjórnsýslu- og fjármálasviðs í miðlægan tækjakaupasjóð Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir úthlutun fjármuna til kaupa á tveimur fjölnota skrifstofuvélum, samtals að fjárhæð kr. 1.216.000.

Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum viðhald áhalda 20830-4660.

12.Baugalundur 14 - umsókn um byggingarlóð

1512176

Umsókn Grenja ehf. um einbýlishúsalóð að Baugalundi 14.
Bæjarráð samþykkir umsókn Grenja ehf. um lóð að Baugalundi 14.

13.Starf sviðsstjóra - afleysing

1506187

Tillaga bæjarstjóra um áframhaldandi afleysingu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs.
Bæjarráð samþykkir áframhaldandi ráðningu Gunnars Gíslasonar til 31. mars næstkomandi vegna forfalla sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs.

Fjárhæðinni, kr. 1.800.000, verður ráðstafað af liðnum aðrar launagreiðslur 20830-1690.

14.Fundargerðir 2015 - menningar- og safnanefnd

1501212

21. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 9. desember 2015.
22. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 29. desember 2015.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

15.Kútter Sigurfari - staða mála

1501415

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 15. október 2015 að senda erindi til Minjastofnunar Íslands með beiðni um heimild Akraneskaupstaðar til að nýta áður veittan 5 m.kr. styrk frá forsætisráðuneytinu í fyrsta áfanga verkefnisins, þ.e. ráðningu verkefnastjóra.
Svar barst frá Minjastofnun þann 18. desember sl. og samþykkti Minjastofnun beiðnina. Fyrir liggur samningur milli Akraneskaupstaðar og Minjastofnunar þess efnis.
Bæjarstjóra falið að kynna stöðu málsins fyrir menningar- og safnanefnd.

16.Skátaskálinn Skorradal - endurnýjun á samningi

1404016

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 11. nóvember 2015 samstarfssamning Akraneskaupstaðar og Skátafélagsins varðandi uppbyggingu Skátafells í Skorradal og vísaði honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu samningsins en samhliða fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar samþykkti bæjarstjórn Akraness á fundi sínum þann 15. desember 2015 eingreiðslu til Skátafélags Akraness samtals kr. 1.900.000 vegna framkvæmda við Skátafelli í Skorradal.
Bæjarráð samþykkir samninginn til eins árs.

Fjármunum vegna þessa, samtals kr. 400.000, verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 20830-4995.

17.Heimild til ráðningar leikskólakennara 2016

1601141

Erindi skóla- og frístundasviðs þar sem óskað er eftir auka fjárheimild til leikskólans Akrasels samtals kr. 2.300.000 til þess að koma til móts við launamun við ráðningu leikskólakennara í stað almenns starfsmanns.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 20830-4995.

18.Nýsköpun 2015 - viðurkenning

1601134

Tillaga um veitingu viðurkenningar fyrir nýsköpun lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að veita nýsköpunarviðurkenningar og auglýsa eftir tilnefningum árlega. Bæjarstjóra falið að undirbúa verklagsreglur og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

19.Þróunarsetur vegna nýsköpunar og sprotafyrirtækja á Akranesi

1601135

Erindi þar sem óskað er eftir samstarfi vegna stofnunar þróunarseturs á Akranesi.
Bæjarráð þakkar erindið og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

20.Þorrablót Skagamanna 2016 - íþróttahús o.fl.

1512228

Erindi Club 71 dags. 20. 12. 2015, þar sem óskað er eftir að fá afnot af íþróttahúsinu á Vesturgötu endurgjaldslaust vegna Þorrablóts Skagamanna þann 23. janúar 2016 sem og einnig að Akraneskaupstaður taki áfram þátt í vali á Skagamanni ársins.
Bæjarráð samþykkir erindið.

Kostnaði vegna þessa, samtals kr. 375.000, verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 20830-4995.

21.Síbería - listaverk á Breið

1512248

Bæjarráð óskaði eftir umsögn menningar- og safnanefndar vegna fyrirhugaðra listaverkakaupa á listaverkinu Síbería eftir Elsu Maríu Guðlaugsdóttur. Nefndin bókaði eftirfarandi á fundi sínum þann 30. desember 2015: Menningar- og safnanefnd leggur til við bæjarráð að gengið verði frá kaupum á listaverkinu Síberíu af Elsu Maríu Guðlaugsdóttur og fagnar frumkvæði listamannsins. Einnig leggur nefndin til við bæjarráð að verkinu verði fundinn framtíðarstaður í samráði við garðyrkjustjóra og listamanninn sjálfan.
Bæjarráð samþykkir listaverkakaupin og tekur undir bókun menningar- og safnanefndar um að hafa samráð við garðyrkjustjóra og Elsu Maríu um staðsetningu verksins.

Fjárhæðinni, samtals kr. 350.000, verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 20830-4995.

22.FIMA - húsnæðismál

1310193

Bæjarráð fól bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn FEBAN um aðstöðu FIMA að Dalbraut 6 á fundi sínum þann 10. desember 2015. Þeir aðilar sem koma að málinu hafa náð samkomulagi og er FIMA með húsnæðisaðstöðu að Dalbraut 6 til ársloka 2016.
Sigrún Inga Guðnadóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

23.Þjónustumiðstöð að Dalbraut 6

1410165

Jón Hrói Finnson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindarsviðs og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Formaður bæjarráðs kynnir fund hans um húsnæðismál með stjórn FEBAN þann 11. janúar sl. Einnig áttu formaður bæjarráðs, formaður velferðar- og mannréttindaráðs og bæjarstjóri fund með formanni FEBAN og fulltrúum FEBAN í starfshópi um Dalbraut 6 þann 8. janúar sl. um sama málefni.
Fyrir liggur erindi frá FEBAN um húsnæðismál fyrir eldri borgara á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir að viðræðum við FEBAN verði haldið áfram og að lokið verði við skýrslu starfshóps um Dalbraut 6.

24.Fundargerðir 2015 - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

1511246

24. fundargerð samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 26. nóvember 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

25.Fundargerðir 2015 - Samband ísl. sveitarfélaga

1501219

833. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. nóvember.
834. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. desember.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

26.Fundargerðir 2015 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

1504148

131. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 25. nóvember 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:33.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00