Fara í efni  

Bæjarráð

3257. fundur 16. júlí 2015 kl. 09:00 - 10:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2015 - Samband ísl. sveitarfélaga

1501219

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 829 frá 3. júlí 2015.
Lögð fram til kynningar.

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

788. mál um húsnæðisbætur.
Frumvarpið lagt fram.

3.Langtímaveikindi starfsmanna 2015 - ráðstöfun fjármuna (veikindapottur)

1411074

Tillaga um úthlutun úr veikindapotti Akraneskaupstaðar til stofnana á velferðar- og mannréttindasviði og skóla- og frístundasviði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta samtals kr. 16.011.392 úr veikindapotti Akraneskaupstaðar eða 75% af heildarupphæð umsókna.

Samtals kr. 8.192.051 til stofnana á skóla- og frístundasviði og samtals kr. 7.819.340 til stofnana á velferðar- og mannréttindasviði.

Bæjarráð felur sviðsstjórum að forgangsraða fjármagni í samráði við viðkomandi forstöðumenn. Bæjarráð óskar jafnframt eftir greinargerð frá sviðsstjórum um áhrif veikinda á starfsemi stofnana á þeirra sviðum. Greinargerðinni skal skilað 1. september næstkomandi.

4.Reglur um lóðaúthlutanir

1507056

Reglur um lóðaúthlutanir lagðar fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.

5.Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald og tengigjald fráveitu

1506168

Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald og tengigjald fráveitu lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og felur skipulags- og umhverfisráði að skoða breytt nýtingarhlutfall á einbýlishúsalóðum í Skógarhverfi II með hliðsjón af endurskoðaðri gjaldskrá.

6.Mat á mannvirkjum á Sementsreit

1507062

Starfshópur um Sementsreit óskar eftir því við bæjarráð að samþykkja tilboð Mannvits um mat á ástandi mannvirkja á Sementsreit, samtals kr. 1.540.000.
Bæjarráð samþykkir erindið.

7.Menningarmál - umsögn

1411142

Umsögn Hvalfjarðarsveitar vegna úttektar á menningarmálum hjá Akraneskaupstað.
Bæjarráð þakkar fyrir umsögnina og felur bæjarstjóra að svara þeim spurningum sem fram koma í umsögninni.

8.Landamerki Ytri Hólms og Akraneskaupstaðar

1507059

Erindi Ingólfs Árnasonar vegna annmarka á landmerkingu Ytra Hólms og Akraneskaupstaðar við Akrafjall.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til úrvinnslu á skipulags- og umhverfissviði.

9.Írskir dagar 2015

1411125

Fjölskylduhátíðin Írskir dagar.
Bæjarráð þakkar starfsmönnum, fyrirtækjum og einstaklingum sem komu að framkvæmd Írskra daga árið 2015, fyrir afar metnaðarfulla og vandaða dagskrá.

10.Fasteignamat 2016

1507013

Fasteignamat Þjóðskrár Íslands fyrir árið 2016.
Fasteignamat 2016 lagt fram.

11.Íslandsmótið í golfi 2015

1503071

Golfklúbburinn Leynir óskar eftir því að þátttakendur Íslandsmótsins fái frítt í sund á meðan keppni stendur yfir, frá 23. - 26. júlí næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir erindið.

12.Forsendur vinnslu fjárhagsáætlunar 2016

1507027

Minnisblað til sveitarstjórna og starfsmanna sveitarfélaga um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2016 og fjárhagsáætlun til þriggja ára.
Minnisblaðið lagt fram og verður sent til fagráða Akraneskaupstaðar til upplýsinga.

13.SSV - fyrirtækjakönnun

1507021

Niðurstöður fyrirtækjakönnunar á vegum Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi.
Lagðar fram til kynningar.

14.Spölur - eignarhaldsfélag 2015

1503235

Bréf Spalar hf. dags. 23. júní 2015, þar sem gerð er grein fyrir greiðslu arðs til hluthafa fyrir árið 2014.
Lagt fram.

15.Faxaflóahafnir sf.

1503141

Bréf Faxaflóahafna sf. dags. 24. júní 2015, þar sem gerð er grein fyrir greiðslu arðs til hluthafa fyrir árið 2014.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00