Fara í efni  

Útileikir í 100 ár- Heimildarmynd

Sýnd verður heimildarmyndin "Útileikir í 100 ár"

Í tilefni af eitt hundrað ára afmæli fullveldis Íslands lét Byggðasafnið í Görðum gera stutta heimildarmynd um útileiki barna. Árið 1917 kom út bókin Kvæði og leikir handa börnum í samantekt Halldóru Bjarnadóttur og var hún endurútgefin árið 1919 og aftur síðar. Bókin var ein fyrsta sinnar tegundar sem rituð var á íslensku um þetta efni og er mikilvæg heimild um leiki barna á þessum tíma. Útgáfutími bókarinnar fellur að þeim tíma er Ísland varð fullvalda ríki. Það varð kveikjan að því að skoða hvernig útileikir barna hafa breyst á þeim tíma sem liðinn er.

Þannig varpar heimildarmyndin  ljósi á útileiki barna og hvernig þeir hafa breyst í áranna rás. Í leiðinni gefst tækifæri til að kynna gamla útileiki fyrir nýjum börnum.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00