TOSKA fríkar út! Kvikmyndatónlist
23. mars kl. 16:00-21:00
Tónleikar og sýningar
Tónlistarskólinn á Akranesi
Tónlistarskólinn á Akranesi stendur fyrir mögnuðum tónleikum í Tónbergi, glæsilegum tónleikasal skólans þann 23. mars næstkomandi. Um tvær tímasetningar er að ræða: kl. 16.00 og kl. 19.00.
Þemað í ár á TOSKA fríkar út er kvikmyndatónlist.
Fram koma nemendur á öllum stigum, öllum aldri og úr öllum deildum skólans ásamt kennurum.
Kynnir er Jakob Þór Einarsson
Miðaverð: 3.000 kr.
Miðasala er 19., 20., og 21. mars kl. 12 - 16 og svo klukkutíma fyrir tónleikana í Tónlistarskólanum
Vonumst til að sjá sem flest!