Listaganga Vökudaga 2024

Tónleikar og sýningar
Hvenær
24. október kl. 16:59-21:00
Verð
Frítt inn
Listaganga Vökudaga er aldeilis búin að festa sig í sessi. Í þrjá líflega klukkutíma ganga bæjarbúar og góðir gestir um bæinn og líta við á sýningum, opnum vinnustofum og viðburðum. Margar þessara sýninga eru með opnunarpartý og stemmningin er afar góð.
Dagskránna finnið þið á blaðsíðum 4-5 í Vökudagabæklingnum og kort af svæðinu á blaðsíðum 6-7. Þið finnið þessar upplýsingar einnig hér á skagalif.is
Í bænum má finna sér gómsæta bita í matarvögnum og veitinga- og kaffihúsum bæjarins og verslanirnar Nína, Bjarg, @Home, Model og Hans og Gréta verða með sérstök Vökudaga tilboð í gangi og opið til 22:00.
Látum okkur ekki vanta á þennann frábæra viðburð sem hringir menningarhátíðina okkar inn.
Góða skemmtun!