Að hugsa með höndunum

Tónleikar og sýningar
Hvenær
26. október
„ Að hugsa með höndunum“ er framlag Helenu Guttormsdóttur til Vökudaga en hún opnar vinnustofu föður síns Guttorms Jónssonar, með áherslu á að sýna skúlpúra – nytjahluti, húsgögn, vefnað o.fl. með áherslu á efnivið og verkþekkingu, ásamt menningararfi fimm kynslóða frá Svíþjóð.
Helena er líffræðingur og myndlistarkona starfandi lektor við landslagsarkitektabraut Landbúnaðarháskóla Íslands.
Opið verður á Listagöngunni 24. okt klukkan 18-21 og svo aftur 27. okt og 28. okt milli 16-18