Kínaskák

Hvenær
4. nóvember kl. 15:00-18:00
Langar þig að læra Kínaskák, eða kanntu það nú þegar og langar að spila í góðum hópi? Þá er þetta viðburðurinn fyrir þig!
Við viljum dreifa boðskapnum og kenna Kínaskák svo fleiri geti tekið þátt í gleðinni og farið að spila reglulega með sínum vinahópum.
Stefnt er á að halda svo Skagamót í Kínaskák á nýju ári.
Langar þig að læra Kínaskák, eða kanntu það nú þegar og langar að spila í góðum hópi? Þá er þetta viðburðurinn fyrir þig!
Nýkrýndir Íslandsmeistarar í Kínaskák standa fyrir viðburði á Vökudögum, laugardaginn 4.nóvember kl.15.
Farið verður yfir spilareglurnar og munum við aðstoða við að koma öllum af stað. Spilið er auðvelt, snýst um að safna röðum og þrennum (líkt og í rommý) og er 8 umferðir.
Farið verður yfir spilareglurnar og munum við aðstoða við að koma öllum af stað. Spilið er auðvelt, snýst um að safna röðum og þrennum (líkt og í rommý) og er 8 umferðir.
Fyrirhugað er að halda Skagamót í Kínaskák 2024, svo þetta er hinn fullkomni viðburður til að læra eitthvað nýtt eða rifja upp góða takta.
Opið er fyrir alla og frítt inn. Vinsamlegast meldið ykkur á viðburðinn á Facebook svo hægt sé að áætla fjölda spilastokka.
Við hvetjum Kínaskáks-spilara sérstaklega til að mæta og hjálpa okkur að dreifa gleðinni