Kaffibolli á kóvidtímum - Ein á ferð í heimsfaraldri

Hvenær
29. október - 8. nóvember
Verð
Frítt
Helga Ólöf Oliversdóttir sýnir kaffibolla myndir sínar sem hún hefur tekið í daglegri morgungöngu sinni um Akranes frá upphafi Covid-faraldursins. Myndirnar verða til sýnis í gluggum Tónbergs - Tónlistarskólans á Akranesi svo gestir og gangandi geti notið þeirra í örygginu úti undir beru lofti.
Helga Ólöf Oliversdóttir, sjúkraliði á Akranesi, sá það í byrjun Covid-faraldursins síðasta vor að veiran myndi hafa afgerandi áhrif á samskipti og daglegar venjur fólks. Í stað þess að hitta vini sína daglega, til dæmis í skipulögðum gönguferðum ákvað hún að fara í sjálfskipaða sóttkví. Því fer hún ein á hverjum morgni í gönguferð, tekur með sér kaffibolla og kaffi og stillir bollanum upp í náttúrunni – og tekur mynd.
Myndirnar eru nú orðnar um 200 talsins, og verða til sýnis í gluggum Tónbergs - Tónlistarskólans á Akranesi á Vökudögum 2020. Þar geta gestir og gangandi notið þeirra í örygginu úti undir beru lofti.