Fara í efni  

Heimaskagi 2023

Takið daginn frá! Heimaskaga hátíðin verður haldin hátíðlega 28.október.2023

HEIMA-SKAGI er tónlistarhátíð sem haldin er í tengslum við menningarhátíð Skagamanna, Vökudaga
sem standa frá 26. október til 5. nóvember í ár.

Á hátíðinni sem fer fram laugardaginn 28. október koma fram 11 listamenn/hljómsveitir sem spila
tvisvar sinnum hver í jafn mörgum húsum. Eitt kvöld, 23 tónleikar í það heila í 11 húsum.
Það er spilað í HEIMA-húsum Skagafólks; Vitateig 2 (Martha og Björn), Skólabraut 20 (Guðni og Lilja)
og Grundartún 8 (Elfa og Pálmi) ofl - en líka t.d í Báran brugghús, í Bíóhöllinni, í Akraneskirkju og í
Blikksmiðju Guðmundar sem er einn af styrktaraðilum hátíðarinnar, og á rakarastofu Hinna (sem er
líkast til í minnsta húsi Akraness).

Þetta er einstök hátíð þar sem nándin við listafólkið er mjög mikil. Fyrsta HEIMA-SKAGA hátíðin var
haldin 2019 og þá seldist upp eins og á annari hátíðinni sem haldin var í fyrra.
Þeir fyrstu stíga á stokk kl. 20.00 og þeir síðustu enda um kl. 23.00. Að HEIMA-dagskrá lokinni er svo
BÍÓ-BALL í Bíóhöllinni fyrir hátíðargesti Þar sem Bogomil Font og Milljónamæringarnir skemmta fólki
fram yfir miðnætti.

Þeir sem vilja meira stuð að því loknu geta mætt í MORGUN-BALL (eins og sagt er í Færeyjum) á
Lighthouse þar sem Andrea Jónsdóttir Rásar 2 og Dillon dj ætlar að spila músík til kl. 3
Það spilar ekki allt listafólkið á sama tíma og þeir sem eru duglegastir að rölta á milli sjá flest atriði.

Miðakaupendur fá armbönd og tímasetta dagskrá afhent á hátíðar-dag. Afhendingarstaður verður
auglýstur síðar.

Þeir sem koma fram á HEIMA-SKAGA hátíðinni í ár eru:
Mugison
Bogomil Font og Milljónamæringarnir
Tappi Tíkarrass
Langi Seli og Skuggarnir
Rebekka Blöndal
Valgerður Jónsdóttir og Eðvarð Lárusson
Magnus Þór
GDRN og Magnús Jóhann
Árstíðir
Kolrassa Krókríðandi
Diddú

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00