Fara í efni  

Heimaskagi 2023

HEIMA-SKAGI er tónlistarhátíð sem haldin er í tengslum við menningarhátíð Skagamanna, Vökudaga
sem standa frá 26. október til 5. nóvember í ár.

Á hátíðinni sem fer fram laugardaginn 28. október koma fram 11 listamenn/hljómsveitir sem spila
tvisvar sinnum hver í jafn mörgum húsum. Eitt kvöld, 23 tónleikar í það heila í 11 húsum.
Það er spilað í HEIMA-húsum Skagafólks; Vitateig 2 (Martha og Björn), Skólabraut 20 (Guðni og Lilja)
og Grundartún 8 (Elfa og Pálmi) ofl - en líka t.d í Báran brugghús, í Bíóhöllinni, í Akraneskirkju og í
Blikksmiðju Guðmundar sem er einn af styrktaraðilum hátíðarinnar, og á rakarastofu Hinna (sem er
líkast til í minnsta húsi Akraness).

Þetta er einstök hátíð þar sem nándin við listafólkið er mjög mikil. Fyrsta HEIMA-SKAGA hátíðin var
haldin 2019 og þá seldist upp eins og á annari hátíðinni sem haldin var í fyrra.
Þeir fyrstu stíga á stokk kl. 20.00 og þeir síðustu enda um kl. 23.00. Að HEIMA-dagskrá lokinni er svo
BÍÓ-BALL í Bíóhöllinni fyrir hátíðargesti Þar sem Bogomil Font og Milljónamæringarnir skemmta fólki
fram yfir miðnætti.

Þeir sem vilja meira stuð að því loknu geta mætt í MORGUN-BALL (eins og sagt er í Færeyjum) á
Lighthouse þar sem Andrea Jónsdóttir Rásar 2 og Dillon dj ætlar að spila músík til kl. 3
Það spilar ekki allt listafólkið á sama tíma og þeir sem eru duglegastir að rölta á milli sjá flest atriði.

Miðakaupendur fá armbönd og tímasetta dagskrá afhent á hátíðar-dag. Afhendingarstaður verður
auglýstur síðar.

Þeir sem koma fram á HEIMA-SKAGA hátíðinni í ár eru:
Mugison
Bogomil Font og Milljónamæringarnir
Tappi Tíkarrass
Langi Seli og Skuggarnir
Rebekka Blöndal
Valgerður Jónsdóttir og Eðvarð Lárusson
Magnus Þór
GDRN og Magnús Jóhann
Árstíðir
Kolrassa Krókríðandi
Diddú

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00