Smiðja Fjöliðjunnar - Opið hús

Tónleikar og sýningar
Hvenær
29.-30. október
Í tilefni af Vökudögum ætlar starfsfólk Fjöliðjunnar að opna dyrnar í Smiðjunni.
Þriðjudagurinn 29 október og miðvikudagurinn 30 október kl: 13:00 – 17:00
Í smiðjunni ætlar starfsfólk Fjöliðjunnar að sýna okkur það sem þau hafa verið að búa til. Meðal annars verða til sýnis trékarlar sem voru smíðaðir síðustu vikurnar og sýna þau gestum og gangandi ferlið hvernig þeir eru gerðir.
Hlökkum til að sjá sem flest!