Fara í efni  

Konur og kaffi

Hvar væru konur án kaffis?
Hvar væru karlar og kvárar án kvenna með kaffi?
Af hverju er allt betra með kaffi?
Og kaffilykt?
Er kaffi kannski svarið við öllum spurningum alheimsins?
Tinna og Freyr deila áhuga og ástríðu á kaffi og reyna í sameiningu að svara þessari spurningu með pennum, pennslum og málvísindum í bland við hávísindalegar kaffitilraunir!
 
Freyr er kaffivísindamaður og galdrakarl á bakvið kaffimaskínuna og töfrar þar fram drykki sem gera konur hamingjusamar og þar af leiðandi alla í kringum þær líka. Í tilefni af vökudögum hefur Freyr þróað sérlega einkenniskaffidrykki sem eru innblásnir af haustinu og vetrarkuldanum en munu bræða jafnvel köldustu kaffihjörtun í bænum sem fá sér aldrei annað en uppáhelling!
Tinna er kennari og málvísindakona sem keyrir á kaffi og rennur jafnvel sá töfrum kenndi drykkur um æðar hennar. Myndirnar hennar endurspegla þessi djúpu tengsl hennar við lífsvökvan fagra og hversu stórt hlutverk hann leikur í lífi kvenna og daglegri lífsbaráttu þeirra. Og hvað hafa málvísindi með kaffi að gera? Jú, ábyggilega alls konar.
 
Að minnsta kosti koma saman þessi vísindi tvö í þessari kaffikonusýningu hjá tvíeykinu, málvísindin og kaffivísindin – ásamt listinni, og útkoman er vonandi eitthvað fyrir bæði augað og bragðlaukana.
 
Kaffikonur og öll önnur hjartanlega velkomin, jafnvel þó þau drekki ekki kaffi!
(Ábyrgjumst samt ekki að það breytist jafnvel við þessa kaffiuppljómun)
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00