Fara í efni  

Hiphop dans Brynju Péturs á Barnamenningarhátíð!

Hiphop danstími með Beata Emilia Kocot, kennara hjá Hiphop Dansskóla Brynju Péturs.
 
Vegna mikillar ánægju með hiphop námskeiðið á Vetrardögum höfum við ákveðið að slá aftur til á Barnamenningarhátíð!
 
Við kynnumst heimi Hiphop dansins sem byrjaði í partýum og sú stemmning einkennir stílinn allar götur síðan. Menningin fæðist í Bronx hverfi New York borgar á 8. áratugnum og dansstíllinn Hiphop hefur verið að þróast síðan á miðjum 9. áratugnum. Innan Hiphop menningarinnar eru einnig aðrir dansstílar; Break, Top Rock og Lite Feet til dæmis. Rapp, Graffiti list, DJ'ing og Beatboxing koma einnig frá sömu uppsprettu.
 
Það er gaman að kynnast þessum skemmtilega heimi og það hjálpar öllum dönsurum að læra grunn í fleiri dansstílum. Ef þú hefur áhuga á Hiphop dansi, ert ekki með reynslu eða ert með reynslu, endilega komdu að dansa með okkur!
 
Hóparnir eru eftirfarandi:
 
16:30-17:15 / 5-8 ára
17:30-18:30 / 9-12 ára
19:00-20:00 / 13ára +
 
Hver tími er klukkustund í senn, mælt með því að mæta í þægilegum fötum.
Frítt inn og við hvetjum fullorðin til að segja börnum í kringum sig frá þessu skemmtilega námskeiði.
 
Barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar er styrkt af Barnamenningarsjóði og SSV.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00