Fara í efni  

Hvað er á seyði í Skarfavör? Listasmiðja

Ungmenni í 3-7 bekk grunnskóla á Akranesi hafa tækifæri á því að taka þátt í stórri listasmiðju með listakonunum Tinnu Royal og Söru Blöndal í samvinnu við Þorpið frístundamiðstöð.

Á Barnamenningarhátíð í ár er Þemað Skrímsli og lögð er sérstök áhersla á fjörurnar okkar og því verður smiðjan staðsett í Skarfavör, einni af okkar fallegustu fjörum. Ungmennin fá að láta ímyndunaraflið leika lausum hala þar sem þau smíða risa stórt skrímsla hreiður! Hvernig lítur skrímslahreiður út? Hvað finnum við í skrímslahreiðri? Hvaða skrímsli á hreiðrið?

Það verða fjölbreytt og skemmtileg verkefni á svæðinu, öll ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Verkefnin verða bæði inni í Hafbjargarhúsi og á útisvæðinu þar sem skúlptúrinn verður staðsettur.

Boðið verður upp á hressingu báða dagana. 

Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomin á svæðið og hvött til að taka þátt með börnunum eftir vinnu.

SKRÁNING HÉR Í SMIÐJUNA - NAUÐSYNLEGT AÐ SKRÁ SIG.

Upplýsingar:

3.-4. bekkur í frístund: Öll börn sem skráð eru í frístund fara í fylgd með starfsfólki frístundar, gott væri að vita hvort foreldrar hyggjast sækja þau í Skarfavörina að smiðju lokinni eða hvort börnin eigi að enda í Þorpinu.
3.-4. bekkur ekki skráð í frístund: Þau börn sem vilja taka þátt en eru ekki skráð í frístund geta óskað eftir því að fylgja frístundarhópnum niður í Skarfavör, við veitum upplýsingar um hvar börnin eru sótt. Gott væri að vita hvort þau ætli að fá fylgd til baka eða foreldrar/forráðamenn sæki þau. Ath. að þau börn sem mæta utan skráningar eru á eigin ábyrgð.

5.-6. og 7. bekkur: Þau koma sér sjálf á staðinn og hitta þar starfsfólk á svæðinu. Best er að segja þeim bara að mæta niður að Akranesvita klukkan 14:00.

Athugið að þetta er opin smiðja, svo þau börn sem eru á æfingum eða annað mega alveg koma eftir hana eða fyrir hana. Smiðjan stendur yfir klukkan 14:00-18:00 dagana 30 og 31 maí. 

Barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar er styrkt af Barnamenningarsjóði og SSV.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00