Fara í efni  

Jólamarkaður á Akratorgi

Jólamarkaður verður haldinn á Akratorgi á aðventunni. Markaðurinn verður opinn tvær helgar í desember, 11.-12. og 18.-19. Opið verður frá kl 14:00-20:00. 

Ýmisskonar söluvarningur er í boði, meðal annars handverk og matvara. Ljúfir jólatónar lífga upp stemminguna og verður þetta einstök jólaupplifun. 

Það verður mikil og ljúf jólastemming á Akratorgi, verið velkomin. 









Vilt þú vera með sölubás á jólamarkaðinum? 

Við óskum eftir áhugasömum einstaklingum og fyrirtækjum sem myndu vilja taka þátt í að skapa einstaka stemmningu á aðventunni.

Aðstaðan: Upphituð tjöld ásamt söluborði

Verð: 4000 kr á dag

Athugið að takmörkuð pláss eru í boði

Til að bóka pláss hafið samband á mannlif@akranes.is eða hringið í síma 433-1000
Fram þarf að koma nafn, kennitala, símanúmer og dagsetning/ar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00