Fara í efni  

Jólaævintýri í Garðalundi

Sannkölluð jólagleði verður í Garðalundi laugardagskvöldið 14. desember þar sem ævintýraheimur jólanna mun ráða ríkjum. Dagskráin hefst klukkan 19:00 þegar kveikt verður á ljósunum hans Gutta, til minningar um Guðbjart Hannesson.

Jólagleði í Garðalundi var fyrst haldin fyrir jólin 2016 og hefur þátttaka bæjarbúa verið framar björtustu vonum.  Hugmyndin með Jólagleði í Garðalundi er að fara út eftir kvöldmat með vasaljós sem getur verið mjög spennandi í hugum litla fólksins. Margvíslegum ævintýraheimum verður komið fyrir um alla skógrækt þannig að fólk getur rölt um og séð fjöldann allan af fígúrum á sveimi. Það er aldrei að vita hvað gæti gerst. Foreldrar eru hvattir til að klæða sig og börnin vel til útivistar og undirbúa ímyndunarafl allrar fjölskyldunar.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00