Fara í efni  

Gísli á Uppsölum

Leiksýning í Tónbergi Akranesi, fimmtudaginn 23. mars kl. 20. Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Áhrifamikil sýning sem hefur farið sigurför um landið, hrifið áhorfendur og fengið mikið lof gagnrýnenda.

Leikari: Elfar Logi Hannesson
Höfundar: Elfar Logi Hannesson, Þröstur Leó Gunnarsson
Dramatúrg: Símon Birgisson
Tónlist: Svavar Knútur
Lýsing: Magnús Arnar Sigurðsson
Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson

Sýningin tekur 50 mínútur en að henni lokinni verður boðið upp á spjall um verkið við leikarann og höfundinn Elfar Loga Hannesson.

Miðaverð er kr. 3.500/Eldri borgarar kr. 3.000/Kalmansvinir kr. 2.500. Tekið er á móti miðapöntunum í síma 865-8974 og í netfangi kalmanlistafelag@gmail.com.

   
Fara efst
á síðu
  • Akraneskaupstaður 433 1000
  • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449