Gjaldskrá leikskóla
Matarverð á mánuði:
- Morgunverður er kr. 2.262
- Síðdegishressing er kr. 2.262
- Hádegisverður er kr. 6.061
- Ávaxtagjald er kr. 1.134
Dvalargjald á klukkustund er kr. 4.226.
Dvalargjald á hverjar 15 mínútur fyrir klukkan 08:00 og eftir klukkan 16:00 er kr. 3.750 kr (ekki eru veittur afsláttur af þessu dvalargjaldi).
Afsláttarleiðir sem foreldrar geta valið úr:
- 25% afsláttur ef dvalartími er 7 klst. á dag (35 klst./viku)
- 30% afsláttur ef dvalartími er 6,5 klst. á dag (32,5 klst./viku)
- 35% afsláttur ef dvalartími er 6 klst. á dag (30 klst./viku)
- 25% afsláttur ef vistun lýkur kl. 14:00 á föstudögum (38 klst./viku)
Við hvetjum foreldra til að skoða raunveruleg dæmi um afsláttarleiðirnar og frekari upplýsingar hér.
Önnur afsláttarkjör:
35% afsláttur er veittur til einstæðra foreldra að fenginni umsókn foreldris. Umsókn um afsláttarkjör skal endurnýjuð árlega fyrir 15. ágúst og afhent leikskólastjóra í viðkomandi leikskóla. Ef breyting verður á hjúskaparstöðu sem hefur áhrif á afsláttarkjör þarf að tilkynna það til leikskólastjóra. Afslátturinn nær til dvalargjalds fyrsta barns.
Námsmenn, ef báðir foreldrar eru í viðurkenndu námi, fá 35% afslátt af dvalargjaldi. Skila skal skólavottorði fyrirfram fyrir hverja önn þar sem fram koma upplýsingar um einingafjölda og staðfestingu á því að um fullt nám sé að ræða. Afsláttur námsmanna gildir ekki 1. júní til 31. ágúst, nema foreldrar séu í fullu sumarnámi. Afslátturinn nær til dvalargjalds fyrsta barns.
Systkinaafsláttur:
- Yngsta barn greiðir fullt gjald
- Annað systkini greiðir 50% af gjaldi
- Þriðja systkini greiðir 25% af gjaldi
Systkinaafsláttur gildir milli dagforeldra, leikskóla, frístundar og lengdrar viðveru fatlaðra nemenda í 5. - 10. bekk. Greitt er fullt gjald vegna yngsta barns og síðan koll af kolli.
Afslættir reiknast í þessari röð:
1. Þrepaskiptur afsláttur vegna dvalartíma.
2. Afsláttur vegna hjúskaparstöðu og námsmanna.
3. Systkinaafsláttur.
Gjaldskráin var endurskoðuð og samþykkt í bæjarráði fyrir hönd bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar þann 26. júní 2025.