Fara í efni  

Grundaskóli

GrundaskóliGrundaskóli tók formlega til starfa haustið 1981. Skólinn er staðsettur á Espigrund 1. Í Grundaskóla eru um 600 nemendur og um 90 starfsmenn. Skólinn starfar eftir hugmyndafræðinni, Uppeldi til ábyrgðar - uppbygging sjálfsaga. Í Grundaskóla er mikil áhersla lögð á list- og verkgreinar og hefur kennsla frá upphafi farið fram eftir svokölluðu valkerfi þar sem nemendur ferðast á milli námsgreina þar sem lögð er áhersla á að sinna grunnmenntun samkvæmt námskrá auk þess sem lögð er áhersla á blöndun árganga og ýmis konar þemavinnu í bland við hefðbundin verkefni. Skólastjóri skólans er Sigurður Arnar Sigurðsson og veitir hann frekari upplýsingar um skólann í síma 433-1400 eða á netfangið grundaskoli@grundaskoli.is.

Jafnréttisáætlun Grundaskóla

Jafnréttisstefna Grundaskóla er að allir, nemendur og starfsmenn, njóti jafns réttar án tillits til kyns, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, kynhneigðar, litarháttar, efnahags, ætternis, fötlunar, aldurs og stöðu að öðru leyti. Jafnréttisáætlun skólans er ætlað að vera mikilvægur liður í gæðaumbótum í skólanum þar sem aukið jafnrétti tryggir betri nýtingu mannauðs. Skólastarf í anda jafnréttis á einnig að taka mið af mismunandi námshæfileikum nemenda. Tækifæri nemenda eiga ekki að byggja á kynferði heldur áhuga, hæfileikum og færni.

Saga Grundaskóla

Allt frá byrjun var áhersla í skólastarfinu á nemandann og gengið út frá því að góð líðan nemanda sé forsenda náms. Skólinn hefur verið meðvitaður um að nemendur þroskast misfljótt og hafa mismunandi hæfileika. Þess vegna var lögð rík áhersla á að koma til móts við hæfileika hvers og eins og strax tekið upp valkerfi þar sem nemendur gátu haft áhrif á nám sitt. Frá upphafi hefur mikil áhersla verið lögð á samstarf við foreldra og heimili og að skólinn væri hluti af samfélaginu sem hann starfaði í, opinn þeim sem vildu nýta hann.Grundaskóli hefur verið byggður í áföngum. Elsta byggingin (yngsta stigið) var tekin í notkun að hluta haustið 1981. Húsnæði unglingadeildar var tekið í notkun 1988, stjórnunarálma með kennarastofu, vinnuaðstöðu fyrir kennara, bókasafni og sal kom 1995 og loks var miðstigsbyggingin tekin í notkun þegar skólinn varð einsetinn haustið 2002.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um Grundaskóla á heimasíðu og facebooksíðu skólans.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00