Fara í efni  

Brekkubæjarskóli

BrekkubæjarskóliBrekkubæjarskóli er annar tveggja heildstæðra grunnskóla á Akranesi. Nemendur skólans eru um 430 talsins, en starfsmenn tæplega áttatíu. Tíu bekkjadeildir eru í Brekkubæjarskóla, tveir bekkir í hverjum árgangi að jafnaði, en þrír í fjölmennustu árgöngunum (6. bekkur 2008-9). Að auki státar skólinn af öflugri sérdeild og þéttriðnu neti stoðþjónustu. Skólastjóri skólans er Arnbjörg Stefánsdóttir en hún veitir jafnframt frekari upplýsingar um skólann í síma 433-1300. 

Lífsleiknistefna Brekkubæjarskóla 

Haustið 2001 var tekin upp skólastefna í Brekkubæjarskóla sem ber heitið „Góður og fróður“ og byggir á sýn skólans. Skólastefnan er skýr framtíðarsýn í anda lífsleikni, manngildis og hugmynda um að til þess að ná árangri í skólastarfi þurfi að hlúa að vellíðan og starfsánægju bæði nemenda og starfsmanna skólans. Það eru forsendur fyrir góðum árangri í námi og starfi. 

Saga Brekkubæjarskóla

Brekkubæjarskóli starfar í húsi sem byggt hefur verið í fjórum áföngum. Kjarni hússins er frá árinu 1950 og hefur upphaflega húsinu verið breytt mjög mikið frá þeim tíma. Vinnuaðstaða nemenda og kennara er góð; gott skólasafn, stór tölvustofa og sérgreinastofur. Skólinn hefur aðgang að Íþróttahúsinu við Vesturgötu til íþróttakennslu og sund er kennt í Bjarnalaug sem er innilaug. Skóladagvist og hluti myndmenntakennslu er til húsa í austurhluta Íþróttahússins í svonefndri „Þekju.“ 

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um Brekkubæjarskóla á heimasíðu og facebooksíðu skólans.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00