Fara í efni  

Eftirlit og öryggismál

Innra og ytra eftirlit

Í hverjum mánuði skila dagforeldrar yfirliti til Akraneskaupstaðar yfir þau börn sem eru í umsjá þeirra, með staðfestingu foreldra. Með undirskrift sinni eru foreldrar að staðfesta umsaminn dvalartíma og eða forföll dagforeldra í mánuðinum. Mánaðarleg skil þessa lista ásamt staðfestum vistunarsamningi og samþykktri niðurgreiðslubeiðni er forsenda þess að niðurgreiðsla sé veitt. Eftirlit er einnig í höndum dagforeldra og foreldra. Dagforeldri ber að sjá til þess að allur aðbúnaður sé í samræmi við lög og reglugerðir en verði foreldrar varir við að umönnun og/eða aðbúnaði barnsins sé ábótavant er þeim skylt að tilkynna það umsjónaraðila / daggæslufulltrúa sbr. reglugerð um daggæslu barna í heimahúsi nr. 907/2005 reglugerð um daggæslu í heimahúsi nr. 907/2005

Sérstakur eftirlitsaðili fer þrisvar sinnum á ári í óboðaðar heimsóknir á heimili dagforeldris og kannar aðstæður hverju sinni. Eftirlitsaðili kannar ástand öryggismála hjá dagforeldri, kannar fjölda barna í gæslu og að dagforeldrar séu með gildar slysatryggingar fyrir börnin sem eru í gæslunni. Eftirlitsaðili á Akranesi eru starfsmenn barnaverndarnefndar Akraneskaupstaðar

Upplýsingar frá foreldrum

Einu sinni á ári er með formlegum hætti aflað upplýsinga hjá foreldrum um viðhorf þeirra til daggæslunnar hjá dagforeldri. Ljóst er að  foreldrar hafa bestu aðstöðuna til að fylgjast með starfsemi dagforeldra þar sem þeir eru í daglegu sambandi við þá. Því er mjög mikilvægt að foreldrar svari könnun um viðhorf þeirra til daggæslu barna í heimahúsi, sem send er til foreldra á hverju ári.

Ráðgjöf í daggæslu

Ráðgjöfin felst annars vegar í fræðslu og ráðgjöf til dagforeldra og hins vegar í leiðbeiningum og upplýsingum til foreldra. Ráðgjöf og stuðningur til dagforeldra er í formi samtala, heimsókna og fræðslu. Einnig hafa dagforeldrar aðgang að daggæslufulltrúa með viðtölum og símtölum. Daggæslufulltrúi heldur reglulega fundi með dagforeldrum. Foreldrar hafa aðgang að daggæslufulltrúa með viðtölum og símtölum.

Öryggismál

Allir dagforeldrar sækja reglulega námskeið í eldvörnum og í hjálp í viðlögum. Það er skylda dagforeldra að sækja réttindanámskeið fyrir dagforeldra sem haldin eru á landsvísu.  Nokkur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ásamt Akranesi halda einnig sameiginleg námskeið fyrir dagforeldra um ólík efni. Allir dagforeldrar eru með slysatryggingu fyrir þau börn sem hjá þeim dvelja.

Þagnarskylda

Fullur trúnaður á að ríkja milli foreldris og dagforeldris um hagi hvors annars og þau börn og fjölskyldur þeirra sem hjá dagforeldri dvelja.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00