Eurovision lagið tekið upp í Sementsverksmiðjunni
		
					16.03.2015			
										
	
Í lok febrúar sl. fóru fram tökur á myndbandinu við lagið Unbroken sem er framlag Íslands til Eurovision í ár. Upptakan fór fram að hluta til ofnhúsinu í Sementsverksmiðjunni á Akranesi. Það er fyrirtækið IRIS Iceland sem sá um upptöku og gerð myndbandsins í samstarfi við fyrirtækið StopWaitGo sem eiga sigurlagið. 
Myndirnar sem eru meðfylgjandi tala sínu máli en myndbandið í heild sinni má sjá hér að neðan.
					

 
 



