Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Samræmd móttaka flóttafólks- Samningur 2026
2511029
þann 5. nóvember sl. barst erindi frá félags- og húsnæðismálaráðuneytis þar sem lögð eru fram drög að viðauka við þjónustusamning um samræmda móttöku flóttafólks, með gildistíma til og með 31. desember 2026.
Óskar ráðuneytið eftir upplýsingum um fjölda notenda í þjónustu sem og athugasemdum eða ábendingum við viðauka fyrir 19. nóvember nk. Málið var lagt fram í bæjarráði þann 13. nóvember sl. og eftirfarandi bókað:
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við þjónustusamning um samræmda móttöku flóttafólks vegna ársins 2026, að gert verði ráð fyrir óbreyttri tölu þjónustuþega (allt að 100 notendur) sbr. gildandi samning vegna yfirstandi árs og felur sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs að skrifa undir f.h. Akraneskaupstaðar. Samþykkt 3:0 Bæjarráð leggur áherslu á að ráðuneytið viðhafi raunverulegt samráð við hlutaðeigandi sveitarfélög vegna áforma um breytt fyrirkomulag á móttöku flóttafólks þar sem m.a. verði fellt á brott ákvæði um samstarfs- og samhæfingarnefnd. Þá minnir bæjarráð á mikilvægi þess að tryggt verði áfram fjármagn til hlutaðeigandi sveitarfélaga til að standa undir launakostnaði vegna þessa mikilvæga verkefnis.
Óskar ráðuneytið eftir upplýsingum um fjölda notenda í þjónustu sem og athugasemdum eða ábendingum við viðauka fyrir 19. nóvember nk. Málið var lagt fram í bæjarráði þann 13. nóvember sl. og eftirfarandi bókað:
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við þjónustusamning um samræmda móttöku flóttafólks vegna ársins 2026, að gert verði ráð fyrir óbreyttri tölu þjónustuþega (allt að 100 notendur) sbr. gildandi samning vegna yfirstandi árs og felur sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs að skrifa undir f.h. Akraneskaupstaðar. Samþykkt 3:0 Bæjarráð leggur áherslu á að ráðuneytið viðhafi raunverulegt samráð við hlutaðeigandi sveitarfélög vegna áforma um breytt fyrirkomulag á móttöku flóttafólks þar sem m.a. verði fellt á brott ákvæði um samstarfs- og samhæfingarnefnd. Þá minnir bæjarráð á mikilvægi þess að tryggt verði áfram fjármagn til hlutaðeigandi sveitarfélaga til að standa undir launakostnaði vegna þessa mikilvæga verkefnis.
Velferðar- og mannréttindaráð gerir alvarlega athugasemd við breytingar á 1 og 2 málsl. 2. mgr. 7. gr. um að sveitarfélagi beri að tryggja notendum húsnæði innan fjögurra vikna, í stað átta vikna, líkt og var kveðið á um í fyrri samningi. Telur ráðið furðu sæta að ráðuneytið geri kröfu um að sveitarfélögin útvegi húsnæði á fjórum vikum, þegar fyrir liggur að starfsmenn áttu í fullu fangi með að tryggja húsnæði innan átta vikna. Velferðar- og mannréttindaráð gerir kröfu um að félags- og húsnæðisráðuneytið hverfi frá þessari breytingu.
2.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029.
2505217
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun fór fram í bæjarstjórn þriðjudaginn 11. nóvember sl.
Málið verður til áframhaldandi vinnslu á næsta fundi bæjarráðs þann 20. nóvember nk. sem og á fundum annarra fagráða Akraneskaupstaðar.
Málið verður til áframhaldandi vinnslu á næsta fundi bæjarráðs þann 20. nóvember nk. sem og á fundum annarra fagráða Akraneskaupstaðar.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur áherslu á að í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2026-2029 verði gert ráð fyrir stofnframlögum til uppbyggingar húsnæðis sem mætt verður með sölu á íbúðum í eigu bæjarins.
3.Jöfnunarsjóður- framlög Jöfnunarsjóðs málefni fatlaðra 2025
2510033
Farið yfir framlög Jöfnunarsjóðs árið 2025 og samspil við framlög mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna barna með fjölþættan vanda.
Velferðar- og mannréttindaráð hefur farið yfir þau gögn sem liggja fyrir og ljóst er að ekki er mögulegt á þessum tímapunkti að áætla endanleg framlög JS og samspil við framlög mennta- og barnamálaráðuneytis vegna barna með fjölþættan vanda.
4.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging- framkvæmd verkefnisins
2205146
Samfélagsmiðstöðin, farið yfir stöðu verkefnisins. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði boðið út 2026 samkvæmt fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2026-2029.
Velferðar- og mannréttindaráð hvetur til þess að útboðsgögn verði kláruð og verkefnið boðið út í byrjun árs 2026.
5.Fundargerðir 2025 - öldungaráð
2501011
Fundargerð Öldungaráðs frá 29.10.25
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:00.





