Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

254. fundur 04. nóvember 2025 kl. 15:00 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Heilsuefling eldra fólks

2402299

Verkefnið "Sprækir skagamenn" hefur verið í gangi frá haustinu 2024 og hefur þátttakan verið mikil frá upphafi og eftirspurnin aukist jafnt og þétt. Ræða þarf framhald verkefnisins á árinu 2026 og til framtíðar. Fyrir liggur kostnaðargreining frá ÍA miðað við raunkostnað 2025 og þrjár ólíkar sviðsmyndir lagðar fram.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Emilíu Halldórsdóttur verkefnastjóra ÍA og Heiðari Mar Björnssyni framkvæmdastjóra ÍA fyrir góða yfirferð.
Velferðar- og mannréttindaráð felur starfsmönnum sviðsins að vinna með tillögurnar áfram.

2.Starf verkefnastjóra farsæls frístundastarfs

2511001

Ráðið var til tveggja ára í 80% starf verkefnastjóra farsæls frístundastarfs og kostnaði mætt með styrk frá mennta- og barnamálaráðuneyti. Er um að ræða samvinnuverkefni velferðar- og mannréttindasviðs og skóla- og frístundasviðs í þágu þágu farsældar barna hjá Akraneskaupstað.



Hlutverk verkefnastjóra var að leggja grunn að nýrri nálgun í stuðningi við börn með það að markmiði að tryggja öllum börnum sem þurfa stuðning og tækifæri til þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi.



Verkefnið farsælt frístundastarf fyrir öll börn hefur fengið verðskuldaða athygli fyrir nýsköpun og nálgun sem byggir á rannsóknum um forvarnargildi þátttöku barna í skipulögðu frístundastarfi. Það er jafnframt liður í heildstæðri sýn Akraneskaupstaðar á inngildandi þjónustu og eitt af 17 metnaðarfullum verkefnum sem styðja við að sveitarfélagið hlaut viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag UNICEF árið 2025.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00