Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Heilsuefling eldra fólks
2402299
Verkefnið "Sprækir skagamenn" hefur verið í gangi frá haustinu 2024 og hefur þátttan verið mikil frá upphafi og eftirspurnin aukist jafnt og þétt. Ræða þarf framhald verkefnisins á árinu 2026 og til framtíðar.
Fyrir liggur kostnaðargreining frá ÍA miðað við raunkostnað 2025.
Fyrir liggur kostnaðargreining frá ÍA miðað við raunkostnað 2025.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að stilla upp mismunandi sviðsmyndum um framkvæmd verkefnisins og þátttökugjöld og leggja fram á næsta fundi ráðsins.
2.Skammtímadvöl á Vesturlandi
2510121
Samráðshópur stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi var veitt umboð til að skoða möguleika á sameiginlegum rekstri skammtímadvalar á svæðinu.
Þroskahjálp á Vesturlandi hefur lýst yfir vilja til að koma að slíkri uppbyggingu.
Drög að viljayfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi og Þroskahjálpar á Vesturlandi um uppbyggingu skammtímadvalar lögð fram til kynningar.
Þroskahjálp á Vesturlandi hefur lýst yfir vilja til að koma að slíkri uppbyggingu.
Drög að viljayfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi og Þroskahjálpar á Vesturlandi um uppbyggingu skammtímadvalar lögð fram til kynningar.
Velferðar- og mannréttindaráð er jákvætt gagnvart undirritun viljayfirlýsingar um að skoðaðar verði lausnir um uppbyggingu skammtímadvalar í samvinnu við Þroskahjálp á Vesturlandi og önnur sveitarfélög á Vesturlandi.
3.Fjöliðjan - beiðni um aukið stöðugildi leiðbeinanda
2510124
Beiðni frá stjórnendum Fjöliðjunnar um aukið stöðugildi leiðbeinanda vegna mikils fjölda starfsmanna með fötlun og mikils álags. Í Fjöliðjunni eru 11 leiðbeinendur í 7 stöðugildum. Starfsmenn með fötlun eru að jafnaði 75-80 á degi hverjum. Við bætist að starfsemi Fjöliðjunnar fer fram á nokkrum stöðum í bænum sem gerir enn erfiðara um vik að tryggja viðunandi mönnum leiðbeinenda á hverjum stað.
Árni Páll Harðarsson og Ásta Pála Harðardóttir sitja fundinn undir þessum lið.
Árni Páll Harðarsson og Ásta Pála Harðardóttir sitja fundinn undir þessum lið.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Ástu Pálu Harðardóttur og Árna Jóni Harðarsyni fyrir góða yfirferð um aðstæður starfsmanna og leiðbeinenda í Fjöliðjunni.
Starfsmönnum falið að greina málið nánar og leggja það fyrir að nýju.
Starfsmönnum falið að greina málið nánar og leggja það fyrir að nýju.
4.Fjöliðjan - nýtinga gámastofa
2507008
Staða máls er varðar talningavél í Fjöliðju.
Málið tekið fyrir á sameiginlegum fundi velferðar- og mannréttindaráðs og skipulags- og umhverfisráðs.
Árni Páll Harðarsson og Ásta Pála Harðardóttir sátu fundinn undir þessum lið.
Málið tekið fyrir á sameiginlegum fundi velferðar- og mannréttindaráðs og skipulags- og umhverfisráðs.
Árni Páll Harðarsson og Ásta Pála Harðardóttir sátu fundinn undir þessum lið.
Lögð er fram kostnaðaráætlun fyrir nýbyggingu talningarvélar.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar starfsmönnum Fjöliðjunnar, Árna Jóni Harðarsyni og Ástu Pálu Harðardóttur fyrir þeirra greiningu og tillögur að lausnum.
Skipulags- og umhverfisráð fól verkefnastjóra frekari úrvinnslu málsins, meðal annars að kanna möguleika á að nýta gámalausnir.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar starfsmönnum Fjöliðjunnar, Árna Jóni Harðarsyni og Ástu Pálu Harðardóttur fyrir þeirra greiningu og tillögur að lausnum.
Skipulags- og umhverfisráð fól verkefnastjóra frekari úrvinnslu málsins, meðal annars að kanna möguleika á að nýta gámalausnir.
5.Uppbygging almenningssalerna fyrir fatlað fólk
2508175
Málið tekið upp á sameiginlegum fundi velferðar- og mannréttindaráðs og skipulags- og umhverfisráðs.
Á sameiginlegum fundi velferðar- og mannréttindaráðs og skipulags- og umhverfisráðs kom fram að ráðin lýsa yfir áhuga um að skoða þetta verkefni frekar og fela sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs að hafa samband við félagið CPI til þess að afla upplýsinga um hvað aðild felur í sér. Málið verði tekið fyrir að nýju þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
Fundi slitið - kl. 18:30.





